Nýr Subaru Forester e-Boxer Hybrid Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. janúar 2020 07:00 Subaru Forester e-Boxer Vísir/BL Nýr Subaru Forester með e-Boxer véltækni var kynntur hjá BL við Sævarhöfða um liðna helgi Forester er fyrsti bíll Subaru með þessari tækni þar sem tveggja lítra 150 hestafla bensín boxervél og 12 hestafla rafmótor við 118V rafgeymi. Slíkt er til að geraökumanni kleift að aka „vissa vegalengd eingöngu á rafmótornum áður en aðalvélin ræsist til aðstoðar,“ segir í tilkynningu frá BL. Subaru Forester e-Boxer Hybrid er lengri og breiðari en fráfarandi Forester auk þess sem lengra er á milli fram- og afturhjóla. Rými fyrir ökumann, farþega og farangur er því meira en áður og sætin breiðari og þægilegri. Þá hefur Forester heldur aldrei verið jafn ríkulega búinn öryggis-, aðstoðar- og þægindabúnaði og nú. Á öryggis- og aðstoðarsviði gegnir hið margverðlaunaða EyeSight lykilhlutverki þar sem Subaru bætir sífellt nýjum eiginleikum við og hefur Forester aldrei verið jafn öruggur og nú, enda t.d. með rafstýrða hjálparhemlun, akreinavara, akreinastýringu, skynvæddan hraðastilli og bakkvörn sem eru meðal rómaðra eiginleika EyeSight.Þrjár útgáfur í boði Subaru Forester e-Boxer Hybrid er boðinn í þremur útgáfum; grunngerðinni Premium sem er sérlega vel útbúin á öllum sviðum og kostar frá 6.890 þúsundum króna, auk dýrari útgáfanna LUX og LUX+. Hægt er að velja um ýmsan aukabúnaðar með nýjum Forester, svo sem skíðaboga, dráttarbeisli, hlíf undir vél og afturdrif svo nokkuð sé nefnt. Innra rými í nýjum Forester.Vísir/BL „Bestur í sínum flokki“ hjá Euro NCAPNýr Forester fékk í desember fullt hús öryggisstiga í árekstra- og öryggisprófunum Euro NCAP fyrir framúrskarandi alhliða öryggi, þar á meðal fyrir börn og fullorðna farþega, gangandi vegfarendur og fyrir öryggiskerfið EyeSight, sem veitt getur ökumanni margvíslega aðstoð í akstri. Í öllum flokkum voru einkunnir vel yfir því lágmarki sem þarf til að hljóta 5 stjörnur í prófunum Euro NCAP og er heildareinkunnin sú hæsta sem Forester hefur hlotið frá upphafi. Auk þessarar 1. einkunnar útnefndi Euro NCAP í byrjun janúar hinn nýja Forester þann besta í sínum flokki 2019 (Best in class 2019 Small Off-Road/MPV). Forester hefur einnig hlotið hæstu öryggiseinkunn hjá Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (IIHS) auk Grand Prix-verðlauna Japan New Car Assessment Programm fyrir framúrskarandi alhliða öryggi. Bílar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent
Nýr Subaru Forester með e-Boxer véltækni var kynntur hjá BL við Sævarhöfða um liðna helgi Forester er fyrsti bíll Subaru með þessari tækni þar sem tveggja lítra 150 hestafla bensín boxervél og 12 hestafla rafmótor við 118V rafgeymi. Slíkt er til að geraökumanni kleift að aka „vissa vegalengd eingöngu á rafmótornum áður en aðalvélin ræsist til aðstoðar,“ segir í tilkynningu frá BL. Subaru Forester e-Boxer Hybrid er lengri og breiðari en fráfarandi Forester auk þess sem lengra er á milli fram- og afturhjóla. Rými fyrir ökumann, farþega og farangur er því meira en áður og sætin breiðari og þægilegri. Þá hefur Forester heldur aldrei verið jafn ríkulega búinn öryggis-, aðstoðar- og þægindabúnaði og nú. Á öryggis- og aðstoðarsviði gegnir hið margverðlaunaða EyeSight lykilhlutverki þar sem Subaru bætir sífellt nýjum eiginleikum við og hefur Forester aldrei verið jafn öruggur og nú, enda t.d. með rafstýrða hjálparhemlun, akreinavara, akreinastýringu, skynvæddan hraðastilli og bakkvörn sem eru meðal rómaðra eiginleika EyeSight.Þrjár útgáfur í boði Subaru Forester e-Boxer Hybrid er boðinn í þremur útgáfum; grunngerðinni Premium sem er sérlega vel útbúin á öllum sviðum og kostar frá 6.890 þúsundum króna, auk dýrari útgáfanna LUX og LUX+. Hægt er að velja um ýmsan aukabúnaðar með nýjum Forester, svo sem skíðaboga, dráttarbeisli, hlíf undir vél og afturdrif svo nokkuð sé nefnt. Innra rými í nýjum Forester.Vísir/BL „Bestur í sínum flokki“ hjá Euro NCAPNýr Forester fékk í desember fullt hús öryggisstiga í árekstra- og öryggisprófunum Euro NCAP fyrir framúrskarandi alhliða öryggi, þar á meðal fyrir börn og fullorðna farþega, gangandi vegfarendur og fyrir öryggiskerfið EyeSight, sem veitt getur ökumanni margvíslega aðstoð í akstri. Í öllum flokkum voru einkunnir vel yfir því lágmarki sem þarf til að hljóta 5 stjörnur í prófunum Euro NCAP og er heildareinkunnin sú hæsta sem Forester hefur hlotið frá upphafi. Auk þessarar 1. einkunnar útnefndi Euro NCAP í byrjun janúar hinn nýja Forester þann besta í sínum flokki 2019 (Best in class 2019 Small Off-Road/MPV). Forester hefur einnig hlotið hæstu öryggiseinkunn hjá Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (IIHS) auk Grand Prix-verðlauna Japan New Car Assessment Programm fyrir framúrskarandi alhliða öryggi.
Bílar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent