Handbolti

Spán­verjar fylgja Króatíu upp úr milli­riðli eitt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spánverjar fagna sætinu í undanúrslitunum.
Spánverjar fagna sætinu í undanúrslitunum. vísir/epa

Spánn og Króatía eru komin í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta eftir sigra í dag.

Fyrsti leikur dagsins var á milli Króatíu og Tékklands en Króatar unnu þar eins marks sigur, 22-21, eftir að hafa verið 11-9 yfir í hálfleik.

Sigurmarkið Luka Stepancic er ein sekúnda var eftir af leiknum en Króatar höfðu fyrir leik dagsins tryggt sér áfram í undanúrslitin.

Marki Namic var markahæstur hjá Króatíu með fimm mörk en Ondrej Zdrahala skoraði sjö mörk fyrir Tékkland.







Það verða Spánverjar sem fylgja Króötum áfram í undanúrslitin í Stokkhólmi eftir stórsigur á Hvíta Rússlandi í dag, 37-28.

Spánn var einungis einu marki yfir í hálfleik 17-16 en stigu á bensíngjöfina í síðari hálfleik og skoruðu tuttugu mörk.

Ferran Sole skoraði sjö mörk fyrir Spán líkt og Angel Fernandez en Uladzislau Kulesh skoraði sex mörk fyrir Hvíta Rússland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×