Fer oftast of seint að sofa og nýtir tæknina fyrir skipulagið Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 10:00 Hulda söðlaði um vorið 2019 og starfar nú á starfsmannasviði Marel á alþjóðavísu. Hún segir raunverulegu áskoranirnar sínar að ná til alls starfsfólks í fjölmenningarlegu samfélagi þar sem um sex þúsund starfsmenn starfa um allan heim. Vísir/Vilhelm Hina hláturmildu Huldu Bjarnadóttir þekkja flestir enda þjóðkunn fjölmiðlakona. Í fyrra söðlaði hún um, hætti hjá Árvakri og hóf störf hjá Marel. Þar starfar hún á starfsmannasviði á alþjóðavísu og er starfsheitið hennar á ensku „Global Engagement and Cultural Manager.“ Þetta starfsheiti vísar til helgunar starfsmanna og fyrirtækjamenningu. Spurð nánar um starfstitilinn hlær Hulda og viðurkennir að hún hafi hreinlega haft samband við snillingana hjá Árnastofnun til að fá aðstoð við þýðinguna. Hún segist vongóð um að fá góðar hugmyndir þaðan og ekki er laust við að fleiri ættu að athuga þessa leið þar sem það fjölgar hratt í þeim hópi fólks sem er með starfsheiti á ensku. Skýringin er oftast sú að starfsheitin eru ekki til á íslensku og bein þýðing orða þykir ekki nægilega lýsandi. Í kaffispjalli helgarinnar spyrjum við um starf og verkefni Huldu. Við spyrjum líka alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær það fer að sofa á kvöldin. Eins forvitnumst við um skipulagið. Í hverju felst starfið þitt hjá Marel? „Í grunninn erum við að styrkja og breyta kúltúrnum sem á að styðja við vöxtinn og þær breytingar sem framundan eru. Hjá okkur starfa um sex þúsund starfsmenn þannig að í þetta þarf að leggja mikla vinnu þar sem mikilvægt er að samhæfa og virkja fólkið okkar. Þar er ég að fylgja eftir metnaðarfullri aðferðarfræði sem getur aukið helgun starfsmanna. Það er svo mikilvægt að fólk skilji tilgang þess í heildarsamhenginu og að fólk viti að allir skipta máli.“ En í hvaða verkefni ertu helst að vinna í þessa dagana? „Í svona fjölmennu fjölmenningarsamfélagi eins og Marel er, má segja að raunverulegu áskoranirnar mínar felist í að ná vel til alls starfsfólks. Ég er í því uppbyggingarstarfi alla daga þar sem ég er að virkja og upplýsa ólíka hópa. Í raun má segja að ég sé þar í hlutverki samskiptamanneskjunnar. Þessa dagana er ég sérstaklega að fylgja eftir stjórnendaþjálfun sem við lögðum upp með sem nokkurra ára vegferð. Þetta er stjórnendaþjálfun á alþjóðavísu. Svo þarf að koma að mörgum stefnumótandi verkefnum, tólum og tækjum á framfæri innanhús.“ Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan er stillt ýmist á 6.15 eða 7.15. Fer svolítið eftir álagspunktum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Í draumaveröld myndi hver dagur hefjast með góðum kaffibolla þar sem ég sæti í fullkominni ró að lesa fréttir. Veruleikinn er auðvitað allt annar. Ég byrja á því að fara niður, ýti á takkan og fæ kaffi í bollan minn. Síðan hefjast hlaupin á milli hæða til að koma mér og öllum öðrum út og inn í daginn. Kaffibollinn er drukkinn þarna einhvers staðar á hlaupunum“ segir Hulda síðan og hlær. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Við erum byrjuð að nota TEAMS og því er ég að reyna að tileinka mér það sem aðalverkfærið og aðalsamskiptamiðilinn. Það helsta þá forrit eins og OneNote, Planner, Excel eða Power Point. Svo virka ég best ef ég sé heildarmyndina. Þess vegna byrja ég oftast öll verkefni á að stilla upp stóru myndinni í myndrænni framsetningu, því þannig finnst mér oft best að skilja hlutina sjálf. Til þess að gera það, er Mindmasterinn minn mikilvægt verkfæri en það er svona mind-map hugmyndafræði sem margir þekkja.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Of seint oftast nær. Reyni fyrir miðnætti, finnst best ef ég er komin upp í rúm hálf tólf tólf.“ Tengdar fréttir Gísli Örn á fullu í verbúðum og byrjaður í kaffinu á morgnana Gísli Örn Garðarson vaknar klukkan 7.20 á virkum morgnum og byrjar þá á því að semja við börnin sín um ,,10 mínútur“ í viðbót. Hann fór nýverið að drekka kaffi á morgnana og viðurkennir að hann er alltof gjarn á að kíkja á síman sinn þegar hann er nývaknaður. 25. janúar 2020 10:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Hina hláturmildu Huldu Bjarnadóttir þekkja flestir enda þjóðkunn fjölmiðlakona. Í fyrra söðlaði hún um, hætti hjá Árvakri og hóf störf hjá Marel. Þar starfar hún á starfsmannasviði á alþjóðavísu og er starfsheitið hennar á ensku „Global Engagement and Cultural Manager.“ Þetta starfsheiti vísar til helgunar starfsmanna og fyrirtækjamenningu. Spurð nánar um starfstitilinn hlær Hulda og viðurkennir að hún hafi hreinlega haft samband við snillingana hjá Árnastofnun til að fá aðstoð við þýðinguna. Hún segist vongóð um að fá góðar hugmyndir þaðan og ekki er laust við að fleiri ættu að athuga þessa leið þar sem það fjölgar hratt í þeim hópi fólks sem er með starfsheiti á ensku. Skýringin er oftast sú að starfsheitin eru ekki til á íslensku og bein þýðing orða þykir ekki nægilega lýsandi. Í kaffispjalli helgarinnar spyrjum við um starf og verkefni Huldu. Við spyrjum líka alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær það fer að sofa á kvöldin. Eins forvitnumst við um skipulagið. Í hverju felst starfið þitt hjá Marel? „Í grunninn erum við að styrkja og breyta kúltúrnum sem á að styðja við vöxtinn og þær breytingar sem framundan eru. Hjá okkur starfa um sex þúsund starfsmenn þannig að í þetta þarf að leggja mikla vinnu þar sem mikilvægt er að samhæfa og virkja fólkið okkar. Þar er ég að fylgja eftir metnaðarfullri aðferðarfræði sem getur aukið helgun starfsmanna. Það er svo mikilvægt að fólk skilji tilgang þess í heildarsamhenginu og að fólk viti að allir skipta máli.“ En í hvaða verkefni ertu helst að vinna í þessa dagana? „Í svona fjölmennu fjölmenningarsamfélagi eins og Marel er, má segja að raunverulegu áskoranirnar mínar felist í að ná vel til alls starfsfólks. Ég er í því uppbyggingarstarfi alla daga þar sem ég er að virkja og upplýsa ólíka hópa. Í raun má segja að ég sé þar í hlutverki samskiptamanneskjunnar. Þessa dagana er ég sérstaklega að fylgja eftir stjórnendaþjálfun sem við lögðum upp með sem nokkurra ára vegferð. Þetta er stjórnendaþjálfun á alþjóðavísu. Svo þarf að koma að mörgum stefnumótandi verkefnum, tólum og tækjum á framfæri innanhús.“ Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan er stillt ýmist á 6.15 eða 7.15. Fer svolítið eftir álagspunktum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Í draumaveröld myndi hver dagur hefjast með góðum kaffibolla þar sem ég sæti í fullkominni ró að lesa fréttir. Veruleikinn er auðvitað allt annar. Ég byrja á því að fara niður, ýti á takkan og fæ kaffi í bollan minn. Síðan hefjast hlaupin á milli hæða til að koma mér og öllum öðrum út og inn í daginn. Kaffibollinn er drukkinn þarna einhvers staðar á hlaupunum“ segir Hulda síðan og hlær. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Við erum byrjuð að nota TEAMS og því er ég að reyna að tileinka mér það sem aðalverkfærið og aðalsamskiptamiðilinn. Það helsta þá forrit eins og OneNote, Planner, Excel eða Power Point. Svo virka ég best ef ég sé heildarmyndina. Þess vegna byrja ég oftast öll verkefni á að stilla upp stóru myndinni í myndrænni framsetningu, því þannig finnst mér oft best að skilja hlutina sjálf. Til þess að gera það, er Mindmasterinn minn mikilvægt verkfæri en það er svona mind-map hugmyndafræði sem margir þekkja.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Of seint oftast nær. Reyni fyrir miðnætti, finnst best ef ég er komin upp í rúm hálf tólf tólf.“
Tengdar fréttir Gísli Örn á fullu í verbúðum og byrjaður í kaffinu á morgnana Gísli Örn Garðarson vaknar klukkan 7.20 á virkum morgnum og byrjar þá á því að semja við börnin sín um ,,10 mínútur“ í viðbót. Hann fór nýverið að drekka kaffi á morgnana og viðurkennir að hann er alltof gjarn á að kíkja á síman sinn þegar hann er nývaknaður. 25. janúar 2020 10:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Gísli Örn á fullu í verbúðum og byrjaður í kaffinu á morgnana Gísli Örn Garðarson vaknar klukkan 7.20 á virkum morgnum og byrjar þá á því að semja við börnin sín um ,,10 mínútur“ í viðbót. Hann fór nýverið að drekka kaffi á morgnana og viðurkennir að hann er alltof gjarn á að kíkja á síman sinn þegar hann er nývaknaður. 25. janúar 2020 10:00