Lífið

„Látum ekki hræGamma hrekja Bíó Paradís í burtu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Múgur og margmenni á ónefndu kvöldi í Bíó Paradís.
Múgur og margmenni á ónefndu kvöldi í Bíó Paradís. Bíó Paradís

Óhætt er að segja að yfirvofandi lokun Bíó Paradís á Hverfisgötu eftir tíu ára starf hafi valdið miklu fjaðrafoki í dag. Framkvæmdastjóri segir reksturinn í blóma en þreföld eða fjórföld hækkun í leiguverði geri starfsemina ekki lengur mögulega.

Menningarsinnum og bíóáhugafólki blöskrar tíðindin.

Eitt síðasta vígi þess litla kúls sem borgin á eftir segir Björn Teitsson sem meðal annars hefur látið hefur til sín taka undanfarin misseri þegar kemur að baráttu fyrir bíllausum lífsstíl.

 

Píratinn Elín Ýr Arnardóttir minnir á tengingu eigenda húsnæðisins við GAMMA. Húsnæðið er í eigu félagsins Karls Mikla ehf. Karl Mikli ehf. er í eigu þriggja félaga: AH verkataka ehf., sem er í eigu Arnars Haukssonar og Hauks Halldórssonar. GPS Invest ehf., sem er í eigu PÁJ Invest ehf. sem svo er í eigu Péturs Árna Jónssonar. Ægis Invest ehf. sem svo er í eigu Gísla Haukssonar. Arnar og Gísli eru bræður sem voru lengi tengdir fjárfestingafélaginu GAMMA, rétt eins og Pétur Árni.

 

Stefán Rafn Sigurbjörnsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, er í áfalli.

 

Leikarinn og grínistinn Villi Neto boðar uppnám.

 

Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi kallar eftir lagaumgjörð fyrir leigjendur.

 

Tómas Steindórsson körfuboltamaður fór nýlega í Bíó Paradís.

 

Sóla Þorsteins óttast að hótel eða rándýrar íbúðir komi í stað Bíó Paradísar.

 

Hildur Lilliendahl telur Bíó Paradís eiga sér tvær milljónir stuðningsmanna.

 

Listmaðurinn Árni Vil kallar eftir aðgerðum.

 

Viðbrögðin á Twitter koma Jóhanni Skúla á óvart.

 

Hrafni Jónssyni líst ekkert á blikuna.

 

Stefán Pálsson sagnfræðingur er súr þótt hann fari aldrei í bíó.

 

Kennarinn Haukur Árnason á góðar minningar með nemendum úr bíóinu.

 

Blaðamaðurinn og kvikmyndagagnrýnandinn Tómas Valgeirsson veltir upp spurningu.

 

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá Íslenskri erfðagreiningu, óttast að lundabúð gæti opnað.

 

Halldór Auðar Svansson minnir á ábyrgð eigenda húsnæðisins.

 

Geoffrey Skywalker, sem rekur Prikið, vill ekki horfa upp á þessa niðurstöðu.


Tengdar fréttir

Leiguverðið var ekki lengur í Paradís

„Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×