Þór/KA stelpurnar stoppuðu á miðri leið á heimleiðinni í gær og óðu út í á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 12:31 Arna Sif Ásgrímsdóttir og félagar í Þór/KA fagna hér marki hjá liðinu í Pepsi Max deild kvenna. Vísir/Bára Þór/KA stelpur náðu í stig á dramatískan hátt í Garðabænum í gær þegar þær jöfnuðu metin í uppbótatíma. Eftir leik þurfti liðið að sjálfsögðu að fara í fimm tíma ferðalag heim til Akureyrar. Þetta var eitt af mörgum rútuferðalögum liðsins á næstunni og því er mikilvægt að huga að endurheimt þegar stutt er bæði á milli leikja og langra rútuferða. Þór/KA hugsuðu út fyrir boxið þegar þær ákváðu að prófa hlut sem ætti að hjálpa endurheimtunni. Þær stoppuðu á miðri leið og kældu niður þreytta fætur út í á eða læk í Norðurárdalnum. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, var ekki alveg með á hreinu hvar þetta var en það skipti ekki öllu máli. „Ég þori ekki alveg að fara með það hvar þetta var en við keyrðum aðeins lengra en Borgarnes og fundum góðan stað,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Það er mikið álag á Þór/KA liðinu í þessari viku, þrír leikir og enginn þeirra norður á Akureyri eða í nærsveitum. „Þetta var nú bara gert af því að það er svo stutt á milli leikja núna og við eigum þrjá útileiki í röð. Það er því fullt af rútuferðum fram undan hjá okkur sem getur reynst erfitt. Við ákváðum því að prófa þetta og hvort að það myndi hjálpa okkur eitthvað. Við höfum ekki gert þetta áður,“ sagði Arna Sif en hvernig var hennar upplifun að þessu: „Þetta var mjög notalegt. Við stóðum þarna úti í einhverjar mínútur, svo bara þurrkuðu við okkur og fórum beint aftur upp í rútu. Maður verður alltaf aðeins hressari eftir kalda vatnið,“ sagði Arna Sif. Þór/KA stelpan Hulda Björg Hannesdóttir sést hér út í kaldri ánni en þetta er skjámynd úr myndbandi sem markvörðurinn Lauren Amie Allen setti inn á Instagram og Instagram síðan Þór/KA stelpnanna sýndi líka.Skjámynd/Instagram „Það er mjög erfitt að fá þrjá leiki í vikunni og allt útileiki. Við erum alltaf að koma mjög seint heim, við erum því að fara seint að sofa og svo er bara vinna næsta dag. Þetta verður því pínu erfitt. Við þurfum því að huga vel að endurheimtinni og ætluðum að sjá hvað þetta myndi gera fyrir okkur. Vonandi verður maður bara ferskur,“ sagði Arna Sif. Þór/KA mætti eins og áður sagði Stjörnunni á útivelli í gær, spilar síðan við Breiðablik í Kópavogi á miðvikudaginn og loks er þetta leikur á móti ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudaginn kemur. „Þetta var bara stemmning. Svo týndum við bláber í leiðinni og borðuðum þau meðan við stóðum í vatninu. Það er fullt af andoxunarefnum í þeim og allt upp á tíu,“ sagði Arna Sif hress. Þór/KA sýndi karakter með því að halda áfram og ná að jafna metin á móti Stjörnunni í uppbótatíma. „Það hefði verið hundfúlt að tapa þessum leik og mér fannst við vera betri eiginlega allan leikinn. Við áttum að skora einhver mörk. Það var mjög sætt að ná að skora undir lokin og sýna karakter. Við eigum samt að mínu mati að stjórn og vinna þessa leiki,“ sagði Arna Sif. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Þór/KA stelpur náðu í stig á dramatískan hátt í Garðabænum í gær þegar þær jöfnuðu metin í uppbótatíma. Eftir leik þurfti liðið að sjálfsögðu að fara í fimm tíma ferðalag heim til Akureyrar. Þetta var eitt af mörgum rútuferðalögum liðsins á næstunni og því er mikilvægt að huga að endurheimt þegar stutt er bæði á milli leikja og langra rútuferða. Þór/KA hugsuðu út fyrir boxið þegar þær ákváðu að prófa hlut sem ætti að hjálpa endurheimtunni. Þær stoppuðu á miðri leið og kældu niður þreytta fætur út í á eða læk í Norðurárdalnum. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, var ekki alveg með á hreinu hvar þetta var en það skipti ekki öllu máli. „Ég þori ekki alveg að fara með það hvar þetta var en við keyrðum aðeins lengra en Borgarnes og fundum góðan stað,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Það er mikið álag á Þór/KA liðinu í þessari viku, þrír leikir og enginn þeirra norður á Akureyri eða í nærsveitum. „Þetta var nú bara gert af því að það er svo stutt á milli leikja núna og við eigum þrjá útileiki í röð. Það er því fullt af rútuferðum fram undan hjá okkur sem getur reynst erfitt. Við ákváðum því að prófa þetta og hvort að það myndi hjálpa okkur eitthvað. Við höfum ekki gert þetta áður,“ sagði Arna Sif en hvernig var hennar upplifun að þessu: „Þetta var mjög notalegt. Við stóðum þarna úti í einhverjar mínútur, svo bara þurrkuðu við okkur og fórum beint aftur upp í rútu. Maður verður alltaf aðeins hressari eftir kalda vatnið,“ sagði Arna Sif. Þór/KA stelpan Hulda Björg Hannesdóttir sést hér út í kaldri ánni en þetta er skjámynd úr myndbandi sem markvörðurinn Lauren Amie Allen setti inn á Instagram og Instagram síðan Þór/KA stelpnanna sýndi líka.Skjámynd/Instagram „Það er mjög erfitt að fá þrjá leiki í vikunni og allt útileiki. Við erum alltaf að koma mjög seint heim, við erum því að fara seint að sofa og svo er bara vinna næsta dag. Þetta verður því pínu erfitt. Við þurfum því að huga vel að endurheimtinni og ætluðum að sjá hvað þetta myndi gera fyrir okkur. Vonandi verður maður bara ferskur,“ sagði Arna Sif. Þór/KA mætti eins og áður sagði Stjörnunni á útivelli í gær, spilar síðan við Breiðablik í Kópavogi á miðvikudaginn og loks er þetta leikur á móti ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudaginn kemur. „Þetta var bara stemmning. Svo týndum við bláber í leiðinni og borðuðum þau meðan við stóðum í vatninu. Það er fullt af andoxunarefnum í þeim og allt upp á tíu,“ sagði Arna Sif hress. Þór/KA sýndi karakter með því að halda áfram og ná að jafna metin á móti Stjörnunni í uppbótatíma. „Það hefði verið hundfúlt að tapa þessum leik og mér fannst við vera betri eiginlega allan leikinn. Við áttum að skora einhver mörk. Það var mjög sætt að ná að skora undir lokin og sýna karakter. Við eigum samt að mínu mati að stjórn og vinna þessa leiki,“ sagði Arna Sif.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira