David Silva fær styttu af sér fyrir utan heimavöll Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 16:30 David Silva og Joe Hart fagna hér saman fyrsta Englandsmeistaratitli Manchester City í núverandi sigurgöngu en þetta var árið 2012. Getty/Alex Livesey David Silva kvaddi Manchester City um helgina en félagið ætlar að passa það að gestir á heimaleiki félagsins gleymi honum ekki. Manchester City hefur gefið út plön sín að reisa styttu af spænska knattspyrnumanninum David Silva fyrir utan heimavöll Manchester City, Ethiad leikvanginn. David Silva lék sinn síðasta leik með Manchester City um helgina þegar liðið datt út á móti Lyon í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Silva kom inn á sem varamaður á 84. mínútu leiksins og lék síðustu mínúturnar. Að baki eru tíu mögnuð og sigursæl ár hjá félaginu. Man City have announced plans for a David Silva statue at Etihad Stadium. https://t.co/6jgA3F8LWT #MCFC pic.twitter.com/pTlXToKKPK— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2020 David Silva kom til Manchester City frá Valencia árið 2010 en hinn 34 ára gamli miðjumaður lék alls 436 leiki fyrir félagið og vann samtals fjórtán titla. „David var hljóðlátur leiðtogi sem veitti öllum mönnum í kringum sig innblástur. Styttan af David mun minna okkur um allar þær stundirnar sem hann gaf okkur, ekki aðeins sem stórkostlegur fótboltamaður heldur einnig sem frábær sendiherra félagsins sem kom alltaf fram af miklum virðuleika,“ sagði Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City. Styttan verður afhjúpuð á næsta ári en á sama tíma verður reist samskonar stytta af Vincent Kompany, fyrrum fyrirliða Manchester City sem hætti hjá félaginu síðasta sumar. Saman tóku þeir David Silva og Vincent Kompany þátt í Englandsmeistaratitlum Manchester City 2012, 2014, 2018 og 2019. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri Meistardeildarleiki fyrir Manchester City en einmitt David Silva (70) og þá varð hann tvisvar bikarmeistari og fimm sinnum deildabikarmeistari með Manchester City. Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
David Silva kvaddi Manchester City um helgina en félagið ætlar að passa það að gestir á heimaleiki félagsins gleymi honum ekki. Manchester City hefur gefið út plön sín að reisa styttu af spænska knattspyrnumanninum David Silva fyrir utan heimavöll Manchester City, Ethiad leikvanginn. David Silva lék sinn síðasta leik með Manchester City um helgina þegar liðið datt út á móti Lyon í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Silva kom inn á sem varamaður á 84. mínútu leiksins og lék síðustu mínúturnar. Að baki eru tíu mögnuð og sigursæl ár hjá félaginu. Man City have announced plans for a David Silva statue at Etihad Stadium. https://t.co/6jgA3F8LWT #MCFC pic.twitter.com/pTlXToKKPK— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2020 David Silva kom til Manchester City frá Valencia árið 2010 en hinn 34 ára gamli miðjumaður lék alls 436 leiki fyrir félagið og vann samtals fjórtán titla. „David var hljóðlátur leiðtogi sem veitti öllum mönnum í kringum sig innblástur. Styttan af David mun minna okkur um allar þær stundirnar sem hann gaf okkur, ekki aðeins sem stórkostlegur fótboltamaður heldur einnig sem frábær sendiherra félagsins sem kom alltaf fram af miklum virðuleika,“ sagði Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformaður Manchester City. Styttan verður afhjúpuð á næsta ári en á sama tíma verður reist samskonar stytta af Vincent Kompany, fyrrum fyrirliða Manchester City sem hætti hjá félaginu síðasta sumar. Saman tóku þeir David Silva og Vincent Kompany þátt í Englandsmeistaratitlum Manchester City 2012, 2014, 2018 og 2019. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri Meistardeildarleiki fyrir Manchester City en einmitt David Silva (70) og þá varð hann tvisvar bikarmeistari og fimm sinnum deildabikarmeistari með Manchester City.
Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira