Aron íhugaði að hætta í fótbolta en komst á beinu brautina með hjálp sálfræðinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2020 23:30 Aron lék aðeins 30 leiki með Werder Bremen á fjórum árum. vísir/getty Aron Jóhannsson, leikmaður Hammarby, íhugaði að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla í fyrra. En með hjálp sálfræðinga komst hann aftur á beinu brautina. Aron var á mála hjá Werder Bremen í fjögur ár en lék sáralítið með þýska liðinu vegna meiðsla. Í viðtali við Fotbollskanalen segir Aron að sér hafi liðið illa á þessum tíma og hafi gert mistök með því að leita sér ekki hjálpar fyrr en hann gerði. „Við vorum með sálfræðinga í Bremen og þegar þeir spurðu mig hvernig ég hefði það sagðist ég hafa það gott og vildi ekki tala um þetta. Ég vildi ekki sýna veikleikamerki þegar ég þurfti bara hjálp. Það var rangt viðhorf,“ sagði Aron.Aldrei of seint að biðja um hjálpAron átti góð ár hjá AZ Alkmaar í Hollandi.vísir/getty„Með tímanum hef ég lært að það er aldrei of seint að biðja um hjálp. Í hvert skipti sem ég meiddist á ökkla leitaði ég til sjúkraþjálfara. En þegar mér leið illa leitaði ég mér ekki hjálp heldur byrgði allt inni. Á endanum var það of mikið. En sem betur fer á ég góða og sterka kærustu sem sagði mér að tala við einhvern.“ Hann segist hafa leitað til sálfræðinga, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, eftir að hann gekk í raðir Hammarby síðasta sumar. Og hann segir að það hafi gert sér gott. „Ég hugsaði um að hætta bæði fyrir og eftir að ég kom til Hammarby. Þetta gekk vel til að byrja með en svo fann ég aftur fyrir sársauka í ökklanum og hugsaði hvort þetta væri ekki komið gott. Þetta var erfitt bæði andlega og líkamlega en ég byrjaði að tala við fólk og það hjálpaði mér mikið,“ sagði Aron.Ekki hægt að setja plástur á þettaAron í leik með Bandaríkjunum gegn Gana á HM 2014.vísir/gettyHann segist enn þurfa að vinna í andlegri heilsu þótt honum líði betur í dag. „Það er ekki hægt að setja plástur á þetta og svo er þetta farið að eilífu. Þetta er ekki jafn stórt vandamál og þetta var en það er samt gott fyrir mig að tala um þetta og ég geri það enn,“ sagði Aron.Viðtalið við Aron má lesa í heild sinni með því að smella hér. Sænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Aron Jóhannsson, leikmaður Hammarby, íhugaði að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla í fyrra. En með hjálp sálfræðinga komst hann aftur á beinu brautina. Aron var á mála hjá Werder Bremen í fjögur ár en lék sáralítið með þýska liðinu vegna meiðsla. Í viðtali við Fotbollskanalen segir Aron að sér hafi liðið illa á þessum tíma og hafi gert mistök með því að leita sér ekki hjálpar fyrr en hann gerði. „Við vorum með sálfræðinga í Bremen og þegar þeir spurðu mig hvernig ég hefði það sagðist ég hafa það gott og vildi ekki tala um þetta. Ég vildi ekki sýna veikleikamerki þegar ég þurfti bara hjálp. Það var rangt viðhorf,“ sagði Aron.Aldrei of seint að biðja um hjálpAron átti góð ár hjá AZ Alkmaar í Hollandi.vísir/getty„Með tímanum hef ég lært að það er aldrei of seint að biðja um hjálp. Í hvert skipti sem ég meiddist á ökkla leitaði ég til sjúkraþjálfara. En þegar mér leið illa leitaði ég mér ekki hjálp heldur byrgði allt inni. Á endanum var það of mikið. En sem betur fer á ég góða og sterka kærustu sem sagði mér að tala við einhvern.“ Hann segist hafa leitað til sálfræðinga, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, eftir að hann gekk í raðir Hammarby síðasta sumar. Og hann segir að það hafi gert sér gott. „Ég hugsaði um að hætta bæði fyrir og eftir að ég kom til Hammarby. Þetta gekk vel til að byrja með en svo fann ég aftur fyrir sársauka í ökklanum og hugsaði hvort þetta væri ekki komið gott. Þetta var erfitt bæði andlega og líkamlega en ég byrjaði að tala við fólk og það hjálpaði mér mikið,“ sagði Aron.Ekki hægt að setja plástur á þettaAron í leik með Bandaríkjunum gegn Gana á HM 2014.vísir/gettyHann segist enn þurfa að vinna í andlegri heilsu þótt honum líði betur í dag. „Það er ekki hægt að setja plástur á þetta og svo er þetta farið að eilífu. Þetta er ekki jafn stórt vandamál og þetta var en það er samt gott fyrir mig að tala um þetta og ég geri það enn,“ sagði Aron.Viðtalið við Aron má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Sænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti