Gunnar Steinn Jónsson hefur framlengt samning sinn við Ribe-Esbjerg í Danmörku um eitt ár og gildir samningurinn nú til sumarsins 2021.
Gunnar Steinn gekk í raðir danska liðsins fyrir núverandi leiktíð en Ribe-Esbjerg situr í sjötta sæti deildarinnar.
Fyrr á ferlinum hefur Gunnar Steinn spilað í Svíðþjóð með HK Drott og Kristianstad en eining hefur hann spilað með Gummersbach og Nantes.
Det er dejligt i Danmark
— Gunnar Steinn (@SteinnJonsson) February 8, 2020
Next season I will continue in blue with Ribe Esbjerg HH Feels great #allezlesbleuspic.twitter.com/wbmUCbaUS7
„Ég er mjög glaður að vera áfram hluti af þessu spennandi verkefni sem er hér í gangi. Fyrir utan líður fjölskyldunni og mér sjálfum vel hérna svo þetta var létt ákvörðun,“ sagði Gunnar Steinn við heimasíðu félagsins.
Gunnar Steinn er ekki eini Íslendingurinn í Ribe-Esbjerg því Rúnar Kárason og Daníel Þór Ingason leika einnig með liðinu.