Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 15:30 Sjana Rut segir að kvíðinn hafi mótað sig á bæði jákvæðan og neikvæðan hátt. Aðsend mynd „Ég hef alltaf haft sérstaka ástríðu fyrir tónlist, eiginlega alveg frá því að ég man eftir mér,“ segir söngkonan Sjana Rut sem gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. Platan nefnist Gull & Grjót en Sjana Rut ætlar að fylgja plötunni eftir með útgáfutónleikum í Salnum í Kópavogi. „Mamma hefur oft haft orð á því að hún vissi alltaf að ég yrði eitthvað í tónlistinni. Þegar hún gekk með mig þar sem ég dansaði í maganum á henni þegar tónlist var spiluð í kring, ég var syngjandi og dansandi eiginlega um leið og ég gat labbað og talað. Það mætti segja að ég hafi komið syngjandi inn í þennan heim.“ Sjana Rut byrjaði mjög snemma að semja og yrkja ljóð og skrifa sögur og það leið ekki á löngu þar til að það þróaðist út í laga- og textasmíði. „Ég samdi alveg örugglega fullt af lögum þegar ég var pínulítil, frá sex til ellefu ára með bróður mínum en fyrsta alvöru lagið samdi ég ein í kringum 13 til14 ára gömul og fjallaði það um einelti sem ég varð fyrir alla mína skólagöngu. Ég var rosalega hlédræg og feimin sem barn og glímdi við mikinn sviðsskrekk og kvíða, ég tók samt þátt í ýmsum hæfileika- og söngkeppnum en fékk aldrei að komast að. Fyrsta skiptið sem ég fékk tækifæri á „stóru“ sviði var þegar ég vann Söngkeppni Tækniskólans árið 2015 með frumsömdu lagi sem ég samdi ásamt bróður mínum Alexi Má sem heitir Bláið. Ég vann síðan Söngkeppni Tækniskólans árið 2016, annað árið í röð og keppti fyrir hönd Tækniskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna bæði árin.“ Sjana málaði sjálf plötuumslagið sittAðsendar myndir Hent í djúpu laugina Hún tók þátt í The Voice Ísland árið 2017 og einnig Músíktilraunum sama ár. „The Voice var yndisleg reynsla enda var það The Voice sem kom mér almennilega á kortið. Ég myndi segja að allt í allt hafi þetta haft jákvæð áhrif á mig en það var samt alveg einhver spenningur hjá manni þar sem þetta var glænýtt og öðruvísi umhverfi, allt öðruvísi en allt hitt sem ég hafði tekið þátt í á undan og var manni hent svolítið út í djúpu laugina. En það voru þó nokkur kunnugleg andlit sem ég þekkti frá öðrum keppnum og verkefnum sem ég hafði tekið þátt í, þannig það var ekki eins stressandi.“ Kvíði hefur mótað líf Sjönu Rutar og bæði hjálpað henni og einnig eyðilagt fyrir henni líka. „Ég hefði sennilega aldrei byrjað að semja tónlist og mála og gera það sem ég er að gera í dag ef ég hefði ekki glímt við kvíða. Þegar ég átti við mikið svefnleysi að stríða út af kvíðaköstum á nóttunni, þá fór ég að semja en það gekk ekki upp lengi þar sem ég var að gera bæði nágrannana og alla sem bjuggu heima gráhærða á gólinu í mér á nóttunni, svo ég fór að mála í staðinn og samdi frekar lög á daginn. Ég hef alltaf reynt að nýta kvíðann minn sem spark í rassinn til að halda áfram og gera eitthvað uppbyggilegt og skapandi en það hefur samt komið fyrir að kvíðinn hefur haft yfirhöndina. Ég tjái mig einmitt um það í einu lagi af plötunni Ég horfi fram á við: „Brothætt, hræðslan yfirtók allt ég gat ekki talað kvíðinn hafði yfirhöndina. Eins mikið og ég þráði að geta sagt allt sem mér lá þungt á brjósti gat ég það ekki.“ Alæta á tónlist Sjana Rut fær innblástur fyrir listina úr öllum áttum, yfirleitt frá sinni persónulegu reynslu. „Eða frá fólkinu í kringum mig. Öll lögin á plötunni eru tileinkuð einhverjum og er saga og boðskapur á bakvið hvert lag. Mig hefur lengi langað til þess að gefa út íslenska plötu enda er megnið af lögunum búið að sitja lengi í geymslu hjá mér. Ég var löngu búin að ákveða það að þegar ég gæfi út mína fyrstu íslensku plötu að þá skyldi hún heita Gull & Grjót, stuttu eftir að ég samdi titillag plötunnar. Ég fékk allt í einu þá hugmynd þegar ég var komin um það bil mánuði á leið á meðgöngunni að ég ætlaði að gefa út plötu. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki gefið út þessa plötu fyrr er af því að ég hélt að ég gæti ekki gert þetta ein, ég var svo vön að vinna með bróður mínum að ég efaðist um að ég gæti þetta allt sjálf. En ég lét til skara skríða og ákvað að prófa að vinna ein að þessu. Fyrsta lagið sem ég tók upp, hljóðblandaði og pródúseraði alveg sjálf var I cry sem kom út snemma 2019 svo fylgdu tvö íslensk lög á eftir í kjölfarið sem eru nú á plötunni, Hjartsláttur sem er tileinkað litla prinsinum mínum og lagið Ég horfi fram á við. Ég tók upp, spilaði og söng og vann alla plötuna sjálf frá A tilÖ fyrir utan tvö lög af plötunni sem ég sendi inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins árin 2017 og 2020 en bróðir minn aðstoðaði mig við útsetningu laganna. En ég samdi öll lög og texta sjálf á plötunni og málaði einnig plötuumslagið.“ Hún segir að tónlistarstíllinn sé fjölbreyttur enda sé hún sjálf alæta á tónlist. „Ég sem eftir skapi og tilfinningu og geri það sama þegar ég mála. Ég gerði mikið af rafrænni nýbylgju tónlist þegar ég starfaði með bróður mínum Alexi sem kallar sig ‘NumerusX’ en er nú að taka öðruvísi stefnu og á það kannski eftir að koma fólki svolítið á óvart. Ég og bróðir minn höfum alltaf verið mjög náin og náð sérstakri tengingu í gegnum tónlist, við erum mjög ólík bæði sem einstaklingar og í tónlistinni en þegar við gerum tónlist saman og blöndum saman stílunum okkar hefur alltaf skapast eitthvað einstakt. Við byrjuðum að spila okkar eigin lög opinberlega 2014 en byrjuðum ekki að gefa út okkar eigið efni fyrir en 2016. Þá var það bróðir minn sem sá um að taka upp og pródúsera lögin.“ Sjana Rut segir að þættirnir The Voice Ísland hafi hjálpað henni að komast á kortið.Mynd/Snorri Christophersson Margir ættu að tengja Gull & Grjót hefur mjög persónulega merkingu fyrir Sjönu Rut og fjallar um að allir hafi sína breyskleika og líka fallegar gullnar hliðar. „Ég fékk hugmyndina út frá sögu sem pabbi sagði mér um langömmu mína. Langafi sagði að hún væri bæði gull og grjót og þú vissir aldrei hvora hliðina þú hittir á. Þessi plata er mjög fjölbreytt og erfitt að lýsa henni. En hún er þjóðlaga skotin og fær mann bæði til að gráta, brosa og dansa. Það er meðal annars minningarlag á plötunni tileinkað Höllu ömmu minni, sem ég samdi stuttu eftir að hún lést janúar 2018. Hún var stórglæsileg kona sem vissi alveg hvað hún söng og var mikill klettur í mínu lífi. Við töluðum saman nánast því á hverjum einasta degi. Það mætti segja að hún á stóran hluti í því hvernig ég er í dag. Hún kveikti í áhuga mínum fyrir íslenskunni. Hún kom í heimsókn oft nokkrum sinnum í viku til að aðstoða mig með íslenskuna þegar ég var í grunnskóla og sá til þess að ég væri með háar einkunnir i því fagi. Ég hringdi líka oft í hana svo hún gæti yfirfarið íslensku söngtextana mína.“ Platan kemur út 20. febrúar næstkomandi og það verða útgáfutónleikar í kjölfar plötunnar sem verða 28. febrúar í Salnum í Kópavogi „Það verða flottir tónlistarmenn sem deila sviðinu með mér. Pálmi Sigurhjartarson og fleiri meðlimir Sniglabandsins spila undir ásamt því að Kid Isak, Aaron Ísak, besti vinur minn er gestasöngvari. Ég held að margir ættu að geta tengt sig við lögin á plötunni þar sem hún er um svo margt sem við öll göngum í gegnum á lífsleiðinni. Ef fólk vill heyra meira um sögurnar á bakvið lögin á plötunni og hefur gaman að lifandi tónlist þá hvet ég fólk til að tryggja sér miða á Tix á tónleikana.“ Þetta eru allt mjög persónuleg lög, meðal annars um missi, ástina, nýtt líf, innri baráttu og sjálfstæði. „Það er erfitt fyrir mig að gera upp á milli laganna á plötunni þar sem þau eru öll svo persónuleg og liggur saga á bakvið hvert lag en ef ég ætti að velja myndi ég segja að eitt af uppáhalds lögunum mínum sé Sefur þú vært sem er minningarlagið á plötunni. Ég verð alltaf klökk þegar ég hlusta á það eða syng og hugsa oft ekki bara til ömmu heldur allra þeirra sem ég hef misst.“ Tónlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég hef alltaf haft sérstaka ástríðu fyrir tónlist, eiginlega alveg frá því að ég man eftir mér,“ segir söngkonan Sjana Rut sem gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. Platan nefnist Gull & Grjót en Sjana Rut ætlar að fylgja plötunni eftir með útgáfutónleikum í Salnum í Kópavogi. „Mamma hefur oft haft orð á því að hún vissi alltaf að ég yrði eitthvað í tónlistinni. Þegar hún gekk með mig þar sem ég dansaði í maganum á henni þegar tónlist var spiluð í kring, ég var syngjandi og dansandi eiginlega um leið og ég gat labbað og talað. Það mætti segja að ég hafi komið syngjandi inn í þennan heim.“ Sjana Rut byrjaði mjög snemma að semja og yrkja ljóð og skrifa sögur og það leið ekki á löngu þar til að það þróaðist út í laga- og textasmíði. „Ég samdi alveg örugglega fullt af lögum þegar ég var pínulítil, frá sex til ellefu ára með bróður mínum en fyrsta alvöru lagið samdi ég ein í kringum 13 til14 ára gömul og fjallaði það um einelti sem ég varð fyrir alla mína skólagöngu. Ég var rosalega hlédræg og feimin sem barn og glímdi við mikinn sviðsskrekk og kvíða, ég tók samt þátt í ýmsum hæfileika- og söngkeppnum en fékk aldrei að komast að. Fyrsta skiptið sem ég fékk tækifæri á „stóru“ sviði var þegar ég vann Söngkeppni Tækniskólans árið 2015 með frumsömdu lagi sem ég samdi ásamt bróður mínum Alexi Má sem heitir Bláið. Ég vann síðan Söngkeppni Tækniskólans árið 2016, annað árið í röð og keppti fyrir hönd Tækniskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna bæði árin.“ Sjana málaði sjálf plötuumslagið sittAðsendar myndir Hent í djúpu laugina Hún tók þátt í The Voice Ísland árið 2017 og einnig Músíktilraunum sama ár. „The Voice var yndisleg reynsla enda var það The Voice sem kom mér almennilega á kortið. Ég myndi segja að allt í allt hafi þetta haft jákvæð áhrif á mig en það var samt alveg einhver spenningur hjá manni þar sem þetta var glænýtt og öðruvísi umhverfi, allt öðruvísi en allt hitt sem ég hafði tekið þátt í á undan og var manni hent svolítið út í djúpu laugina. En það voru þó nokkur kunnugleg andlit sem ég þekkti frá öðrum keppnum og verkefnum sem ég hafði tekið þátt í, þannig það var ekki eins stressandi.“ Kvíði hefur mótað líf Sjönu Rutar og bæði hjálpað henni og einnig eyðilagt fyrir henni líka. „Ég hefði sennilega aldrei byrjað að semja tónlist og mála og gera það sem ég er að gera í dag ef ég hefði ekki glímt við kvíða. Þegar ég átti við mikið svefnleysi að stríða út af kvíðaköstum á nóttunni, þá fór ég að semja en það gekk ekki upp lengi þar sem ég var að gera bæði nágrannana og alla sem bjuggu heima gráhærða á gólinu í mér á nóttunni, svo ég fór að mála í staðinn og samdi frekar lög á daginn. Ég hef alltaf reynt að nýta kvíðann minn sem spark í rassinn til að halda áfram og gera eitthvað uppbyggilegt og skapandi en það hefur samt komið fyrir að kvíðinn hefur haft yfirhöndina. Ég tjái mig einmitt um það í einu lagi af plötunni Ég horfi fram á við: „Brothætt, hræðslan yfirtók allt ég gat ekki talað kvíðinn hafði yfirhöndina. Eins mikið og ég þráði að geta sagt allt sem mér lá þungt á brjósti gat ég það ekki.“ Alæta á tónlist Sjana Rut fær innblástur fyrir listina úr öllum áttum, yfirleitt frá sinni persónulegu reynslu. „Eða frá fólkinu í kringum mig. Öll lögin á plötunni eru tileinkuð einhverjum og er saga og boðskapur á bakvið hvert lag. Mig hefur lengi langað til þess að gefa út íslenska plötu enda er megnið af lögunum búið að sitja lengi í geymslu hjá mér. Ég var löngu búin að ákveða það að þegar ég gæfi út mína fyrstu íslensku plötu að þá skyldi hún heita Gull & Grjót, stuttu eftir að ég samdi titillag plötunnar. Ég fékk allt í einu þá hugmynd þegar ég var komin um það bil mánuði á leið á meðgöngunni að ég ætlaði að gefa út plötu. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki gefið út þessa plötu fyrr er af því að ég hélt að ég gæti ekki gert þetta ein, ég var svo vön að vinna með bróður mínum að ég efaðist um að ég gæti þetta allt sjálf. En ég lét til skara skríða og ákvað að prófa að vinna ein að þessu. Fyrsta lagið sem ég tók upp, hljóðblandaði og pródúseraði alveg sjálf var I cry sem kom út snemma 2019 svo fylgdu tvö íslensk lög á eftir í kjölfarið sem eru nú á plötunni, Hjartsláttur sem er tileinkað litla prinsinum mínum og lagið Ég horfi fram á við. Ég tók upp, spilaði og söng og vann alla plötuna sjálf frá A tilÖ fyrir utan tvö lög af plötunni sem ég sendi inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins árin 2017 og 2020 en bróðir minn aðstoðaði mig við útsetningu laganna. En ég samdi öll lög og texta sjálf á plötunni og málaði einnig plötuumslagið.“ Hún segir að tónlistarstíllinn sé fjölbreyttur enda sé hún sjálf alæta á tónlist. „Ég sem eftir skapi og tilfinningu og geri það sama þegar ég mála. Ég gerði mikið af rafrænni nýbylgju tónlist þegar ég starfaði með bróður mínum Alexi sem kallar sig ‘NumerusX’ en er nú að taka öðruvísi stefnu og á það kannski eftir að koma fólki svolítið á óvart. Ég og bróðir minn höfum alltaf verið mjög náin og náð sérstakri tengingu í gegnum tónlist, við erum mjög ólík bæði sem einstaklingar og í tónlistinni en þegar við gerum tónlist saman og blöndum saman stílunum okkar hefur alltaf skapast eitthvað einstakt. Við byrjuðum að spila okkar eigin lög opinberlega 2014 en byrjuðum ekki að gefa út okkar eigið efni fyrir en 2016. Þá var það bróðir minn sem sá um að taka upp og pródúsera lögin.“ Sjana Rut segir að þættirnir The Voice Ísland hafi hjálpað henni að komast á kortið.Mynd/Snorri Christophersson Margir ættu að tengja Gull & Grjót hefur mjög persónulega merkingu fyrir Sjönu Rut og fjallar um að allir hafi sína breyskleika og líka fallegar gullnar hliðar. „Ég fékk hugmyndina út frá sögu sem pabbi sagði mér um langömmu mína. Langafi sagði að hún væri bæði gull og grjót og þú vissir aldrei hvora hliðina þú hittir á. Þessi plata er mjög fjölbreytt og erfitt að lýsa henni. En hún er þjóðlaga skotin og fær mann bæði til að gráta, brosa og dansa. Það er meðal annars minningarlag á plötunni tileinkað Höllu ömmu minni, sem ég samdi stuttu eftir að hún lést janúar 2018. Hún var stórglæsileg kona sem vissi alveg hvað hún söng og var mikill klettur í mínu lífi. Við töluðum saman nánast því á hverjum einasta degi. Það mætti segja að hún á stóran hluti í því hvernig ég er í dag. Hún kveikti í áhuga mínum fyrir íslenskunni. Hún kom í heimsókn oft nokkrum sinnum í viku til að aðstoða mig með íslenskuna þegar ég var í grunnskóla og sá til þess að ég væri með háar einkunnir i því fagi. Ég hringdi líka oft í hana svo hún gæti yfirfarið íslensku söngtextana mína.“ Platan kemur út 20. febrúar næstkomandi og það verða útgáfutónleikar í kjölfar plötunnar sem verða 28. febrúar í Salnum í Kópavogi „Það verða flottir tónlistarmenn sem deila sviðinu með mér. Pálmi Sigurhjartarson og fleiri meðlimir Sniglabandsins spila undir ásamt því að Kid Isak, Aaron Ísak, besti vinur minn er gestasöngvari. Ég held að margir ættu að geta tengt sig við lögin á plötunni þar sem hún er um svo margt sem við öll göngum í gegnum á lífsleiðinni. Ef fólk vill heyra meira um sögurnar á bakvið lögin á plötunni og hefur gaman að lifandi tónlist þá hvet ég fólk til að tryggja sér miða á Tix á tónleikana.“ Þetta eru allt mjög persónuleg lög, meðal annars um missi, ástina, nýtt líf, innri baráttu og sjálfstæði. „Það er erfitt fyrir mig að gera upp á milli laganna á plötunni þar sem þau eru öll svo persónuleg og liggur saga á bakvið hvert lag en ef ég ætti að velja myndi ég segja að eitt af uppáhalds lögunum mínum sé Sefur þú vært sem er minningarlagið á plötunni. Ég verð alltaf klökk þegar ég hlusta á það eða syng og hugsa oft ekki bara til ömmu heldur allra þeirra sem ég hef misst.“
Tónlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira