Viaplay hirðir enska boltann af TV2 Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 10:45 Pep Guardiola og Jürgen Klopp munu kljást á Viaplay næstu árin. GETTY/ANDREW POWELL Norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT), sem gerir út streymisveituna Viaplay, hefur öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028. Frá þessu greina norrænir miðlar í morgun, til að mynda vefur TV 2 sem sýnt hefur frá enska boltanum í Noregi um árabil. NENT er nú þegar með sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi til ársins 2022. Þar að auki hefur Viaplay boðið upp á útsendingar frá þýsku bundesligunni, frönsku Ligue 1 og Meistaradeild Evrópu. Þá munu Danir fylgjast með Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar í gegnum streymisveituna. Í samtali við VG segir Olav T. Sandnes, forstjóri TV 2 í Noregi, að tilboð Viaplay í sýningaréttinn hafi einfaldlega verið of hátt. Reikningsdæmið hjá TV 2 hafi ekki gengið upp og því fór sem fór. „Við höfum vitaskuld rétt á því að vera vonsvikin í dag. Við höfum þó alltaf vitað að sýningarrétturinn er aðeins til leigu, ekki eignar. Ég trúi því að enska úrvalsdeildin komi aftur til TV2 einn góðan veðurdag,“ segir Sandnes. Haft er eftir Anders Jensen, forseta og framkvæmdastjóra NENT, í tilkynningu sem send var út vegna tíðindanna að enska úrvalsdeildin hafi verið einn af hornsteinum íþróttatengdrar afþreyingar hjá Viaplay. Nýi sýningarrétturinn í Noregi renni styrkari stoðum undir frekari framþróun á „þessu frábæra íþróttaefni“ að sögn Jensen. Líklegt til að leika sama leikinn hér Viaplay boðaði síðastliðið haust að Íslendingar gætu gerst áskrifendur að norrænu streymisveitunni á fyrri hluta þessa árs. Íslendingar munu þó ekki geta fylgst með leikjum úr enska boltanum eða Meistaradeildinni á Viaplay meðan íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa sýningarréttinn, Síminn að ensku úrvalsdeildinni en Sýn að Meistaradeild Evrópu. Fastlega er hins vegar gert ráð fyrir að Viaplay muni bjóða í sýningarréttinn að báðum deildum á Íslandi þegar fyrirliggjandi samningar renna út. Sýningarréttur Símans rennur út árið 2022 en Sýnar rennur út við lok tímabilsins 2021. Danmörk Enski boltinn Finnland Fjölmiðlar Meistaradeild Evrópu Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Viaplay getur ekki sýnt frá enska boltanum eða Meistaradeildinni Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. 11. september 2019 08:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT), sem gerir út streymisveituna Viaplay, hefur öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028. Frá þessu greina norrænir miðlar í morgun, til að mynda vefur TV 2 sem sýnt hefur frá enska boltanum í Noregi um árabil. NENT er nú þegar með sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi til ársins 2022. Þar að auki hefur Viaplay boðið upp á útsendingar frá þýsku bundesligunni, frönsku Ligue 1 og Meistaradeild Evrópu. Þá munu Danir fylgjast með Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar í gegnum streymisveituna. Í samtali við VG segir Olav T. Sandnes, forstjóri TV 2 í Noregi, að tilboð Viaplay í sýningaréttinn hafi einfaldlega verið of hátt. Reikningsdæmið hjá TV 2 hafi ekki gengið upp og því fór sem fór. „Við höfum vitaskuld rétt á því að vera vonsvikin í dag. Við höfum þó alltaf vitað að sýningarrétturinn er aðeins til leigu, ekki eignar. Ég trúi því að enska úrvalsdeildin komi aftur til TV2 einn góðan veðurdag,“ segir Sandnes. Haft er eftir Anders Jensen, forseta og framkvæmdastjóra NENT, í tilkynningu sem send var út vegna tíðindanna að enska úrvalsdeildin hafi verið einn af hornsteinum íþróttatengdrar afþreyingar hjá Viaplay. Nýi sýningarrétturinn í Noregi renni styrkari stoðum undir frekari framþróun á „þessu frábæra íþróttaefni“ að sögn Jensen. Líklegt til að leika sama leikinn hér Viaplay boðaði síðastliðið haust að Íslendingar gætu gerst áskrifendur að norrænu streymisveitunni á fyrri hluta þessa árs. Íslendingar munu þó ekki geta fylgst með leikjum úr enska boltanum eða Meistaradeildinni á Viaplay meðan íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa sýningarréttinn, Síminn að ensku úrvalsdeildinni en Sýn að Meistaradeild Evrópu. Fastlega er hins vegar gert ráð fyrir að Viaplay muni bjóða í sýningarréttinn að báðum deildum á Íslandi þegar fyrirliggjandi samningar renna út. Sýningarréttur Símans rennur út árið 2022 en Sýnar rennur út við lok tímabilsins 2021.
Danmörk Enski boltinn Finnland Fjölmiðlar Meistaradeild Evrópu Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Viaplay getur ekki sýnt frá enska boltanum eða Meistaradeildinni Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. 11. september 2019 08:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viaplay getur ekki sýnt frá enska boltanum eða Meistaradeildinni Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. 11. september 2019 08:00