Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 15:15 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Vísir/vilhelm Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með skipin Geysi og Sögu frá Namibíu.Björgólfur Jóhannsson, settur forstjóri Samherja, segir að fyrirtækið hafi ákveðið að fara með skipin úr landi því skipin séu kvótalaus. Hann segir að fyrirtækið hafi staðið vel að ákvörðuninni og fengið tilskilin leyfi til að fara með skipin. Áhöfn Geysis er nú við veiðar við Máritaníu en Saga er í slipp. Björgólfur segir að undanfarna mánuði hafi Samherji verið að vinna að því að hætta starfsemi í Namibíu og koma eignunum í annarra hendur. „Við höfum náttúrulega verið að vinna að lausn á eignum í Namibíu, þessum skipum og höfum verið að vinna að því að koma þeim í leigu eða sölu og það er mikilvægt að skipin séu í „action“ þegar slík vinna er í gangi. Þar sem tækifæri gafst í Máritaníu þá ákváðum við að fara þangað og það er að hluta til áhöfn frá Namibíu á skipinu og verður þar við veiðar í Máritaníu en skipið hefði bara legið í Namibíu verkefnalaust ef við hefðum ekki farið í þetta verkefni.“Ríkisútvarpið hefur greint frá því að sjómenn á Sögu hafi áhyggjur af stöðu sinni í ljósi þess að skipið sé farið. Er vitað hvaða þýðingu þetta hefur fyrir þá?„Það er náttúrulega ljóst að sjómenn sem hafa verið á þessum skipum eru í ákveðinni upplausn. Það er ljóst að skipverjar til dæmis á Heinaste eru ekki við vinnu þar sem skipið hefur verið stoppað af í Namibíu. Sjómenn á hinum skipunum hefðu svo sem ekkert haft neina vinnu frekar þar sem ekki var kvóti á skipunum,“ segir Björgólfur. Togarar við strönd Namibíu. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar.Vísir/getty Á næstunni muni skýrast hvaða ákvörðun verður tekin. „Hvað við gerum við þessar áhafnir, hvort við þurfum að fara í uppsagnir eða hvort við þurfum að fara einhverjar aðrar leiðir. Það er alveg ljóst að allt þetta sem hefur verið að gerast er að hafa mikil áhrif á þessa starfsmenn okkar. Við þurfum auðvitað að bregðast við því ef við höfum ekki kvóta til að vinna á skipunum þá er það sjálfgefið að menn missa vinnuna.“ Í morgun var haldinn fundur með skipverjunum og verkalýðshreyfingunni þar sem reynt var að útskýra stöðuna sem komin er upp. „Þeir hafa kannski ekki áttað sig á því að skipin voru ekki að fá möguleika á að kaupa veiðiheimildir þannig að við vorum svona að skýra bara stöðuna fyrir þeim og hvað gæti verið framundan. Það er vissulega töluvert mikil óvissa hjá þeim, sem er auðvitað aldrei gott. Það jákvæða í þessu þó er að þetta eru allavega stöður sem þeir horfa töluvert mikið til og hefur verið greitt vel fyrir á namibískan mælikvarða. Þannig að þetta er svolítið högg fyrir alla og við verðum að reyna að vinna eins vel úr þessu og mögulegt er fyrir þessa starfsmenn.“ Namibískir miðlar hafa eftir Paulus Noa, yfirmanni spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, að lögreglan hefði ráðlagt stjórnvöldum í Namibíu að leyfa ekki fleiri skipum sem gætu tengst Samherjaskjölunum að yfirgefa landið nema að lögreglan yrði látin vita fyrst. Inntur eftir viðbrögðum við orðum Noa segir Björgólfur að Noa hafi verið fremur óljós í sínum málflutningi. „Ég veit ekki hvað hann var að velta fyrir sér með skipin sem slík, hvort hann ætlaði að fara að haldsetja þau fyrir einhver atriði í sínum málarekstri, en mér fannst það allavega nokkuð óljóst sem hann var að velta fyrir sér. Hvort hann vildi haldsetja eignir eða hvað en skipin sigldu út úr Namibíu með öllum leyfum sem til þarf og það er auðvitað okkar markmið að vinna að lausn þessara mála í samvinnu við yfirvöld og í samræmi við öll lög sem þar gilda þannig að það kom mér aðeins á óvart hvernig hann orðaði þetta í gær en það skýrist vonandi,“ segir Björgólfur. Hann bindur vonir við að skipstjóri Heinaste fái vegabréfið sitt á morgun. „Það er náttúrulega bara verk að vinna og ljóst að það er svolítil óvissa ennþá í málunum. Við erum auðvitað með skipstjóra þarna niður frá sem hefur ekki fengið vegabréfið sitt en vonandi fær hann það á morgun. Síðan er þá spurningin hvað gerist með skipið Heinaste. Þetta er bara eins og ég segi, nokkuð sem við þurfum að vinna úr og getum ekki gert það í gegnum fjölmiðla. Við verðum að vinna okkar heimavinnu og vera í sambandi við heimamenn um lausn mála því þetta skiptir náttúrulega töluvert miklu máli fyrir samfélagið í Namibíu að það séu veiðar og að fólk hafi vinnu.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. 4. febrúar 2020 12:30 Annar Samherjatogari sagður hafa yfirgefið Namibíu Geysir, einn af togurum Samherja sem veitt hefur við strendur Namibíu, er sagður hafa yfirgefið Namibíu, án þess að áhöfn skipsins hafi fengið skýringar. 3. febrúar 2020 11:30 Vilja ekki að Samherjaskip yfirgefi Namibíu án þess að lögregla viti af því Spillingarlögreglan í Namibíu ráðleggur stjórnvöldum þar í landi að tryggja það að fiskiskipum eða einstaklingum í Namibíu sem tengist Samherjamálinu á einhvern hátt verði ekki leyft að yfirgefa landið, án þess að lögregla verði fyrst látin vita. 3. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með skipin Geysi og Sögu frá Namibíu.Björgólfur Jóhannsson, settur forstjóri Samherja, segir að fyrirtækið hafi ákveðið að fara með skipin úr landi því skipin séu kvótalaus. Hann segir að fyrirtækið hafi staðið vel að ákvörðuninni og fengið tilskilin leyfi til að fara með skipin. Áhöfn Geysis er nú við veiðar við Máritaníu en Saga er í slipp. Björgólfur segir að undanfarna mánuði hafi Samherji verið að vinna að því að hætta starfsemi í Namibíu og koma eignunum í annarra hendur. „Við höfum náttúrulega verið að vinna að lausn á eignum í Namibíu, þessum skipum og höfum verið að vinna að því að koma þeim í leigu eða sölu og það er mikilvægt að skipin séu í „action“ þegar slík vinna er í gangi. Þar sem tækifæri gafst í Máritaníu þá ákváðum við að fara þangað og það er að hluta til áhöfn frá Namibíu á skipinu og verður þar við veiðar í Máritaníu en skipið hefði bara legið í Namibíu verkefnalaust ef við hefðum ekki farið í þetta verkefni.“Ríkisútvarpið hefur greint frá því að sjómenn á Sögu hafi áhyggjur af stöðu sinni í ljósi þess að skipið sé farið. Er vitað hvaða þýðingu þetta hefur fyrir þá?„Það er náttúrulega ljóst að sjómenn sem hafa verið á þessum skipum eru í ákveðinni upplausn. Það er ljóst að skipverjar til dæmis á Heinaste eru ekki við vinnu þar sem skipið hefur verið stoppað af í Namibíu. Sjómenn á hinum skipunum hefðu svo sem ekkert haft neina vinnu frekar þar sem ekki var kvóti á skipunum,“ segir Björgólfur. Togarar við strönd Namibíu. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar.Vísir/getty Á næstunni muni skýrast hvaða ákvörðun verður tekin. „Hvað við gerum við þessar áhafnir, hvort við þurfum að fara í uppsagnir eða hvort við þurfum að fara einhverjar aðrar leiðir. Það er alveg ljóst að allt þetta sem hefur verið að gerast er að hafa mikil áhrif á þessa starfsmenn okkar. Við þurfum auðvitað að bregðast við því ef við höfum ekki kvóta til að vinna á skipunum þá er það sjálfgefið að menn missa vinnuna.“ Í morgun var haldinn fundur með skipverjunum og verkalýðshreyfingunni þar sem reynt var að útskýra stöðuna sem komin er upp. „Þeir hafa kannski ekki áttað sig á því að skipin voru ekki að fá möguleika á að kaupa veiðiheimildir þannig að við vorum svona að skýra bara stöðuna fyrir þeim og hvað gæti verið framundan. Það er vissulega töluvert mikil óvissa hjá þeim, sem er auðvitað aldrei gott. Það jákvæða í þessu þó er að þetta eru allavega stöður sem þeir horfa töluvert mikið til og hefur verið greitt vel fyrir á namibískan mælikvarða. Þannig að þetta er svolítið högg fyrir alla og við verðum að reyna að vinna eins vel úr þessu og mögulegt er fyrir þessa starfsmenn.“ Namibískir miðlar hafa eftir Paulus Noa, yfirmanni spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, að lögreglan hefði ráðlagt stjórnvöldum í Namibíu að leyfa ekki fleiri skipum sem gætu tengst Samherjaskjölunum að yfirgefa landið nema að lögreglan yrði látin vita fyrst. Inntur eftir viðbrögðum við orðum Noa segir Björgólfur að Noa hafi verið fremur óljós í sínum málflutningi. „Ég veit ekki hvað hann var að velta fyrir sér með skipin sem slík, hvort hann ætlaði að fara að haldsetja þau fyrir einhver atriði í sínum málarekstri, en mér fannst það allavega nokkuð óljóst sem hann var að velta fyrir sér. Hvort hann vildi haldsetja eignir eða hvað en skipin sigldu út úr Namibíu með öllum leyfum sem til þarf og það er auðvitað okkar markmið að vinna að lausn þessara mála í samvinnu við yfirvöld og í samræmi við öll lög sem þar gilda þannig að það kom mér aðeins á óvart hvernig hann orðaði þetta í gær en það skýrist vonandi,“ segir Björgólfur. Hann bindur vonir við að skipstjóri Heinaste fái vegabréfið sitt á morgun. „Það er náttúrulega bara verk að vinna og ljóst að það er svolítil óvissa ennþá í málunum. Við erum auðvitað með skipstjóra þarna niður frá sem hefur ekki fengið vegabréfið sitt en vonandi fær hann það á morgun. Síðan er þá spurningin hvað gerist með skipið Heinaste. Þetta er bara eins og ég segi, nokkuð sem við þurfum að vinna úr og getum ekki gert það í gegnum fjölmiðla. Við verðum að vinna okkar heimavinnu og vera í sambandi við heimamenn um lausn mála því þetta skiptir náttúrulega töluvert miklu máli fyrir samfélagið í Namibíu að það séu veiðar og að fólk hafi vinnu.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. 4. febrúar 2020 12:30 Annar Samherjatogari sagður hafa yfirgefið Namibíu Geysir, einn af togurum Samherja sem veitt hefur við strendur Namibíu, er sagður hafa yfirgefið Namibíu, án þess að áhöfn skipsins hafi fengið skýringar. 3. febrúar 2020 11:30 Vilja ekki að Samherjaskip yfirgefi Namibíu án þess að lögregla viti af því Spillingarlögreglan í Namibíu ráðleggur stjórnvöldum þar í landi að tryggja það að fiskiskipum eða einstaklingum í Namibíu sem tengist Samherjamálinu á einhvern hátt verði ekki leyft að yfirgefa landið, án þess að lögregla verði fyrst látin vita. 3. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. 4. febrúar 2020 12:30
Annar Samherjatogari sagður hafa yfirgefið Namibíu Geysir, einn af togurum Samherja sem veitt hefur við strendur Namibíu, er sagður hafa yfirgefið Namibíu, án þess að áhöfn skipsins hafi fengið skýringar. 3. febrúar 2020 11:30
Vilja ekki að Samherjaskip yfirgefi Namibíu án þess að lögregla viti af því Spillingarlögreglan í Namibíu ráðleggur stjórnvöldum þar í landi að tryggja það að fiskiskipum eða einstaklingum í Namibíu sem tengist Samherjamálinu á einhvern hátt verði ekki leyft að yfirgefa landið, án þess að lögregla verði fyrst látin vita. 3. febrúar 2020 09:45