Flugraskanir í vetur: Áhrif á sex þúsund starfsmenn Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 12:00 Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að hjá ISAVIA hafi verið farin sú leið að manna álagspunkta í samráði við starfsfólk. Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að ríflega sex þúsund starfsmenn komi að starfseminni á Keflavíkurvelli. Þetta eru starfsmenn ISAVIA og annarra þjónustuaðila eða verktaka á svæðinu. Veðrið í vetur hafi því haft áhrif á fjölmennan hóp rekstraraðila og starfsmanna þar sem engin var undanskilinn þeirri óveðurshrinu sem gengið hefur yfir síðustu vikurnar. Fjöldi fyrirtækja á Keflavíkurvelli er mikill. Verslanir og veitingastaðir í fríhöfninni, verslanir, veitingastaðir og bílaleigur í brottfara- og komusal. Eru þá ótalin flugfélögin sjálf eða þeir þjónustuaðilar sem starfa fyrir þau. Þá eru það bankar, ferðaþjónustuaðilar og margir fleiri. Í flestum tilfellum er um þjónustu og rekstur að ræða sem vaka þarf yfir og skipuleggja allan sólahringinn. Að sögn Guðjóns hafa aðstæður skapast þannig að frá því í október hefur það komið til ellefu sinnum að flugi hafi verið breytt. „Það má segja að veðrið hafi haft nokkur áhrif á þjónustu tengda flugi síðustu vikurnar. Lægðir hafa leikið landann grátt og valdið því að flugfélög hafa frestað, flýtt eða fellt niður flugferðir til og frá landinu eða innanlands. Frá því í október hafa ellefu sinnum skapast þannig veðurfarslegar aðstæður að flugfélög hafa breytt flugi. Mikilvægt er að hafa í huga að það er ákvörðun flugfélaganna í ljósi veðurspár og mögulegra áhrifa hvort flugferðum er breytt eða aflýst.“ Hvernig hefur verið brugðist við þessum aðstæðum með tilliti til starfsfólks og mönnunar á vöktum rekstraraðila? „Þegar veðurspá gefur fyrirvara um að ofsaveður hafi áhrif á rekstur flugvallarins þá hafa flugfélögin nú í vetur tekið ákvarðanir í góðan tíma og þá gefst okkur sem og rekstraraðilum á vellinum, það er flugafgreiðslufyrirtæki, veitingastöðum og verslunum, færi á að haga mönnun eftir því. Þegar röskun sem þessi verður á flugi þá veldur það því að mikið álag getur skapast á undan eða á eftir á grundvelli þess hvort flugferðum er flýtt eða seinkað.“ Guðjón segir að rekstraraðilar sjálfir taki ákvörðun um fyirrkomulag mönnunar þegar brugðist er við röskun vegna veðurs, en upplýsa ISAVIA um hvernig mönnun verði háttað. Það sama geri ISAVIA gagnvart rekstraraðilum. „Hjá Isavia hefur verið farin sú leið, ef fyrirsjáanlegt er að flug liggi niðri, að kalla út fólk á álagspunktunum eða þá haft samráð við starfsfólk um að skipta á milli sín vaktatímum og deila sér niður á álagspunkta sem skapast." En hvað erum við að tala um að þessi röskun vegna veðurs geti náð til fjölmenns hóps starfsmanna? ,,Áætla má að heildarfjöldi starfsfólks á Keflavíkurflugvelli sé ríflega sex þúsund manns miðað við fjölda útgefinni aðgangspassa fyrir árið 2019. Þar er um að ræða starfsmenn Isavia og annarra þjónustuaðila eða verktaka á vellinum.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að ríflega sex þúsund starfsmenn komi að starfseminni á Keflavíkurvelli. Þetta eru starfsmenn ISAVIA og annarra þjónustuaðila eða verktaka á svæðinu. Veðrið í vetur hafi því haft áhrif á fjölmennan hóp rekstraraðila og starfsmanna þar sem engin var undanskilinn þeirri óveðurshrinu sem gengið hefur yfir síðustu vikurnar. Fjöldi fyrirtækja á Keflavíkurvelli er mikill. Verslanir og veitingastaðir í fríhöfninni, verslanir, veitingastaðir og bílaleigur í brottfara- og komusal. Eru þá ótalin flugfélögin sjálf eða þeir þjónustuaðilar sem starfa fyrir þau. Þá eru það bankar, ferðaþjónustuaðilar og margir fleiri. Í flestum tilfellum er um þjónustu og rekstur að ræða sem vaka þarf yfir og skipuleggja allan sólahringinn. Að sögn Guðjóns hafa aðstæður skapast þannig að frá því í október hefur það komið til ellefu sinnum að flugi hafi verið breytt. „Það má segja að veðrið hafi haft nokkur áhrif á þjónustu tengda flugi síðustu vikurnar. Lægðir hafa leikið landann grátt og valdið því að flugfélög hafa frestað, flýtt eða fellt niður flugferðir til og frá landinu eða innanlands. Frá því í október hafa ellefu sinnum skapast þannig veðurfarslegar aðstæður að flugfélög hafa breytt flugi. Mikilvægt er að hafa í huga að það er ákvörðun flugfélaganna í ljósi veðurspár og mögulegra áhrifa hvort flugferðum er breytt eða aflýst.“ Hvernig hefur verið brugðist við þessum aðstæðum með tilliti til starfsfólks og mönnunar á vöktum rekstraraðila? „Þegar veðurspá gefur fyrirvara um að ofsaveður hafi áhrif á rekstur flugvallarins þá hafa flugfélögin nú í vetur tekið ákvarðanir í góðan tíma og þá gefst okkur sem og rekstraraðilum á vellinum, það er flugafgreiðslufyrirtæki, veitingastöðum og verslunum, færi á að haga mönnun eftir því. Þegar röskun sem þessi verður á flugi þá veldur það því að mikið álag getur skapast á undan eða á eftir á grundvelli þess hvort flugferðum er flýtt eða seinkað.“ Guðjón segir að rekstraraðilar sjálfir taki ákvörðun um fyirrkomulag mönnunar þegar brugðist er við röskun vegna veðurs, en upplýsa ISAVIA um hvernig mönnun verði háttað. Það sama geri ISAVIA gagnvart rekstraraðilum. „Hjá Isavia hefur verið farin sú leið, ef fyrirsjáanlegt er að flug liggi niðri, að kalla út fólk á álagspunktunum eða þá haft samráð við starfsfólk um að skipta á milli sín vaktatímum og deila sér niður á álagspunkta sem skapast." En hvað erum við að tala um að þessi röskun vegna veðurs geti náð til fjölmenns hóps starfsmanna? ,,Áætla má að heildarfjöldi starfsfólks á Keflavíkurflugvelli sé ríflega sex þúsund manns miðað við fjölda útgefinni aðgangspassa fyrir árið 2019. Þar er um að ræða starfsmenn Isavia og annarra þjónustuaðila eða verktaka á vellinum.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira