Vilhjálmur og Phoenix þungorðir í BAFTA-ræðum sínum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 09:09 Vilhjálmur Bretaprins og Joaquin Phoenix ræða hér saman á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Vísir/getty Vilhjálmur Bretaprins og leikarinn Joaquin Phoenix nýttu báðir tækifærið við ræðuhöld á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi og lýstu yfir óánægju með einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Slík gagnrýni hefur reglulega skotið upp kollinum í kringum verðlaunahátíðir í skemmtanaiðnaðinum undanfarin ár, þar sem hlutdeild hvítra karlmanna hefur þótt óeðlilega mikil. Breska kvikmyndaakademían stendur að BAFTA-verðlaununum ár hvert. Þau voru afhent í 73. skipti í Lundúnum í gærkvöldi. Á meðal helstu verðlaunahafa voru kvikmyndirnar 1917, Parasite og Joker en ein af þrennum verðlaunum hinnar síðastnefndu féllu einmitt í skaut tónskáldsins Hildar Guðnadóttur. Vilhjálmur Bretaprins er forseti kvikmyndaakademíunnar og ávarpaði viðstadda á verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. Vilhjálmur tók fjölbreytileika sérstaklega til umfjöllunar í ræðu sinni en verðlaunahátíðir á borð við BAFTA-hátíðina hafa verið gagnrýndar síðustu ár fyrir að tilnefna afar einsleitan hóp – aðallega hvíta karlmenn. Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að það skyti skökku við að þurfa enn einu sinni að ræða þörfina á því að takast á við fjölbreytileika í skemmtanageiranum. Hann viti til þess að stjórnendur akademíunnar vilji bregðast við vandanum. „BAFTA tekur málið alvarlega og hefur, eftir tilnefningar þessa árs, hrundið af stað ítarlegri endurskoðun til að tryggja að allir standi jafnfætis.“ Ræðu Vilhjálms má horfa á í spilaranum hér að neðan. Joaquin Phoenix, sem vann enn einu sinni verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverk fyrir titilhlutverkið í Joker, fjallaði einnig um málið í þakkarræðu sinni. Hann kvað það vera mikinn heiður að hljóta verðlaunin en tilfinningarnar væru þó blendnar. „[…] vegna þess að svo mörg starfssystkina minna, sem eiga [verðlaun] skilið, njóta ekki sömu forréttinda. Mér finnst við senda afar skýr skilaboð til þeirra, sem ekki eru hvít, um að þau séu ekki velkomin. Mér finnst þetta vera skilaboðin sem við sendum fólki sem á svo stóran þátt í miðlinum okkar og iðnaðinum okkar, og á máta sem við njótum góðs af.“ Phoenix viðurkenndi jafnframt að hann hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stæði í baráttunni gegn kerfislægum kynþáttafordómum. „Það er skylda þeirra sem búið hafa til, viðhaldið og hagnast af kerfi kúgunar að rífa það niður. Það er á okkar ábyrgð.“ Ræðu Phoenix má horfa á í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir eru BAFTA-verðlaunin ekki eina hátíðin sem gagnrýnd hefur verið fyrir einsleitan hóp tilnefndra og verðlaunahafa. Óskarsverðlaunin hafa til að mynda um árabil átt undir högg að sækja vegna þessa. Akademían bauð fyrir tveimur árum tæplega þúsund manns frá 59 löndum að gerast meðlimir til að stemma stigu við einsleitni og árið 2016 hétu forsvarsmenn hennar því að tvöfalda hlutdeild kvenna og minnihlutahópa innan sinna raða fyrir árið 2020. BAFTA Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Tengdar fréttir Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins og leikarinn Joaquin Phoenix nýttu báðir tækifærið við ræðuhöld á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi og lýstu yfir óánægju með einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Slík gagnrýni hefur reglulega skotið upp kollinum í kringum verðlaunahátíðir í skemmtanaiðnaðinum undanfarin ár, þar sem hlutdeild hvítra karlmanna hefur þótt óeðlilega mikil. Breska kvikmyndaakademían stendur að BAFTA-verðlaununum ár hvert. Þau voru afhent í 73. skipti í Lundúnum í gærkvöldi. Á meðal helstu verðlaunahafa voru kvikmyndirnar 1917, Parasite og Joker en ein af þrennum verðlaunum hinnar síðastnefndu féllu einmitt í skaut tónskáldsins Hildar Guðnadóttur. Vilhjálmur Bretaprins er forseti kvikmyndaakademíunnar og ávarpaði viðstadda á verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. Vilhjálmur tók fjölbreytileika sérstaklega til umfjöllunar í ræðu sinni en verðlaunahátíðir á borð við BAFTA-hátíðina hafa verið gagnrýndar síðustu ár fyrir að tilnefna afar einsleitan hóp – aðallega hvíta karlmenn. Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að það skyti skökku við að þurfa enn einu sinni að ræða þörfina á því að takast á við fjölbreytileika í skemmtanageiranum. Hann viti til þess að stjórnendur akademíunnar vilji bregðast við vandanum. „BAFTA tekur málið alvarlega og hefur, eftir tilnefningar þessa árs, hrundið af stað ítarlegri endurskoðun til að tryggja að allir standi jafnfætis.“ Ræðu Vilhjálms má horfa á í spilaranum hér að neðan. Joaquin Phoenix, sem vann enn einu sinni verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverk fyrir titilhlutverkið í Joker, fjallaði einnig um málið í þakkarræðu sinni. Hann kvað það vera mikinn heiður að hljóta verðlaunin en tilfinningarnar væru þó blendnar. „[…] vegna þess að svo mörg starfssystkina minna, sem eiga [verðlaun] skilið, njóta ekki sömu forréttinda. Mér finnst við senda afar skýr skilaboð til þeirra, sem ekki eru hvít, um að þau séu ekki velkomin. Mér finnst þetta vera skilaboðin sem við sendum fólki sem á svo stóran þátt í miðlinum okkar og iðnaðinum okkar, og á máta sem við njótum góðs af.“ Phoenix viðurkenndi jafnframt að hann hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stæði í baráttunni gegn kerfislægum kynþáttafordómum. „Það er skylda þeirra sem búið hafa til, viðhaldið og hagnast af kerfi kúgunar að rífa það niður. Það er á okkar ábyrgð.“ Ræðu Phoenix má horfa á í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir eru BAFTA-verðlaunin ekki eina hátíðin sem gagnrýnd hefur verið fyrir einsleitan hóp tilnefndra og verðlaunahafa. Óskarsverðlaunin hafa til að mynda um árabil átt undir högg að sækja vegna þessa. Akademían bauð fyrir tveimur árum tæplega þúsund manns frá 59 löndum að gerast meðlimir til að stemma stigu við einsleitni og árið 2016 hétu forsvarsmenn hennar því að tvöfalda hlutdeild kvenna og minnihlutahópa innan sinna raða fyrir árið 2020.
BAFTA Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Tengdar fréttir Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45
Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20