Gylfi einn gegn vaxtalækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 16:46 Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga. sí Þrír af fjórum meðlimum peningastefnunefndar Seðlabankans, sem sátu fundi í aðdraganda vaxtaákvörðunar þann 5. febrúar síðastliðinn, vildu lækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Sá fjórði, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, var lækkuninni hins vegar mótfallinn og vildi halda vöxtunum óbreyttum. Lækkunin var því ofan á, stýrivextir voru lækkaðir um 0,25 prósentur og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, 2,75 prósent í dag. Í fundargerð peningastefnunefndar, sem birt var á vef Seðlabankans nú síðdegis, er aðdragandinn að ákvörðuninni rakinn. Peningastefnunefndin hafi rætt efnahagshorfur á innlendum og erlendum vettvangi og að endingu rökrætt þá möguleika að halda vöxtum óbreyttum eða lækka þá um 0,25 prósentur. „Helstu rökin fyrir því að hafa óbreytta vexti væru þau að þrátt fyrir að efnahagshorfur hefðu versnað væri innlent kostnaðarstig orðið hátt sem rekja mætti m.a. til mikilla launahækkana á undanförnum árum sem hefðu veikt samkeppnisstöðu útflutningsatvinnugreina,“ segir í fundargerðinni og bætt við að stýrivaxtalækkun myndi „ein og sér ekki leysa þann kostnaðarvanda sem er fyrir hendi í þjóðarbúinu.“Hér að neðan má sjá þegar stýrivaxtalækkunin var kynnt og rökstudd. Fleiri rök eru tínd til; horfur séu á að launakostnaður á framleidda einingu muni hækka nokkuð umfram verðbólgumarkmið auk þess sem enn eigi eftir að ljúka við hluta kjarasamninga opinberra starfsmanna. Órói á vinnumarkaði hafi einnig aukist að undanförnu. Því næst eru rökin fyrir stýrivaxtalækkun tiltekin, sjónarmiðið sem varð hlutskarpara sem fyrr segir. Efnahagshorfur hafi versnað og útlit fyrir að verðbólga yrði minni á næstu árum en áður var gert ráð fyrir. „Í ljósi þess að taumhald peningastefnunnar hefði aukist og fjármálaleg skilyrði fyrirtækja versnað væri rétt að draga úr peningalegu aðhaldi. Þar sem verðbólguvæntingar væru við markmið á flesta mælikvarða gerði það peningastefnunni kleift að nýta svigrúmið sem væri til staðar,“ segir í rökstuðningnum. Að þessum umræðum loknum lagði seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, til að greiða atkvæði milli þessara tveggja valmöguleika, vaxtalækkun eða halda þeim óbreyttum. Ásgeir, Rannveig Sigurðardóttir og Katrín Ólafsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni. Gylfi Zoëga greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildi halda vöxtum óbreyttum. Fundargerð peningastefnunefndar má nálgast hér. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Þrír af fjórum meðlimum peningastefnunefndar Seðlabankans, sem sátu fundi í aðdraganda vaxtaákvörðunar þann 5. febrúar síðastliðinn, vildu lækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Sá fjórði, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, var lækkuninni hins vegar mótfallinn og vildi halda vöxtunum óbreyttum. Lækkunin var því ofan á, stýrivextir voru lækkaðir um 0,25 prósentur og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, 2,75 prósent í dag. Í fundargerð peningastefnunefndar, sem birt var á vef Seðlabankans nú síðdegis, er aðdragandinn að ákvörðuninni rakinn. Peningastefnunefndin hafi rætt efnahagshorfur á innlendum og erlendum vettvangi og að endingu rökrætt þá möguleika að halda vöxtum óbreyttum eða lækka þá um 0,25 prósentur. „Helstu rökin fyrir því að hafa óbreytta vexti væru þau að þrátt fyrir að efnahagshorfur hefðu versnað væri innlent kostnaðarstig orðið hátt sem rekja mætti m.a. til mikilla launahækkana á undanförnum árum sem hefðu veikt samkeppnisstöðu útflutningsatvinnugreina,“ segir í fundargerðinni og bætt við að stýrivaxtalækkun myndi „ein og sér ekki leysa þann kostnaðarvanda sem er fyrir hendi í þjóðarbúinu.“Hér að neðan má sjá þegar stýrivaxtalækkunin var kynnt og rökstudd. Fleiri rök eru tínd til; horfur séu á að launakostnaður á framleidda einingu muni hækka nokkuð umfram verðbólgumarkmið auk þess sem enn eigi eftir að ljúka við hluta kjarasamninga opinberra starfsmanna. Órói á vinnumarkaði hafi einnig aukist að undanförnu. Því næst eru rökin fyrir stýrivaxtalækkun tiltekin, sjónarmiðið sem varð hlutskarpara sem fyrr segir. Efnahagshorfur hafi versnað og útlit fyrir að verðbólga yrði minni á næstu árum en áður var gert ráð fyrir. „Í ljósi þess að taumhald peningastefnunnar hefði aukist og fjármálaleg skilyrði fyrirtækja versnað væri rétt að draga úr peningalegu aðhaldi. Þar sem verðbólguvæntingar væru við markmið á flesta mælikvarða gerði það peningastefnunni kleift að nýta svigrúmið sem væri til staðar,“ segir í rökstuðningnum. Að þessum umræðum loknum lagði seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, til að greiða atkvæði milli þessara tveggja valmöguleika, vaxtalækkun eða halda þeim óbreyttum. Ásgeir, Rannveig Sigurðardóttir og Katrín Ólafsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni. Gylfi Zoëga greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildi halda vöxtum óbreyttum. Fundargerð peningastefnunefndar má nálgast hér.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56