Sportpakkinn: Mourinho skáldlegur í lýsingum sínum á krefjandi stöðu Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 17:30 Jose Mourinho á æfingu Tottenham fyrir leikinn á móti RB Leipzig. Getty/Justin Setterfield Tottenham liðið er í lífsháska, hangandi á svölunum á fjórðu hæð, samkvæmt skáldlegri lýsingu knattspyrnustjórans JoseMourinho og nú er annaðhvort að gefast upp og detta eða halda áfram að klifra. Arnar Björnsson skoðaði það sem portúgalski stjórinn sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn.Tottenham spilar í kvöld fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikur kvöldsins fer fram á TottenhamHotspur leikvanginum í London. JoseMourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, vonar að mótherjarnir í Meistaradeildinni í kvöld , Leipzig, vanmeti Lundúnaliðið.Spurs spilar án Harry Kane og Son Heung-min en þeir hafa skorað 33 af mörkum liðsins í vetur. Son skoraði tvisvar í 3-2 sigri á Aston Villa á sunnudag og Mourinho reiknar ekki með því að hann spili meira á leiktíðinni. Hann er búinn að skora 16 mörk í vetur, 14 í úrvals- og meistaradeildinni auk þess að skila 8 stoðsendingum. Harry Kane meiddist á nýársdag en þá var hann búinn að skora 11 mörk í 20 deildarleikjum og 17 mörk alls í vetur.Leipzig er í 2. sæti í þýsku úrvalsdeildinni og í framlínunni er Timo Werner, í 31 leik í vetur er hann búinn að skora 25 mörk og er undir smásjá margra liða sem hafa fjármagn til að freista hans frá Leipzig. Í kvöld mætast tveir ólíkir knattspyrnustjórar, Mourinho sem marga fjöruna hefur sopið og Julian Nagelsmann sem er 25 árum yngri og þykir einn sá efnilegasti í fótboltanum. JoseMourinho er mikið ólíkindatól og fer oft á kostum á blaðamannafundum og var skáldlegur í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um fundinn og það sem Portúgalinn sagði. Undir stjórn Mourinho hefur Tottenham ekki tapað í sjö síðustu leikjum, unnið fimm þeirra. Eftir þrjá sigra í úrvalsdeildinni í röð er Spurs í 5. sæti. „Þegar við komum vorum við á -12. hæð. Við tókum stigann og byrjum að klifra en þegar við vorum nýlagðir af stað brotnaði stiginn. Við lentum í basli þegar við reyndum að komast ofar. Aftur fundum við leið og byrjuðum að klifra, mikil vinna og þrotlaus barátta en fikruðum okkur ofar og ofar,“ sagði JoseMourinho og hélt áfram: „Eftir 11 þrep og 11 hæðir, héldum við áfram og áfram og komust á fjórðu hæðina. Þangað ætluðum við að komast en þá kom einhver og tók af okkur stigann og þess vegna erum við í vandræðum. En við erum hangandi á svölunum á fjórðu hæðinni og eigum tvo möguleika,“ sagði JoseMourinho. „Annar möguleikinn er að gefast upp og detta og venjulega bíður ekkert nema dauðinn því fallið er hátt af fjórðu hæðinni. Hinn kosturinn er að nýta það sem við höfum og berjast, við erum stigalausir og notum því hendurnar. Við verðum því á svölunum og berjumst með það sem við höfum,“ sagði JoseMourinho. Leikur Tottenham og RB Leipzig hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefsrt á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.15 en eftir leikina verður líka farið yfir gang mála. Leikur Atalanta og Valencia verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en hann hefst klukkan 20.00. Klippa: Sportpakkinn: Skáldlegur Mourinho Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Tottenham liðið er í lífsháska, hangandi á svölunum á fjórðu hæð, samkvæmt skáldlegri lýsingu knattspyrnustjórans JoseMourinho og nú er annaðhvort að gefast upp og detta eða halda áfram að klifra. Arnar Björnsson skoðaði það sem portúgalski stjórinn sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn.Tottenham spilar í kvöld fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikur kvöldsins fer fram á TottenhamHotspur leikvanginum í London. JoseMourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, vonar að mótherjarnir í Meistaradeildinni í kvöld , Leipzig, vanmeti Lundúnaliðið.Spurs spilar án Harry Kane og Son Heung-min en þeir hafa skorað 33 af mörkum liðsins í vetur. Son skoraði tvisvar í 3-2 sigri á Aston Villa á sunnudag og Mourinho reiknar ekki með því að hann spili meira á leiktíðinni. Hann er búinn að skora 16 mörk í vetur, 14 í úrvals- og meistaradeildinni auk þess að skila 8 stoðsendingum. Harry Kane meiddist á nýársdag en þá var hann búinn að skora 11 mörk í 20 deildarleikjum og 17 mörk alls í vetur.Leipzig er í 2. sæti í þýsku úrvalsdeildinni og í framlínunni er Timo Werner, í 31 leik í vetur er hann búinn að skora 25 mörk og er undir smásjá margra liða sem hafa fjármagn til að freista hans frá Leipzig. Í kvöld mætast tveir ólíkir knattspyrnustjórar, Mourinho sem marga fjöruna hefur sopið og Julian Nagelsmann sem er 25 árum yngri og þykir einn sá efnilegasti í fótboltanum. JoseMourinho er mikið ólíkindatól og fer oft á kostum á blaðamannafundum og var skáldlegur í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um fundinn og það sem Portúgalinn sagði. Undir stjórn Mourinho hefur Tottenham ekki tapað í sjö síðustu leikjum, unnið fimm þeirra. Eftir þrjá sigra í úrvalsdeildinni í röð er Spurs í 5. sæti. „Þegar við komum vorum við á -12. hæð. Við tókum stigann og byrjum að klifra en þegar við vorum nýlagðir af stað brotnaði stiginn. Við lentum í basli þegar við reyndum að komast ofar. Aftur fundum við leið og byrjuðum að klifra, mikil vinna og þrotlaus barátta en fikruðum okkur ofar og ofar,“ sagði JoseMourinho og hélt áfram: „Eftir 11 þrep og 11 hæðir, héldum við áfram og áfram og komust á fjórðu hæðina. Þangað ætluðum við að komast en þá kom einhver og tók af okkur stigann og þess vegna erum við í vandræðum. En við erum hangandi á svölunum á fjórðu hæðinni og eigum tvo möguleika,“ sagði JoseMourinho. „Annar möguleikinn er að gefast upp og detta og venjulega bíður ekkert nema dauðinn því fallið er hátt af fjórðu hæðinni. Hinn kosturinn er að nýta það sem við höfum og berjast, við erum stigalausir og notum því hendurnar. Við verðum því á svölunum og berjumst með það sem við höfum,“ sagði JoseMourinho. Leikur Tottenham og RB Leipzig hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefsrt á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.15 en eftir leikina verður líka farið yfir gang mála. Leikur Atalanta og Valencia verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en hann hefst klukkan 20.00. Klippa: Sportpakkinn: Skáldlegur Mourinho
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira