Sportpakkinn: Mourinho skáldlegur í lýsingum sínum á krefjandi stöðu Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 17:30 Jose Mourinho á æfingu Tottenham fyrir leikinn á móti RB Leipzig. Getty/Justin Setterfield Tottenham liðið er í lífsháska, hangandi á svölunum á fjórðu hæð, samkvæmt skáldlegri lýsingu knattspyrnustjórans JoseMourinho og nú er annaðhvort að gefast upp og detta eða halda áfram að klifra. Arnar Björnsson skoðaði það sem portúgalski stjórinn sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn.Tottenham spilar í kvöld fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikur kvöldsins fer fram á TottenhamHotspur leikvanginum í London. JoseMourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, vonar að mótherjarnir í Meistaradeildinni í kvöld , Leipzig, vanmeti Lundúnaliðið.Spurs spilar án Harry Kane og Son Heung-min en þeir hafa skorað 33 af mörkum liðsins í vetur. Son skoraði tvisvar í 3-2 sigri á Aston Villa á sunnudag og Mourinho reiknar ekki með því að hann spili meira á leiktíðinni. Hann er búinn að skora 16 mörk í vetur, 14 í úrvals- og meistaradeildinni auk þess að skila 8 stoðsendingum. Harry Kane meiddist á nýársdag en þá var hann búinn að skora 11 mörk í 20 deildarleikjum og 17 mörk alls í vetur.Leipzig er í 2. sæti í þýsku úrvalsdeildinni og í framlínunni er Timo Werner, í 31 leik í vetur er hann búinn að skora 25 mörk og er undir smásjá margra liða sem hafa fjármagn til að freista hans frá Leipzig. Í kvöld mætast tveir ólíkir knattspyrnustjórar, Mourinho sem marga fjöruna hefur sopið og Julian Nagelsmann sem er 25 árum yngri og þykir einn sá efnilegasti í fótboltanum. JoseMourinho er mikið ólíkindatól og fer oft á kostum á blaðamannafundum og var skáldlegur í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um fundinn og það sem Portúgalinn sagði. Undir stjórn Mourinho hefur Tottenham ekki tapað í sjö síðustu leikjum, unnið fimm þeirra. Eftir þrjá sigra í úrvalsdeildinni í röð er Spurs í 5. sæti. „Þegar við komum vorum við á -12. hæð. Við tókum stigann og byrjum að klifra en þegar við vorum nýlagðir af stað brotnaði stiginn. Við lentum í basli þegar við reyndum að komast ofar. Aftur fundum við leið og byrjuðum að klifra, mikil vinna og þrotlaus barátta en fikruðum okkur ofar og ofar,“ sagði JoseMourinho og hélt áfram: „Eftir 11 þrep og 11 hæðir, héldum við áfram og áfram og komust á fjórðu hæðina. Þangað ætluðum við að komast en þá kom einhver og tók af okkur stigann og þess vegna erum við í vandræðum. En við erum hangandi á svölunum á fjórðu hæðinni og eigum tvo möguleika,“ sagði JoseMourinho. „Annar möguleikinn er að gefast upp og detta og venjulega bíður ekkert nema dauðinn því fallið er hátt af fjórðu hæðinni. Hinn kosturinn er að nýta það sem við höfum og berjast, við erum stigalausir og notum því hendurnar. Við verðum því á svölunum og berjumst með það sem við höfum,“ sagði JoseMourinho. Leikur Tottenham og RB Leipzig hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefsrt á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.15 en eftir leikina verður líka farið yfir gang mála. Leikur Atalanta og Valencia verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en hann hefst klukkan 20.00. Klippa: Sportpakkinn: Skáldlegur Mourinho Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Tottenham liðið er í lífsháska, hangandi á svölunum á fjórðu hæð, samkvæmt skáldlegri lýsingu knattspyrnustjórans JoseMourinho og nú er annaðhvort að gefast upp og detta eða halda áfram að klifra. Arnar Björnsson skoðaði það sem portúgalski stjórinn sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn.Tottenham spilar í kvöld fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikur kvöldsins fer fram á TottenhamHotspur leikvanginum í London. JoseMourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, vonar að mótherjarnir í Meistaradeildinni í kvöld , Leipzig, vanmeti Lundúnaliðið.Spurs spilar án Harry Kane og Son Heung-min en þeir hafa skorað 33 af mörkum liðsins í vetur. Son skoraði tvisvar í 3-2 sigri á Aston Villa á sunnudag og Mourinho reiknar ekki með því að hann spili meira á leiktíðinni. Hann er búinn að skora 16 mörk í vetur, 14 í úrvals- og meistaradeildinni auk þess að skila 8 stoðsendingum. Harry Kane meiddist á nýársdag en þá var hann búinn að skora 11 mörk í 20 deildarleikjum og 17 mörk alls í vetur.Leipzig er í 2. sæti í þýsku úrvalsdeildinni og í framlínunni er Timo Werner, í 31 leik í vetur er hann búinn að skora 25 mörk og er undir smásjá margra liða sem hafa fjármagn til að freista hans frá Leipzig. Í kvöld mætast tveir ólíkir knattspyrnustjórar, Mourinho sem marga fjöruna hefur sopið og Julian Nagelsmann sem er 25 árum yngri og þykir einn sá efnilegasti í fótboltanum. JoseMourinho er mikið ólíkindatól og fer oft á kostum á blaðamannafundum og var skáldlegur í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um fundinn og það sem Portúgalinn sagði. Undir stjórn Mourinho hefur Tottenham ekki tapað í sjö síðustu leikjum, unnið fimm þeirra. Eftir þrjá sigra í úrvalsdeildinni í röð er Spurs í 5. sæti. „Þegar við komum vorum við á -12. hæð. Við tókum stigann og byrjum að klifra en þegar við vorum nýlagðir af stað brotnaði stiginn. Við lentum í basli þegar við reyndum að komast ofar. Aftur fundum við leið og byrjuðum að klifra, mikil vinna og þrotlaus barátta en fikruðum okkur ofar og ofar,“ sagði JoseMourinho og hélt áfram: „Eftir 11 þrep og 11 hæðir, héldum við áfram og áfram og komust á fjórðu hæðina. Þangað ætluðum við að komast en þá kom einhver og tók af okkur stigann og þess vegna erum við í vandræðum. En við erum hangandi á svölunum á fjórðu hæðinni og eigum tvo möguleika,“ sagði JoseMourinho. „Annar möguleikinn er að gefast upp og detta og venjulega bíður ekkert nema dauðinn því fallið er hátt af fjórðu hæðinni. Hinn kosturinn er að nýta það sem við höfum og berjast, við erum stigalausir og notum því hendurnar. Við verðum því á svölunum og berjumst með það sem við höfum,“ sagði JoseMourinho. Leikur Tottenham og RB Leipzig hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefsrt á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.15 en eftir leikina verður líka farið yfir gang mála. Leikur Atalanta og Valencia verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en hann hefst klukkan 20.00. Klippa: Sportpakkinn: Skáldlegur Mourinho
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira