Allir þrír í framlínu Dortmund eru fæddir í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 14:30 Erling Braut Håland, Jadon Sancho og Giovanni Reyna fagna marki Håland á móti PSG í Meistaradeildinni í gær ásamt félögum sínum í Dortmund liðinu. Getty/Jörg Schüler/ Englendingar telja sig eiga eitthvað í framherjum þýska liðsins Borussia Dortmund. Allir þrír í framlínu Dortmund frá því í gær eru nefnilega fæddir i Englandi en það eru þeir Erling Braut Håland, Jadon Sancho og Giovanni Reyna. Jadon Sancho er hins vegar sá eini þeirra sem spilar með enska landsliðinu. Ástæðan er að þeir Erling Braut Håland og Giovanni Reyna fæddust báðir í Englandi en á sama tíma voru feður þeirra að spila í enska boltanum. Þeir byrjuðu reyndar ekki allir leikinn en Giovanni Reyna kom inn á fyrr Belgann Thorgan Hazard í stöðunni 0-0 á 68. mínútu leiksins. Erling Braut Håland og Jadon Sancho eru tveir af mest spennandi táningum knattspyrnuheimsins í dag og hinn sautján ára gamli Giovanni Reyna er einnig farinn að minna á sig. Giovanni Reyna varð í gærkvöldi yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að leggja upp mark þegar hann lagði upp annað marka Erling Braut Håland. View this post on Instagram Erling Haaland - Leeds. Giovanni Reyna - Sunderland. Jadon Sancho - London. A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) on Feb 18, 2020 at 2:48pm PST Erling Braut Håland er 19 ára gamall Norðmaður en hann fæddist 21. júlí 2000 í Leeds á Englandi þar sem faðir hans Alf-Inge Håland var að færa sig frá Leeds United yfir í Manchester City. Håland sló í gegn með austurríska félaginu Red Bull Salzburg í haust en þýska liðið keypti hann í janúar. Giovanni Reyna er 17 ára gamall Bandaríkjamaður en hann fæddist 13. nóvember 2002 í Sunderland á Englandi þar sem faðir hans Claudio Reyna, lék með Sunderland. Móðir hans var einnig landsliðskonan hjá Bandaríkjunum en Danielle Egan lék sex leiki fyrir bandaríska landsliðið. Giovanni Reyna lék sinn fyrsta leik með Dortmund í janúar en hann kom til liðsins frá New York City. Jadon Sancho er 19 ára gamall Englendingur en hann fæddist 25. mars 2000 í Camberwell á Englandi. Sancho hefur þegar leikið ellefu A-landsleiki fyrir England og skorað í þeim tvö mörk. Hann kom til Dortmund frá Manchester City árið 2017. X Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Englendingar telja sig eiga eitthvað í framherjum þýska liðsins Borussia Dortmund. Allir þrír í framlínu Dortmund frá því í gær eru nefnilega fæddir i Englandi en það eru þeir Erling Braut Håland, Jadon Sancho og Giovanni Reyna. Jadon Sancho er hins vegar sá eini þeirra sem spilar með enska landsliðinu. Ástæðan er að þeir Erling Braut Håland og Giovanni Reyna fæddust báðir í Englandi en á sama tíma voru feður þeirra að spila í enska boltanum. Þeir byrjuðu reyndar ekki allir leikinn en Giovanni Reyna kom inn á fyrr Belgann Thorgan Hazard í stöðunni 0-0 á 68. mínútu leiksins. Erling Braut Håland og Jadon Sancho eru tveir af mest spennandi táningum knattspyrnuheimsins í dag og hinn sautján ára gamli Giovanni Reyna er einnig farinn að minna á sig. Giovanni Reyna varð í gærkvöldi yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að leggja upp mark þegar hann lagði upp annað marka Erling Braut Håland. View this post on Instagram Erling Haaland - Leeds. Giovanni Reyna - Sunderland. Jadon Sancho - London. A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) on Feb 18, 2020 at 2:48pm PST Erling Braut Håland er 19 ára gamall Norðmaður en hann fæddist 21. júlí 2000 í Leeds á Englandi þar sem faðir hans Alf-Inge Håland var að færa sig frá Leeds United yfir í Manchester City. Håland sló í gegn með austurríska félaginu Red Bull Salzburg í haust en þýska liðið keypti hann í janúar. Giovanni Reyna er 17 ára gamall Bandaríkjamaður en hann fæddist 13. nóvember 2002 í Sunderland á Englandi þar sem faðir hans Claudio Reyna, lék með Sunderland. Móðir hans var einnig landsliðskonan hjá Bandaríkjunum en Danielle Egan lék sex leiki fyrir bandaríska landsliðið. Giovanni Reyna lék sinn fyrsta leik með Dortmund í janúar en hann kom til liðsins frá New York City. Jadon Sancho er 19 ára gamall Englendingur en hann fæddist 25. mars 2000 í Camberwell á Englandi. Sancho hefur þegar leikið ellefu A-landsleiki fyrir England og skorað í þeim tvö mörk. Hann kom til Dortmund frá Manchester City árið 2017. X
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira