Klopp er á því að Atlético hafi verið að reyna að láta reka Mané af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 09:30 Sadio Mané fær hér gula spjaldið í leiknum í gær. Getty/Angel Martinez Jürgen Klopp tók Sadio Mané af velli í hálfleik í fyrri leiknum á móti Atlético Madrid í sextán liða úrslitunum í gær þrátt fyrir að Liverpool væri 1-0 undir. Það var ástæða fyrir því að einn besti sóknarmaður liðsins spilaði bara einn hálfleik. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi það eftir leikinn að hann hafi tekið Sadio Mané af velli í hálfleik vegna ótta við það að hann myndi hreinlega fá rauða spjaldið í seinni hálfleiknum. Liverpool hefði heldur betur geta nýtt sér krafta Sadio Mané í seinni hálfleiknum þegar liðinu vantaði tilfinnanlega meira bit í sóknarleikinn á móti þéttri vörn Atlético Madrid. Liverpool's Jürgen Klopp says Atlético Madrid tried to get Sadio Mané sent off @AHunterGuardianhttps://t.co/Am08YF2Hud— Guardian sport (@guardian_sport) February 19, 2020 „Þetta er augljóslega sá hluti fótboltans sem ég er ekki hrifinn af. Þeirra plan í kvöld var að losna við Sadio úr leiknum með því að hann myndi fá sitt annað gula spjald. Ég var hræddur um að andstæðingur Sadio myndi falla til jarðar ef hann andaði of hart á hann eða eitthvað. Ég vil ekki vera í þeirri stöðu og þess vegna tók ég hann af velli,“ sagði Jürgen Klopp. Hann var ekki ánægður með leikaraskap leikmanna Atlético. „Eftir 30 mínútur voru þrír leikmenn lagstir í jörðina án þess að vera meiddir,“ sagði Klopp. Sadio Mané fékk gula spjaldið fyrir að fara með hendina í Atlético leikmanninn Sime Vrsaljko í lok hálfleiksins en það virtist ekki vera viljandi. Framhaldið var hins vegar frekar skrautlegt. Mané lenti aftur í baráttu um boltann og aftur féll leikmaður Atlético sárþjáður til jarðar. Leikmenn Atlético umkringdi síðan dómarann og heimtuðu annað gult spjald. Mané slapp við spjaldið en Klopp tók hann af velli. „Það voru hlutir sem við hefðum getað gert betur og gert um leið lífið okkar auðveldara. Atlético mætti í þennan leik til að kreista fram úrslit en á móti því var pressan okkar frábær og uppspilið okkar var framúrskarandi,“ sagði Klopp. „Ákefðin var nákvæmlega eins og hún átti að vera. Við fengum ekki nógu mörg góð færi og það er bara þannig. Við fengum færi en ekki nóg af þeim. Ég vil bara segja við þá stuðningsmenn Atlético sem verða svo heppnir að fá miða á seinni leikinn, velkomnir á Anfield,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Jürgen Klopp tók Sadio Mané af velli í hálfleik í fyrri leiknum á móti Atlético Madrid í sextán liða úrslitunum í gær þrátt fyrir að Liverpool væri 1-0 undir. Það var ástæða fyrir því að einn besti sóknarmaður liðsins spilaði bara einn hálfleik. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi það eftir leikinn að hann hafi tekið Sadio Mané af velli í hálfleik vegna ótta við það að hann myndi hreinlega fá rauða spjaldið í seinni hálfleiknum. Liverpool hefði heldur betur geta nýtt sér krafta Sadio Mané í seinni hálfleiknum þegar liðinu vantaði tilfinnanlega meira bit í sóknarleikinn á móti þéttri vörn Atlético Madrid. Liverpool's Jürgen Klopp says Atlético Madrid tried to get Sadio Mané sent off @AHunterGuardianhttps://t.co/Am08YF2Hud— Guardian sport (@guardian_sport) February 19, 2020 „Þetta er augljóslega sá hluti fótboltans sem ég er ekki hrifinn af. Þeirra plan í kvöld var að losna við Sadio úr leiknum með því að hann myndi fá sitt annað gula spjald. Ég var hræddur um að andstæðingur Sadio myndi falla til jarðar ef hann andaði of hart á hann eða eitthvað. Ég vil ekki vera í þeirri stöðu og þess vegna tók ég hann af velli,“ sagði Jürgen Klopp. Hann var ekki ánægður með leikaraskap leikmanna Atlético. „Eftir 30 mínútur voru þrír leikmenn lagstir í jörðina án þess að vera meiddir,“ sagði Klopp. Sadio Mané fékk gula spjaldið fyrir að fara með hendina í Atlético leikmanninn Sime Vrsaljko í lok hálfleiksins en það virtist ekki vera viljandi. Framhaldið var hins vegar frekar skrautlegt. Mané lenti aftur í baráttu um boltann og aftur féll leikmaður Atlético sárþjáður til jarðar. Leikmenn Atlético umkringdi síðan dómarann og heimtuðu annað gult spjald. Mané slapp við spjaldið en Klopp tók hann af velli. „Það voru hlutir sem við hefðum getað gert betur og gert um leið lífið okkar auðveldara. Atlético mætti í þennan leik til að kreista fram úrslit en á móti því var pressan okkar frábær og uppspilið okkar var framúrskarandi,“ sagði Klopp. „Ákefðin var nákvæmlega eins og hún átti að vera. Við fengum ekki nógu mörg góð færi og það er bara þannig. Við fengum færi en ekki nóg af þeim. Ég vil bara segja við þá stuðningsmenn Atlético sem verða svo heppnir að fá miða á seinni leikinn, velkomnir á Anfield,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira