Emre Can er genginn í raðir Dortmund frá Juventus. Hann skrifar undir fjögurra ára samning við liðið sem heldur honum hjá félaginu til ársins 2024.
Can var lánaður frá Juventus til Dortmund í janúarglugganum en nú hefur Dortmund ákveðið að virkja klásúlu í samningi Can og kaupir hann á 26 milljónir evra.
Can er því kominn aftur heim til Þýskalands en frá því að hann yfirgaf Leverkusen árið 2014 hefur hann leikið með Liverpool og Juventus. Hann lék með Liverpool frá 2014 til 2018 og svo í eitt og hálft ár með Juventus.
Zwei Stunden vor #BVBPSG hätten wir da noch etwas zu verkünden.
— Borussia Dortmund (@BVB) February 18, 2020
Der #BVB und @juventusfc haben sich auf einen permanenten Transfer von @emrecan_ geeinigt. Cans Leihe endet im Juni. Ab dem 1. Juli tritt ein bis zum 30.06.2024 gültiger Kontrakt in Kraft. #einfachEmrepic.twitter.com/uyqd7ANMdM
Dortmund mætir PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en fyrri leikur liðanna fer fram í Þýskalandi í kvöld.
Can hefur spilað tvo leiki frá því að hann kom til Dortmund í janúar og skoraði meðal annars draumamark gegn Leverkusen í 4-3 tapi.