Harry Gregg, fyrrum markvörður Manchester United og norður írska landsliðsins er látinn 87 ára að aldri. Hann var einn af goðsögnum félagsins, bæði fyrir spilamennsku sína en ekki síst fyrir hetjudáðir sínar á einni erfiðustu stundunni í sögu Manchester United.
Harry Gregg sýndi mikla hetjudáð í München flugslysinu árið 1958 þegar hann bjargaði liðsfélögum sínum og öðrum farþegum út úr flugvélinni en 23 manns létust í slysinu.
Former Manchester United and Northern Ireland goalkeeper Harry Gregg, hailed as a hero of the 1958 Munich air disaster, has died at the age of 87.
— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020
Find out more: https://t.co/EXGzHaariepic.twitter.com/GMQ0wAQN7s
Meðal þeirra sem hann bjargaði voru Bobby Charlton, Jackie Blanchflower, Dennis Viollet og knattspyrnustjórinn Sir Matt Busby. Gregg bjargaði líka ófrískri konu, Vera Lukić, og tveggja ára dóttur hennar.
Sir Matt Busby og Bobby Charlton áttu síðan eftir að verða aðalmennirnir í uppkomu Manchester United og hápunkturinn var þegar liðið vann Evrópukeppni meistaraliða á Wembley, tíu árum eftir flugslysið.
It is with deepest sadness that we have learned of the passing of former player Harry Gregg OBE. The thoughts and prayers of everyone at the club go out to Harry’s family and friends. pic.twitter.com/5kjlpn5Wqm
— Manchester United (@ManUtd) February 17, 2020
Harry Gregg hélt áfram að spila með Manchester United eftir flugslysið en var farinn frá félaginu þegar það fór að vinna aftur titla.
Þegar Manchester United keypti Harry Gregg frá Doncaster Rovers árið 1957 var hann dýrasti markvörður heims og hann var síðan kosinn besti markvörðurinn á HM 1958. Gregg lék alls 25 landsleiki fyrir Norður-Írland á árunum 1954 til 1963.
Harry Gregg lést á sjúkrahúsi umkringdur fjölskyldu sinni.
The word gets overused but Harry Gregg was genuinely a hero. Sad news. pic.twitter.com/uV7xSOWsBi
— Si Lloyd (@SmnLlyd5) February 17, 2020