Vilja fresta ákvörðun um fjölgun leikja Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 12:00 KR varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð eftir 22 umferða mót. Vísir/Daníel KSÍ skipaði í lok síðasta árs starfshóp til að skoða mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla með það í huga að fjölga leikjum í deildinni. Starfshópinn skipa fulltrúar frá KSÍ, aðildarfélögum og fjölmiðlum. Nú þegar vika er í næsta ársþing KSÍ hefur hópurinn skilað frá sér skýrslu. Í niðurstöðukafla hennar segir að það sé mat starfshópsins að umræðan innan knattspyrnuhreyfingarinnar sé of skammt á veg komin til að hægt sé að ná fram niðurstöðu um mögulegar breytingar núna. Breytingar á mótahaldi þurfi að hafa víðtækan stuðning og ekki verði ráðist í þær nema að vandlega athuguðu máli. Leggjast þurfi í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir þau fjölmörgu atriði sem hafa þurfi í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Starfshópurinn leggst þar með gegn hugmyndum Skagamanna um að taka strax ákvörðun um fjölgun liða í Pepsi Max deild karla, en í tillögu ÍA fyrir ársþingið segir að 14 lið skuli skipa efstu deild á næsta ári. Starfshópurinn leggur til að hann fái að starfa áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi næsta haust. Í skýrslu starfshópsins segir að þær leiðir sem hafi verið nefndar séu aðallega þrjár, þó að fleiri hafi verið skoðaðar lauslega: Fjölgun liða í deildinni Fjölgun umferða í deildinni (sami liðafjöldi eða fækkun liða) Úrslitakeppni með skiptingu deildarinnar Helstu markmiðin með því að fjölga leikjum í deildinni eru sögð fimm: Auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi Nýta betur fjárfestingu aðildarfélaganna í leikmönnum og starfsmönnum Auka möguleika á tekjuöflun Auka verðmæti sjónvarps– og markaðsréttinda deildarinnar Mæta vaxandi eftirspurn Þar kemur einnig fram að ýmis úrlausnarefni og áskoranir fylgi því að ná settum markmiðum. Þannig þurfi að horfa til veðurfars, vallarmála, áhuga stuðninsgmanna og rétthafa, sjálfboðaliða, dómaramál, áhrifa á leikmenn og ýmislegs fleira.Skýrsluna má lesa í heild hér. KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
KSÍ skipaði í lok síðasta árs starfshóp til að skoða mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla með það í huga að fjölga leikjum í deildinni. Starfshópinn skipa fulltrúar frá KSÍ, aðildarfélögum og fjölmiðlum. Nú þegar vika er í næsta ársþing KSÍ hefur hópurinn skilað frá sér skýrslu. Í niðurstöðukafla hennar segir að það sé mat starfshópsins að umræðan innan knattspyrnuhreyfingarinnar sé of skammt á veg komin til að hægt sé að ná fram niðurstöðu um mögulegar breytingar núna. Breytingar á mótahaldi þurfi að hafa víðtækan stuðning og ekki verði ráðist í þær nema að vandlega athuguðu máli. Leggjast þurfi í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir þau fjölmörgu atriði sem hafa þurfi í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Starfshópurinn leggst þar með gegn hugmyndum Skagamanna um að taka strax ákvörðun um fjölgun liða í Pepsi Max deild karla, en í tillögu ÍA fyrir ársþingið segir að 14 lið skuli skipa efstu deild á næsta ári. Starfshópurinn leggur til að hann fái að starfa áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi næsta haust. Í skýrslu starfshópsins segir að þær leiðir sem hafi verið nefndar séu aðallega þrjár, þó að fleiri hafi verið skoðaðar lauslega: Fjölgun liða í deildinni Fjölgun umferða í deildinni (sami liðafjöldi eða fækkun liða) Úrslitakeppni með skiptingu deildarinnar Helstu markmiðin með því að fjölga leikjum í deildinni eru sögð fimm: Auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi Nýta betur fjárfestingu aðildarfélaganna í leikmönnum og starfsmönnum Auka möguleika á tekjuöflun Auka verðmæti sjónvarps– og markaðsréttinda deildarinnar Mæta vaxandi eftirspurn Þar kemur einnig fram að ýmis úrlausnarefni og áskoranir fylgi því að ná settum markmiðum. Þannig þurfi að horfa til veðurfars, vallarmála, áhuga stuðninsgmanna og rétthafa, sjálfboðaliða, dómaramál, áhrifa á leikmenn og ýmislegs fleira.Skýrsluna má lesa í heild hér.
KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira