Maradona kleip Jónu í rassinn: „Hvurn djöfulinn heldur þú að þú sért að gera?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 11:00 „Þeir voru snælduvitlausir,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Blönduósi, um kynni sín af Diego Maradona og félögum í argentínska landsliðinu sem hún hitti í Berlín á sínum tíma. Jóna Fanney ræddi óskemmtileg kynni sín af Maradona í viðtali við Felix Bergsson í þættinum Fram og til baka á Rás 2. Hún bjó á þeim tíma í Berlín og starfaði meðfram námi á Kempinski-hótelinu, sem líklega er þekktast fyrir að vera hótelið þar sem að Michael Jackson var þegar hann vippaði barni sínu yfir svalahandriði til að sýna fólki. Jóna Fanney hitti margt þekkt fólk á hótelinu þar sem hún þjónaði í einkasamkvæmum, og eitt kvöldið komu Maradona og félagar eftir að hafa tapað fyrir Vestur-Þýskalandi á fjögurra þjóða móti um páskana 1988. Jóna Fanney Friðriksson hafði engan húmor fyrir hegðun Argentínumannsins. „Þeir voru í einu herbergi þarna, og ég og vinkona mín vorum að þjóna til borðs. Þeir voru snælduvitlausir. Þetta var árið 1988 og þeir höfðu tapað leik gegn Vestur-Þjóðverjum, 1-0 held ég. Þegar ég kom inn í herbergið hugsaði ég með mér hvort ég væri á leikskóla eða hvað væri í gangi hérna. Þeir voru að kasta brauðmolum í hver annan, með lappirnar uppi á borðum, og allt í rústi þarna inni. Þetta var bara fáránlegt,“ sagði Jóna Fanney. Maradona, sem sumir telja besta knattspyrnumann allra tíma, virðist hafa hagað sér verst. „Maradona var þarna og fékk einhvern sérstakan áhuga á mér. Og það endaði með því að, já, gott fólk, hann kleip mig í rassinn,“ sagði Jóna Fanney, nokkuð létt í bragði þó að henni hafi alls ekki líkað athæfi Argentínumannsins, og grínaðist með Felix þegar hann spurði í glettni hvort hér væri komin fram ný metoo-saga: „Já, hér kemur bara metoo-saga og ég hef aldrei borið þess bætur. Nei... Ég tók hendina á honum og ýtti honum svona frá, og sagði „hvurn djöfulinn heldur þú að þú sért að gera drengur?“ Svo strunsaði ég út og sagðist ekki myndu fara inn í þetta herbergi meira,“ sagði Jóna Fanney, og bætti við: „Einhvern tímann löngu síðar var ég að tala um þetta við vinkonur mínar og þeim fannst þetta bara „vá, Maradona kleip Jónu í rassinn.“ Mér fannst þetta ekki fyndið og neitaði að „servera“ þá meira.“ Argentína MeToo Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
„Þeir voru snælduvitlausir,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Blönduósi, um kynni sín af Diego Maradona og félögum í argentínska landsliðinu sem hún hitti í Berlín á sínum tíma. Jóna Fanney ræddi óskemmtileg kynni sín af Maradona í viðtali við Felix Bergsson í þættinum Fram og til baka á Rás 2. Hún bjó á þeim tíma í Berlín og starfaði meðfram námi á Kempinski-hótelinu, sem líklega er þekktast fyrir að vera hótelið þar sem að Michael Jackson var þegar hann vippaði barni sínu yfir svalahandriði til að sýna fólki. Jóna Fanney hitti margt þekkt fólk á hótelinu þar sem hún þjónaði í einkasamkvæmum, og eitt kvöldið komu Maradona og félagar eftir að hafa tapað fyrir Vestur-Þýskalandi á fjögurra þjóða móti um páskana 1988. Jóna Fanney Friðriksson hafði engan húmor fyrir hegðun Argentínumannsins. „Þeir voru í einu herbergi þarna, og ég og vinkona mín vorum að þjóna til borðs. Þeir voru snælduvitlausir. Þetta var árið 1988 og þeir höfðu tapað leik gegn Vestur-Þjóðverjum, 1-0 held ég. Þegar ég kom inn í herbergið hugsaði ég með mér hvort ég væri á leikskóla eða hvað væri í gangi hérna. Þeir voru að kasta brauðmolum í hver annan, með lappirnar uppi á borðum, og allt í rústi þarna inni. Þetta var bara fáránlegt,“ sagði Jóna Fanney. Maradona, sem sumir telja besta knattspyrnumann allra tíma, virðist hafa hagað sér verst. „Maradona var þarna og fékk einhvern sérstakan áhuga á mér. Og það endaði með því að, já, gott fólk, hann kleip mig í rassinn,“ sagði Jóna Fanney, nokkuð létt í bragði þó að henni hafi alls ekki líkað athæfi Argentínumannsins, og grínaðist með Felix þegar hann spurði í glettni hvort hér væri komin fram ný metoo-saga: „Já, hér kemur bara metoo-saga og ég hef aldrei borið þess bætur. Nei... Ég tók hendina á honum og ýtti honum svona frá, og sagði „hvurn djöfulinn heldur þú að þú sért að gera drengur?“ Svo strunsaði ég út og sagðist ekki myndu fara inn í þetta herbergi meira,“ sagði Jóna Fanney, og bætti við: „Einhvern tímann löngu síðar var ég að tala um þetta við vinkonur mínar og þeim fannst þetta bara „vá, Maradona kleip Jónu í rassinn.“ Mér fannst þetta ekki fyndið og neitaði að „servera“ þá meira.“
Argentína MeToo Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira