Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir kvikmynd um Kokkál Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 09:57 Dóri DNA, Kristín Eysteinsdóttir og Steinarr Logi Nesheim. Aðsend Kristín Eysteindóttir mun leikstýra kvikmynd sem byggir á bókinni Kokkáll eftir Dóra DNA. Bókin kom út á síðasta ári en hún sló rækilega í gegn og sat til að mynda í fimmtánda sæti bóksölulistans fyrir síðasta ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Í vikunni var greint frá því að Kristín hefði óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári fyrr en áætlað var, en Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin Borgarleikhússstjóri og mun Kristín vinna með henni til þess að koma henni inn í starfið. Sjá einnig: Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Í tölvupósti þar sem Kristín tilkynnti samstarfsfólki ákvörðun sína sagðist hún standa frammi fyrir því einstaka tækifæri að leikstýra kvikmynd. Verkefnið væri á byrjunarstigi en hana hefði alltaf dreymt um slíkt tækifæri. Í fréttatilkynningu Kristín hafa heillast af bókinni strax við fyrsta lestur. Sagan væri sterk samtímasaga sem hentaði vel fyrir kvikmyndaformið. Hún setti sig í samband við Dóra sjálfan og segir hann það hafa verið augljóst að hún brann langmest fyrir verkefninu. Hún sjái bókina skýrt fyrir sér sem kvikmynd, jafnvel skýrara en hann sjálfur, og hann treysti hennar mati. Hann hafi lengi verið aðdáandi hennar og hann hafi mikla trú á henni. „Ég ýmist grét eða hló þegar ég las hana og þessar vel skrifuðu og djúpu persónur voru mér ofarlega í huga löngu eftir að ég lauk við bókina. Þessar kraftmiklu persónur og kringumstæður henta mjög vel fyrir kvikmyndaformið,“ segir Kristín sem mun sjálf koma að þróun handritsins strax í upphafi. Framleiðslufyrirtækið Polarama mun framleiða myndina og verður nú hafist handa við að færa söguna yfir í kvikmyndaformið. Steinarr Logi Nesheim, framleiðandi myndarinnar, segist sannfærður um að sagan sé ekki bundin við reynsluheim Íslendinga og þau ætli sér að framleiða kvikmynd sem eigi heima á alþjóðamarkaði. Bíó og sjónvarp Leikhús Tengdar fréttir Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15 Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. 5. febrúar 2020 10:29 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Kristín Eysteindóttir mun leikstýra kvikmynd sem byggir á bókinni Kokkáll eftir Dóra DNA. Bókin kom út á síðasta ári en hún sló rækilega í gegn og sat til að mynda í fimmtánda sæti bóksölulistans fyrir síðasta ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Í vikunni var greint frá því að Kristín hefði óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári fyrr en áætlað var, en Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin Borgarleikhússstjóri og mun Kristín vinna með henni til þess að koma henni inn í starfið. Sjá einnig: Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Í tölvupósti þar sem Kristín tilkynnti samstarfsfólki ákvörðun sína sagðist hún standa frammi fyrir því einstaka tækifæri að leikstýra kvikmynd. Verkefnið væri á byrjunarstigi en hana hefði alltaf dreymt um slíkt tækifæri. Í fréttatilkynningu Kristín hafa heillast af bókinni strax við fyrsta lestur. Sagan væri sterk samtímasaga sem hentaði vel fyrir kvikmyndaformið. Hún setti sig í samband við Dóra sjálfan og segir hann það hafa verið augljóst að hún brann langmest fyrir verkefninu. Hún sjái bókina skýrt fyrir sér sem kvikmynd, jafnvel skýrara en hann sjálfur, og hann treysti hennar mati. Hann hafi lengi verið aðdáandi hennar og hann hafi mikla trú á henni. „Ég ýmist grét eða hló þegar ég las hana og þessar vel skrifuðu og djúpu persónur voru mér ofarlega í huga löngu eftir að ég lauk við bókina. Þessar kraftmiklu persónur og kringumstæður henta mjög vel fyrir kvikmyndaformið,“ segir Kristín sem mun sjálf koma að þróun handritsins strax í upphafi. Framleiðslufyrirtækið Polarama mun framleiða myndina og verður nú hafist handa við að færa söguna yfir í kvikmyndaformið. Steinarr Logi Nesheim, framleiðandi myndarinnar, segist sannfærður um að sagan sé ekki bundin við reynsluheim Íslendinga og þau ætli sér að framleiða kvikmynd sem eigi heima á alþjóðamarkaði.
Bíó og sjónvarp Leikhús Tengdar fréttir Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15 Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. 5. febrúar 2020 10:29 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32
Nýr bóksölulisti: Dóri DNA nýstirni ársins í bóksölunni Björgvin Páll virðist ætla að eiga ævisöguna þetta árið. 17. desember 2019 13:15
Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra Sjö sóttu um stöðu Borgarleikhússtjóra, sem auglýst var til umsóknar þann 16. janúar síðastliðinn. 5. febrúar 2020 10:29