Ólafía keppti við karla | Skrýtið fyrst en gaman að mæta þeim Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2020 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun leika á Symetra mótaröðinni líkt og í fyrra. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ein af tólf íslenskum kylfingum sem tóku þátt á móti sem lauk í Murcia á Spáni í gær. Mótið er hluti af Evolve-mótaröðinni þar sem bæði karlar og konur keppa. Ólafía náði næstbesta árangri kvenna á mótinu en hún átti sinn besta hring í gær þegar hún lék á -4 höggum. Samtals lék hún hringina þrjá á -5 höggum og endaði í 6.-7. sæti, jöfn Bjarka Péturssyni. Andri Þór Björnsson náði bestum árangri Íslendinganna en hann var um tíma í forystu og endaði jafn hinni suður-kóresku Jee Hyun Ahn í 2.-3. sæti á -8 höggum. Gyu Ho Lee frá Suður-Kóreu vann mótið á -10 höggum. Ólafía heldur brátt til Bandaríkjanna þar sem hún mun keppa á Symetra-mótaröðinni, þeirri næstbestu vestanhafs. Í samtali við Klefann sagðist hún hafa notið þess að prófa sig gegn karlkyns kylfingum á alvöru móti: „Það var gaman að spreyta sig á móti strákunum. Það var smá skrýtið fyrst að vera að keppa með þeim en það vandist fljótt. Fyrir mig var þetta mót mest til þess að dusta rykið af kylfunum og taka smá keppnisgolf áður en ég fer til Bandaríkjanna að keppa á Symetra mótaröðinni. Ég get ekki annað en verið ánægð með spilamennskuna. Það er jú keppnisskap í mér þannig að ég var ekki sú allra sáttasta í gær [í fyrradag], fannst ég eiga mikið inni fyrstu tvo dagana. En ég fékk örn í dag [í gær] og margt gott að gerast. Ég leyfi mér að vera þolinmóð að koma mér aftur í keppnisform,“ sagði Ólafía við Klefann.is. Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ein af tólf íslenskum kylfingum sem tóku þátt á móti sem lauk í Murcia á Spáni í gær. Mótið er hluti af Evolve-mótaröðinni þar sem bæði karlar og konur keppa. Ólafía náði næstbesta árangri kvenna á mótinu en hún átti sinn besta hring í gær þegar hún lék á -4 höggum. Samtals lék hún hringina þrjá á -5 höggum og endaði í 6.-7. sæti, jöfn Bjarka Péturssyni. Andri Þór Björnsson náði bestum árangri Íslendinganna en hann var um tíma í forystu og endaði jafn hinni suður-kóresku Jee Hyun Ahn í 2.-3. sæti á -8 höggum. Gyu Ho Lee frá Suður-Kóreu vann mótið á -10 höggum. Ólafía heldur brátt til Bandaríkjanna þar sem hún mun keppa á Symetra-mótaröðinni, þeirri næstbestu vestanhafs. Í samtali við Klefann sagðist hún hafa notið þess að prófa sig gegn karlkyns kylfingum á alvöru móti: „Það var gaman að spreyta sig á móti strákunum. Það var smá skrýtið fyrst að vera að keppa með þeim en það vandist fljótt. Fyrir mig var þetta mót mest til þess að dusta rykið af kylfunum og taka smá keppnisgolf áður en ég fer til Bandaríkjanna að keppa á Symetra mótaröðinni. Ég get ekki annað en verið ánægð með spilamennskuna. Það er jú keppnisskap í mér þannig að ég var ekki sú allra sáttasta í gær [í fyrradag], fannst ég eiga mikið inni fyrstu tvo dagana. En ég fékk örn í dag [í gær] og margt gott að gerast. Ég leyfi mér að vera þolinmóð að koma mér aftur í keppnisform,“ sagði Ólafía við Klefann.is.
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira