„Það er ekki hægt að sjá það fyrir hvað Neymar og Mbappe gera“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 14:00 Neymar og Kylian Mbappe eru frábærir leikmenn og lykilmenn ætli Paris Saint-Germain að vinna langþráðan sigur í Meistaradeildinni. Getty/David Ramos Fyrri undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld þegar franska stórliðið Paris Saint-Germain mætir spútnikliði RB Leipzig í Lissabon. Það ræðst í kvöld hvort þessara liða spila til úrslita í Meistaradeildinni í ár. Paris Saint-Germain hefur ekki komist lengra í Meistaradeildinni síðan moldríku Katararnir eignuðust félagið fyrir níu árum síðan. Draumurinn um að vinna loksins Meistaradeildarinnar er nú ansi nálægur í Parísarborg. Mótherjarnir hjá RB Leipzig hafa komið öllum á óvart allt þetta tímabil og náð lengra en nokkurn tímann áður í stuttri sögu félagsins. Fyrir aðeins ellefu árum var Leipzig liðið að keppa í fimmtu deild í Þýskalandi en kvöld geta þeir komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hinn 33 ára gamli knattspyrnustjóri Julian Nagelsmann hefur gert magnaða hluti á sínu fyrsta tímabilið með liðið en í kvöld þarf hann að finna leið til að stoppa eitt allra öflugasta sóknartvíeyki heimsins. watch on YouTube Kylian Mbappe og Neymar eru tveir af allra bestu leikmönnum heims og leikmenn sem enginn einn getur stöðvað. Þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint-Germain þá verður fyrst erfitt að stöðva þá. Þetta sýndi sig síðustu 30 mínúturnar í átta liða úrslitunum á móti Atalanta. Það gekk lítið upp hjá Neymar og félögum fram að því en ítalska liðið réð engan veginn við sóknarþunga PSG eftir að Kylian Mbappe kom inn á völlinn. Mbappe endaði á því að leggja upp seinna markið en Neymar lagði upp það fyrra. Kylian Mbappe hefur verið að glíma við ökklameiðsli eftir fljót brot í franska bikarúrslitaleiknum og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel var ánægður með stöðuna á stráknum eftir innkomuna á móti Atalanta. „Hann spilaði í 30 mínútur á móti Atalanta og það voru engin vandræði eftir þann leik. Hann hefur síðan fengið sex daga til að vinna í forminu snu og auðvitað getur hann byrjað þennan leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri PSG, á blaðamannafundi fyrir leikinn. watch on YouTube Kylian Mbappe hefur skorað 30 mörk og gefið 19 stoðsendingar í 35 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu þar af fimm mörk og sex stoðsendingar í átta leikjum í Meistaradeildinni. Neymar er með 19 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum þar af þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Auðvitað var Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, spurður út í tvíeykið á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er ekki hægt að sjá það fyrir hvað Neymar og Mbappe gera. Þeir eru toppleikmenn. Við verðum að verjast þeim sem eitt lið. Það verður erfitt en við verðum að láta þá hafa fyrir hlutunum og setja pressu á þá,“ sagði Julian Nagelsmann. Leikur RB Leipzig og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Fyrri undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld þegar franska stórliðið Paris Saint-Germain mætir spútnikliði RB Leipzig í Lissabon. Það ræðst í kvöld hvort þessara liða spila til úrslita í Meistaradeildinni í ár. Paris Saint-Germain hefur ekki komist lengra í Meistaradeildinni síðan moldríku Katararnir eignuðust félagið fyrir níu árum síðan. Draumurinn um að vinna loksins Meistaradeildarinnar er nú ansi nálægur í Parísarborg. Mótherjarnir hjá RB Leipzig hafa komið öllum á óvart allt þetta tímabil og náð lengra en nokkurn tímann áður í stuttri sögu félagsins. Fyrir aðeins ellefu árum var Leipzig liðið að keppa í fimmtu deild í Þýskalandi en kvöld geta þeir komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hinn 33 ára gamli knattspyrnustjóri Julian Nagelsmann hefur gert magnaða hluti á sínu fyrsta tímabilið með liðið en í kvöld þarf hann að finna leið til að stoppa eitt allra öflugasta sóknartvíeyki heimsins. watch on YouTube Kylian Mbappe og Neymar eru tveir af allra bestu leikmönnum heims og leikmenn sem enginn einn getur stöðvað. Þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint-Germain þá verður fyrst erfitt að stöðva þá. Þetta sýndi sig síðustu 30 mínúturnar í átta liða úrslitunum á móti Atalanta. Það gekk lítið upp hjá Neymar og félögum fram að því en ítalska liðið réð engan veginn við sóknarþunga PSG eftir að Kylian Mbappe kom inn á völlinn. Mbappe endaði á því að leggja upp seinna markið en Neymar lagði upp það fyrra. Kylian Mbappe hefur verið að glíma við ökklameiðsli eftir fljót brot í franska bikarúrslitaleiknum og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel var ánægður með stöðuna á stráknum eftir innkomuna á móti Atalanta. „Hann spilaði í 30 mínútur á móti Atalanta og það voru engin vandræði eftir þann leik. Hann hefur síðan fengið sex daga til að vinna í forminu snu og auðvitað getur hann byrjað þennan leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri PSG, á blaðamannafundi fyrir leikinn. watch on YouTube Kylian Mbappe hefur skorað 30 mörk og gefið 19 stoðsendingar í 35 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu þar af fimm mörk og sex stoðsendingar í átta leikjum í Meistaradeildinni. Neymar er með 19 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum þar af þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Auðvitað var Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, spurður út í tvíeykið á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er ekki hægt að sjá það fyrir hvað Neymar og Mbappe gera. Þeir eru toppleikmenn. Við verðum að verjast þeim sem eitt lið. Það verður erfitt en við verðum að láta þá hafa fyrir hlutunum og setja pressu á þá,“ sagði Julian Nagelsmann. Leikur RB Leipzig og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira