Tengslamyndun: Eftirsóknarverðustu eiginleikarnir Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 08:45 Hvernig upplifir fólk þig þegar þú hittir það? Vísir/Getty Margir vilja efla tengslanetið sitt í þágu vinnunnar. Tengja sig við rétta hópa fólks eða taka þátt í félagsstarfi sem tengist þeim geira sem viðkomandi starfar í. En hvernig ber maður sig að við tengslamyndunina? Metsöluhöfundurinn Dr.Ivan Misner er einn þeirra sem hefur sérhæft sig þessum fræðum. Misner er stofnandi BNI í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í markaðstengdum fyrirtækjatengslanetum og er auk þess höfundur bókarinnar ,,Networking Like a Pro.“ Að hans sögn eru einkum sjö ráð sem virka vel. Þau tók hann saman eftir að hafa unnið rannsókn þar sem hann safnaði saman svörum tæplega 3.400 einstaklinga sem starfa í viðskiptum víðs vegar um heiminn. Það sem Misner gerði var að lista upp 20 eiginleika um hegðun, viðhorf eða framkomu. Hann bað þátttakendur rannsóknarinnar að velja þá eiginleika sem þeim fellur best við þegar fólk kynnir sig fyrir þeim. Niðurstaðan hans var eftirfarandi. 1. Vertu góður hlustandi. Hlustaðu vel á þann sem þú talar við og sýndu því áhuga sem þér er sagt. 2. Jákvæðni. Að vera jákvæður er eitthvað sem við tengjum stundum við útgeislun fólks til viðbótar við það hvernig það talar og kemur fram. 3. Þjónustulund. Misner segir að í raun hafi fólk ekki áhuga á því hversu mikið þú veist nema það sé auðséð að þú hafir áhuga á að þjónusta vel. 4. Einlægni. Þetta er eiginleiki sem þarf að vera alvöru segir Misner því það er ekki nóg að vera góður hlustandi, jákvæður og með ríka þjónustulund. Fólk beinlínis finnur hvort einlægnin er til staðar eða hegðunin yfirborðskennd. 5. Eftirfylgni. Ef þú býður fram þjónustu þína eða segist ætla að vera í sambandi, fylgdu því þá eftir. 6. Trúverðugleiki. Ef fólk fær ekki á tilfinninguna að þú sért traustins verð/ur, eru litlar líkur á frekari samskiptum. 7. Góð nærvera. Misner sagði að einn svarenda sinna hefði orðað þetta svo vel þegar hann sagði ,,ég man kannski ekkert hvað fólk sagði nákvæmlega en man alltaf hvernig mér leið í návist þess.“ Í útskýringum sínum segir Misner jafnframt að aðalatriðið sé að tengslamyndunin þín líti ekki út fyrir að vera einhvers konar veiðimennska. Hugur verður að fylgja máli. Hér má sjá hvaða eiginleikar mælast eftirsóknarverðastir að mati þeirra sem tóku þátt í rannsókn Misner. Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Margir vilja efla tengslanetið sitt í þágu vinnunnar. Tengja sig við rétta hópa fólks eða taka þátt í félagsstarfi sem tengist þeim geira sem viðkomandi starfar í. En hvernig ber maður sig að við tengslamyndunina? Metsöluhöfundurinn Dr.Ivan Misner er einn þeirra sem hefur sérhæft sig þessum fræðum. Misner er stofnandi BNI í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í markaðstengdum fyrirtækjatengslanetum og er auk þess höfundur bókarinnar ,,Networking Like a Pro.“ Að hans sögn eru einkum sjö ráð sem virka vel. Þau tók hann saman eftir að hafa unnið rannsókn þar sem hann safnaði saman svörum tæplega 3.400 einstaklinga sem starfa í viðskiptum víðs vegar um heiminn. Það sem Misner gerði var að lista upp 20 eiginleika um hegðun, viðhorf eða framkomu. Hann bað þátttakendur rannsóknarinnar að velja þá eiginleika sem þeim fellur best við þegar fólk kynnir sig fyrir þeim. Niðurstaðan hans var eftirfarandi. 1. Vertu góður hlustandi. Hlustaðu vel á þann sem þú talar við og sýndu því áhuga sem þér er sagt. 2. Jákvæðni. Að vera jákvæður er eitthvað sem við tengjum stundum við útgeislun fólks til viðbótar við það hvernig það talar og kemur fram. 3. Þjónustulund. Misner segir að í raun hafi fólk ekki áhuga á því hversu mikið þú veist nema það sé auðséð að þú hafir áhuga á að þjónusta vel. 4. Einlægni. Þetta er eiginleiki sem þarf að vera alvöru segir Misner því það er ekki nóg að vera góður hlustandi, jákvæður og með ríka þjónustulund. Fólk beinlínis finnur hvort einlægnin er til staðar eða hegðunin yfirborðskennd. 5. Eftirfylgni. Ef þú býður fram þjónustu þína eða segist ætla að vera í sambandi, fylgdu því þá eftir. 6. Trúverðugleiki. Ef fólk fær ekki á tilfinninguna að þú sért traustins verð/ur, eru litlar líkur á frekari samskiptum. 7. Góð nærvera. Misner sagði að einn svarenda sinna hefði orðað þetta svo vel þegar hann sagði ,,ég man kannski ekkert hvað fólk sagði nákvæmlega en man alltaf hvernig mér leið í návist þess.“ Í útskýringum sínum segir Misner jafnframt að aðalatriðið sé að tengslamyndunin þín líti ekki út fyrir að vera einhvers konar veiðimennska. Hugur verður að fylgja máli. Hér má sjá hvaða eiginleikar mælast eftirsóknarverðastir að mati þeirra sem tóku þátt í rannsókn Misner.
Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira