Patrekur tekur við Stjörnunni | Lítur á liðið sem sofandi risa Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2020 00:11 Patrekur Jóhannesson gerði Selfoss að Íslandsmeistara í fyrsta sinn á síðustu leiktíð. vísir/daníel Patrekur Jóhannesson tekur við sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta í sumar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sitt gamla félag. Rúnar Sigtryggsson mun því hætta sem þjálfari Stjörnunnar eftir keppnistímabilið en hann er með Stjörnuna í 8. sæti Olís-deildarinnar nú þegar styttist í úrslitakeppnina. Patrekur er uppalinn Stjörnumaður og Garðbæingur og auk þess að leika með liðinu við góðan orðstír þjálfaði hann liðið árin 2008-2010. Hann hefur síðan þá stýrt bæði Haukum og Selfossi til Íslandsmeistaratitils auk þess að þjálfa Val, karlalandslið Austurríkis og félagslið í Þýskalandi og Danmörku, nú síðast Skjern. „Ég hlakka til að taka á ný við þjálfarastarfi hjá Stjörnunni,“ segir Patrekur í fréttatilkynningu. „Félagið býr að fornri frægð í handbolta, ekki síst kvennaliðið, og hér eru mörg sóknarfæri. Ég lít á Stjörnuna eins og sofandi risa sem getur heldur betur látið að sér kveða. Liðið er nú þegar vel skipað undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Miklu máli skiptir að hlúa vel að unglingastarfinu þannig að börn í Garðabæ geti stundað íþróttina sér til ánægju og meistaraflokkar félagsins notið þess þegar fram í sækir. Ég hef verið svo heppinn að hafa stýrt tveimur liðum til sigurs á Íslandsmóti, Haukum og Selfossi. Á báðum stöðum var öflugt unglingastarf forsenda góðs árangurs,“ segir Patrekur. Garðabær Olís-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Patrekur Jóhannesson tekur við sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta í sumar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sitt gamla félag. Rúnar Sigtryggsson mun því hætta sem þjálfari Stjörnunnar eftir keppnistímabilið en hann er með Stjörnuna í 8. sæti Olís-deildarinnar nú þegar styttist í úrslitakeppnina. Patrekur er uppalinn Stjörnumaður og Garðbæingur og auk þess að leika með liðinu við góðan orðstír þjálfaði hann liðið árin 2008-2010. Hann hefur síðan þá stýrt bæði Haukum og Selfossi til Íslandsmeistaratitils auk þess að þjálfa Val, karlalandslið Austurríkis og félagslið í Þýskalandi og Danmörku, nú síðast Skjern. „Ég hlakka til að taka á ný við þjálfarastarfi hjá Stjörnunni,“ segir Patrekur í fréttatilkynningu. „Félagið býr að fornri frægð í handbolta, ekki síst kvennaliðið, og hér eru mörg sóknarfæri. Ég lít á Stjörnuna eins og sofandi risa sem getur heldur betur látið að sér kveða. Liðið er nú þegar vel skipað undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Miklu máli skiptir að hlúa vel að unglingastarfinu þannig að börn í Garðabæ geti stundað íþróttina sér til ánægju og meistaraflokkar félagsins notið þess þegar fram í sækir. Ég hef verið svo heppinn að hafa stýrt tveimur liðum til sigurs á Íslandsmóti, Haukum og Selfossi. Á báðum stöðum var öflugt unglingastarf forsenda góðs árangurs,“ segir Patrekur.
Garðabær Olís-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira