Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2020 14:31 Höskuldur Gunnlaugsson og félagar í Breiðabliki eru velkomnir til Noregs en Åge Hareide mun ekki stýra Rosenborg gegn þeim. samsett/daníel/getty Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. Breiðablik og Rosenborg mætast í Þrándheimi 27. ágúst, í forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Óvissa ríkti um það hvort staða Íslands á rauðum lista í Noregi, sem þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í sóttkví við komu til Noregs, hefði áhrif á Blika. Þeirri óvissu hefur nú verið eytt og sleppa Blikar við sóttkví. Þetta staðfesti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi í dag. Breiðablik mun því ferðast eftir sinni áætlun, út til Noregs þann 25. ágúst og svo heim aftur eftir leik tveimur sólarhringum síðar. Þá verður væntanlega orðið ljóst hvort knattspyrnulið fái undanþágu frá reglum um sóttkví við komu til Íslands, vegna leikja á vegum UEFA þar sem gerðar eru strangar kröfur um sóttvarnir. Fyllti í skarðið í tvo mánuði og stýrir Rosenborg geng Blikum Hinn nýi þjálfari Rosenborg, Hareide, hefur stýrt liðum til meistaratitils í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, auk þess að þjálfa norska og danska landsliðið. Það er einmitt Rosenborg sem hann stýrði til meistaratitils í Noregi árið 2003. Hareide mun þó ekki hefja störf að nýju hjá Rosenborg fyrr en 1. september. Rosenborg hóf þjálfaraleit eftir að Eirik Horneland hætti hjá liðinu 26. júní síðastliðinn. Síðustu tvo mánuði hefur Trond Henriksen stýrt liðinu til bráðabirgða og hann verður við stjórnvölinn í leiknum við Breiðablik. Norski boltinn Breiðablik Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. 12. ágúst 2020 17:30 Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. Breiðablik og Rosenborg mætast í Þrándheimi 27. ágúst, í forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Óvissa ríkti um það hvort staða Íslands á rauðum lista í Noregi, sem þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í sóttkví við komu til Noregs, hefði áhrif á Blika. Þeirri óvissu hefur nú verið eytt og sleppa Blikar við sóttkví. Þetta staðfesti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi í dag. Breiðablik mun því ferðast eftir sinni áætlun, út til Noregs þann 25. ágúst og svo heim aftur eftir leik tveimur sólarhringum síðar. Þá verður væntanlega orðið ljóst hvort knattspyrnulið fái undanþágu frá reglum um sóttkví við komu til Íslands, vegna leikja á vegum UEFA þar sem gerðar eru strangar kröfur um sóttvarnir. Fyllti í skarðið í tvo mánuði og stýrir Rosenborg geng Blikum Hinn nýi þjálfari Rosenborg, Hareide, hefur stýrt liðum til meistaratitils í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, auk þess að þjálfa norska og danska landsliðið. Það er einmitt Rosenborg sem hann stýrði til meistaratitils í Noregi árið 2003. Hareide mun þó ekki hefja störf að nýju hjá Rosenborg fyrr en 1. september. Rosenborg hóf þjálfaraleit eftir að Eirik Horneland hætti hjá liðinu 26. júní síðastliðinn. Síðustu tvo mánuði hefur Trond Henriksen stýrt liðinu til bráðabirgða og hann verður við stjórnvölinn í leiknum við Breiðablik.
Norski boltinn Breiðablik Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. 12. ágúst 2020 17:30 Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. 12. ágúst 2020 17:30
Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00