Valur fór létt með ÍBV | Víkíngur Ó. halda áfram að leka mörkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. febrúar 2020 16:15 Sigurður Egill skoraði tvívegis gegn ÍBV í dag. Vísir/Bára Alls eru þrír leikir búnir í Lengjubikar karla í dag. Valur vann ÍBV örugglega. Víkingur Ólafsvík átti aldrei roð í Fjölni og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Grindavík eftir að hafa komist í 2-0. Þá klúðruðu Grindvíkingar vítaspyrnu undir lok leiks. Í 4. riðli A-deildar voru tveir leikir á dagskrá. Þar unnu Valur og Fjölnir stórsigra. Valur var 4-0 yfir í hálfleik gegn ÍBV á Hlíðarenda en fjórða markið var einkar kómískt. Bjarni Ólafur Eiríksson, fyrrum leikmaður Vals, gaf þá Sigurði Agli Lárussyni einfaldlega mark á silfurfati aðeins nokkrum sekúndum eftir að Valsmenn höfðu komist í 3-0. Var það annað mark Sigurðs Egils í leiknum en Kaj Leó í Bartalsstovu og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig fyrir Valsmenn í dag. Gestirnir frá Vestmannaeyjum minnkuðu muninn á 65. mínútu með marki Jose Enrique og þar við sat. Lokatölur 4-1 Valsmönnum í vil sem þýðir að þeir eru nú með sex stig eftir þrjá leiki, líkt og ÍBV. Fjölnir fór létt með Víking frá Ólafsvík þegar liðin mættust í 4. riðli A-deildar Lengjubikarsins í dag. Jón Gísli Ström kom Fjölni tvisvar yfir í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 2-1. Fjölnismenn voru hvergi nærri hættir og skoraði Ingibergur Kort Sigurðsson tvívegis í síðari hálfleik sem og Sigurpáll Melsteð Pálsson skoraði nokkuð óvænt. Lokatölur 5-1 Fjölni í vil sem eru komnir með sex stig í 2. sæti riðilsins en Víkingur er á botninum án stiga og hefur fengið á sig 13 mörk í þremur leikjum og aðeins skorað eitt. Þá mættust Grótta og Grindavík í 3. riðli A-deildarinnar. Grótta komst í 2-0 þökk sé mörkum Péturs Theódórs Árnasonar og Kristófer Melsted. Aðeins 10 mínútum eftir síðara mark Seltirninga var staðan orðin jöfn, 2-2. Aron Jóhannsson minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu og tveimur mínútum síðar hafði Alexander Veigar Þórarinsson jafnað metin. Undir lok leiks fékk Aron svo gullið tækifæri til að tryggja Grindavík sigurinn en hann brenndi þá af vítaspyrnu, lokatölur þar af leiðandi 2-2. Grótta er í 3. sæti með fimm stig í riðlinum en Grindavíker í næst neðsta sæti með eitt stig. Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Alls eru þrír leikir búnir í Lengjubikar karla í dag. Valur vann ÍBV örugglega. Víkingur Ólafsvík átti aldrei roð í Fjölni og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Grindavík eftir að hafa komist í 2-0. Þá klúðruðu Grindvíkingar vítaspyrnu undir lok leiks. Í 4. riðli A-deildar voru tveir leikir á dagskrá. Þar unnu Valur og Fjölnir stórsigra. Valur var 4-0 yfir í hálfleik gegn ÍBV á Hlíðarenda en fjórða markið var einkar kómískt. Bjarni Ólafur Eiríksson, fyrrum leikmaður Vals, gaf þá Sigurði Agli Lárussyni einfaldlega mark á silfurfati aðeins nokkrum sekúndum eftir að Valsmenn höfðu komist í 3-0. Var það annað mark Sigurðs Egils í leiknum en Kaj Leó í Bartalsstovu og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig fyrir Valsmenn í dag. Gestirnir frá Vestmannaeyjum minnkuðu muninn á 65. mínútu með marki Jose Enrique og þar við sat. Lokatölur 4-1 Valsmönnum í vil sem þýðir að þeir eru nú með sex stig eftir þrjá leiki, líkt og ÍBV. Fjölnir fór létt með Víking frá Ólafsvík þegar liðin mættust í 4. riðli A-deildar Lengjubikarsins í dag. Jón Gísli Ström kom Fjölni tvisvar yfir í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 2-1. Fjölnismenn voru hvergi nærri hættir og skoraði Ingibergur Kort Sigurðsson tvívegis í síðari hálfleik sem og Sigurpáll Melsteð Pálsson skoraði nokkuð óvænt. Lokatölur 5-1 Fjölni í vil sem eru komnir með sex stig í 2. sæti riðilsins en Víkingur er á botninum án stiga og hefur fengið á sig 13 mörk í þremur leikjum og aðeins skorað eitt. Þá mættust Grótta og Grindavík í 3. riðli A-deildarinnar. Grótta komst í 2-0 þökk sé mörkum Péturs Theódórs Árnasonar og Kristófer Melsted. Aðeins 10 mínútum eftir síðara mark Seltirninga var staðan orðin jöfn, 2-2. Aron Jóhannsson minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu og tveimur mínútum síðar hafði Alexander Veigar Þórarinsson jafnað metin. Undir lok leiks fékk Aron svo gullið tækifæri til að tryggja Grindavík sigurinn en hann brenndi þá af vítaspyrnu, lokatölur þar af leiðandi 2-2. Grótta er í 3. sæti með fimm stig í riðlinum en Grindavíker í næst neðsta sæti með eitt stig.
Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira