27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 10:00 Eiður Smári Guðjohsen og Adrian Mutu. Samsett/Getty Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. 12. ágúst 2003 borgaði Chelsea ítalska félaginu Parma 22,5 milljónir evra fyrir rúmenska framherjann Adrian Mutu og hann gerði fimm ára samning við Chelsea. Rússinn Roman Abramovich var nýbúinn að eignast Chelsea og dældi strax peningum inn í félagið. Adrian Mutu byrjaði frábærlega með Chelsea liðinu, skoraði sigurmark í fyrsta leik og alls fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Chelsea. Eiður Smári hafði skorað tíu deildarmörk tímabilið á undan en var kominn á bekkinn í fyrsta leik Mutu. Eiður Smári var aðeins fjórum sinnum í byrjunarliðinu í nítján deildarleikjum fram að áramótum. Adrian Mutu skoraði hins vegar aðeins 2 mörk í síðustu 22 leikjum sínum á leiktíðinni og var orðin algjör aukaleikari undir loka tímabilsins. Á sama tíma var Eiður Smári aftur orðinn fastagestur í Chelsea liðinu. Eiði Smára tókst að standast samkeppnina og gott betur. Adrian Mutu og Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Chelsra á móti Arsenal.Getty/Mike Egerton Mótlætið fór greinilega illa í Adrian Mutu og í september 2004 þá var hann dæmdur í sjö mánaða bann eftir að kókaín fannst í blóði hans í lyfjaprófi. Mutu lenti síðan upp á kant við knattspyrnustjórann Jose Mourinho og Chelsea sagði á endanum upp samningnum við hann eftir að upp komst um kókaíneysluna. Adrian Mutu fór til Juventus og þaðan til Fiorentina þar sem hann átti sín bestu ár. Adrian Mutu lék einnig stórt hlutverk með rúmenska landsliðinu og er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi ásamt Gheorghe Hagi. Eiður Smári Guðjohnsen upplifði aftur á móti sína skemmtilegustu tíma á Brúnni eftir þetta því hann varð tvisvar sinnum enskur meistari með Chelsea áður en félagið seldi hann til spænska stórliðsins Barcelona haustið 2006. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. Adrian Mutu fagnar Eiði Smári Guðjohnsen.Getty/ Tony Marshall EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira
Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. 12. ágúst 2003 borgaði Chelsea ítalska félaginu Parma 22,5 milljónir evra fyrir rúmenska framherjann Adrian Mutu og hann gerði fimm ára samning við Chelsea. Rússinn Roman Abramovich var nýbúinn að eignast Chelsea og dældi strax peningum inn í félagið. Adrian Mutu byrjaði frábærlega með Chelsea liðinu, skoraði sigurmark í fyrsta leik og alls fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Chelsea. Eiður Smári hafði skorað tíu deildarmörk tímabilið á undan en var kominn á bekkinn í fyrsta leik Mutu. Eiður Smári var aðeins fjórum sinnum í byrjunarliðinu í nítján deildarleikjum fram að áramótum. Adrian Mutu skoraði hins vegar aðeins 2 mörk í síðustu 22 leikjum sínum á leiktíðinni og var orðin algjör aukaleikari undir loka tímabilsins. Á sama tíma var Eiður Smári aftur orðinn fastagestur í Chelsea liðinu. Eiði Smára tókst að standast samkeppnina og gott betur. Adrian Mutu og Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Chelsra á móti Arsenal.Getty/Mike Egerton Mótlætið fór greinilega illa í Adrian Mutu og í september 2004 þá var hann dæmdur í sjö mánaða bann eftir að kókaín fannst í blóði hans í lyfjaprófi. Mutu lenti síðan upp á kant við knattspyrnustjórann Jose Mourinho og Chelsea sagði á endanum upp samningnum við hann eftir að upp komst um kókaíneysluna. Adrian Mutu fór til Juventus og þaðan til Fiorentina þar sem hann átti sín bestu ár. Adrian Mutu lék einnig stórt hlutverk með rúmenska landsliðinu og er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi ásamt Gheorghe Hagi. Eiður Smári Guðjohnsen upplifði aftur á móti sína skemmtilegustu tíma á Brúnni eftir þetta því hann varð tvisvar sinnum enskur meistari með Chelsea áður en félagið seldi hann til spænska stórliðsins Barcelona haustið 2006. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. Adrian Mutu fagnar Eiði Smári Guðjohnsen.Getty/ Tony Marshall
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira
29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00
28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00