„Stóð frammi fyrir því að missa bæði barnið mitt og konuna mína“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2020 12:30 Veigar og Sirrý hafa gengið í gegnum margt saman. Fyrir tuttugu árum greindist Sirrý Jónasdóttir með nýrnasjúkdóm, hún var þá gengin sex mánuði með sitt annað barn og algjörlega ómeðvituð um sjúkdóminn. Í reglubundinni heimsókn hjá lækni í Ameríku þar sem hún bjó ásamt eiginmanni og barni kom í ljós að hún var mikið veik, og læknarnir töldu að hún væri með meðgöngueitrun og það var aðeins eitt í stöðunni, að bjarga Sirrý en þau vissu að barnið myndi ekki lifa það af. Rætt var við þau Sirrý og Veigar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Það er sumarið 1999 og við erum í Los Angeles í nýrri borg, á nýjum stað og búin að vera þarna í stuttan tíma. Ég var að skríða úr námi og er þarna á stuttbuxum og í sandölum og dríf mig bara á stað og ætla fara upp á spítala að sækja hana,“ segir Veigar Margeirsson, eiginmaður Sirrýjar. Það var eitthvað mikið að „Svo kem ég þangað og sé að það er eitthvað meiriháttar í gangi. Maður sá það á svipnum á heilbrigðisstarfsfólkinu að það er ekki allt með feldu. Það líða nokkrar mínútur þar til að ég er dreginn inn í herbergi af lækni og hún segir að konan mín sé mjög alvarlega veik og að hún verði að fara í fæðingu núna. Ég segi að hún fari ekki í fæðingu núna þar sem barniðn muni ekki lifa það af. Læknirinn svarar mér þá að hún viti það að barnið muni ekki lifa þetta af en ef hún færi ekki í aðgerð strax myndi hún heldur ekki lifa af. Ég stóð frammi fyrir því að missa bæði barnið mitt og konuna mína. Ég þurfti að fara fram og útskýra fyrir Sirrý að við værum að fara í fæðingu.“ Þegar þau hjónin fóru saman í nýrnaaðgerð og Veigar gaf konunni sinni nýra. Sirrý var sett af stað og þá fæddist stúlkubarn sem þau gáfu nafnið Rannveig en barnið lifði aðeins í sextán mínútur. „Við kjósum að trúa því að hún hafi verið send okkur til þess að finna þennan sjúkdóm,“ segir Veigar. „Ég fæði hana, sem er það erfiðasta sem ég hef nokkur tímann gert, og vitandi það að þú ert að fara fæða barn sem fær ekki að lifa. Andlega var þetta mjög erfitt. Mér fannst ég alveg ómöguleg sem kona, að geta ekki haldið henni nægilega lengi inni í mér til að það væri hægt að bjarga henni,“ segir Sirrý. Gat lifað í tuttugu ár á lyfjum Eftir þessa erfiðu lífsreynslu kemur enn eitt óvænt í ljós. „Ég er látin fæða til að lækna mig en svo bara læknast ég ekki þegar hún er fædd. Það vissi enginn hvað væri í raun að mér en það var ekki fyrir nokkrum mánuðum síðar þegar það kemur í ljós að ég væri með nýrnasjúkdóm sem hagaði sér eins og meðgöngueitrun. Þá var hægt að gefa mér lyf við því og þannig gat ég lifað í tuttugu ár af því að þetta uppgötvaðist svona snemma. Þagnað til núna í nóvember þegar Veigar gaf mér nýra.“ Veigar var staðráðinn í því að gefa henni nýra sem hann og gerði og tala þau hjónin mjög skemmtilega um það ferli. Aðgerðin gekk vonum framar og bæði var baklandið þeirra í fjölskyldunni afar sterkt sem og læknateymið á sjúkrahúsinu og segja Sirrý og Veigar að það hafi verið staðið einstaklega vel að öllu í ferlinu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Fyrir tuttugu árum greindist Sirrý Jónasdóttir með nýrnasjúkdóm, hún var þá gengin sex mánuði með sitt annað barn og algjörlega ómeðvituð um sjúkdóminn. Í reglubundinni heimsókn hjá lækni í Ameríku þar sem hún bjó ásamt eiginmanni og barni kom í ljós að hún var mikið veik, og læknarnir töldu að hún væri með meðgöngueitrun og það var aðeins eitt í stöðunni, að bjarga Sirrý en þau vissu að barnið myndi ekki lifa það af. Rætt var við þau Sirrý og Veigar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Það er sumarið 1999 og við erum í Los Angeles í nýrri borg, á nýjum stað og búin að vera þarna í stuttan tíma. Ég var að skríða úr námi og er þarna á stuttbuxum og í sandölum og dríf mig bara á stað og ætla fara upp á spítala að sækja hana,“ segir Veigar Margeirsson, eiginmaður Sirrýjar. Það var eitthvað mikið að „Svo kem ég þangað og sé að það er eitthvað meiriháttar í gangi. Maður sá það á svipnum á heilbrigðisstarfsfólkinu að það er ekki allt með feldu. Það líða nokkrar mínútur þar til að ég er dreginn inn í herbergi af lækni og hún segir að konan mín sé mjög alvarlega veik og að hún verði að fara í fæðingu núna. Ég segi að hún fari ekki í fæðingu núna þar sem barniðn muni ekki lifa það af. Læknirinn svarar mér þá að hún viti það að barnið muni ekki lifa þetta af en ef hún færi ekki í aðgerð strax myndi hún heldur ekki lifa af. Ég stóð frammi fyrir því að missa bæði barnið mitt og konuna mína. Ég þurfti að fara fram og útskýra fyrir Sirrý að við værum að fara í fæðingu.“ Þegar þau hjónin fóru saman í nýrnaaðgerð og Veigar gaf konunni sinni nýra. Sirrý var sett af stað og þá fæddist stúlkubarn sem þau gáfu nafnið Rannveig en barnið lifði aðeins í sextán mínútur. „Við kjósum að trúa því að hún hafi verið send okkur til þess að finna þennan sjúkdóm,“ segir Veigar. „Ég fæði hana, sem er það erfiðasta sem ég hef nokkur tímann gert, og vitandi það að þú ert að fara fæða barn sem fær ekki að lifa. Andlega var þetta mjög erfitt. Mér fannst ég alveg ómöguleg sem kona, að geta ekki haldið henni nægilega lengi inni í mér til að það væri hægt að bjarga henni,“ segir Sirrý. Gat lifað í tuttugu ár á lyfjum Eftir þessa erfiðu lífsreynslu kemur enn eitt óvænt í ljós. „Ég er látin fæða til að lækna mig en svo bara læknast ég ekki þegar hún er fædd. Það vissi enginn hvað væri í raun að mér en það var ekki fyrir nokkrum mánuðum síðar þegar það kemur í ljós að ég væri með nýrnasjúkdóm sem hagaði sér eins og meðgöngueitrun. Þá var hægt að gefa mér lyf við því og þannig gat ég lifað í tuttugu ár af því að þetta uppgötvaðist svona snemma. Þagnað til núna í nóvember þegar Veigar gaf mér nýra.“ Veigar var staðráðinn í því að gefa henni nýra sem hann og gerði og tala þau hjónin mjög skemmtilega um það ferli. Aðgerðin gekk vonum framar og bæði var baklandið þeirra í fjölskyldunni afar sterkt sem og læknateymið á sjúkrahúsinu og segja Sirrý og Veigar að það hafi verið staðið einstaklega vel að öllu í ferlinu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira