Pep og vandræði hans í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2020 07:00 Pep þungt hugsi. Vísir/Getty Pep Guardiola er án vafa einn besti knattspyrnustjóri síðari ára. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að honum virðist fyrirmunað að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er með öðru liði en Barcelona. Í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð tókst Manchester City, sem stefndu þá hraðbyr að Englandsmeistaratitlinum, á einhvern ótrúlegan hátt að detta út fyrir Tottenham Hotspur. Þeir Sam Lee og Raphael Honigstein hjá The Athletic fóru yfir feril Pep Guardiola í Meistaradeild Evrópu og ræddu við fyrrum leikmenn sem og samstarfsmenn hans. Í grunninn gerir Pep þau mistök að hugsa of mikið. Hann gerir leikina töluvert flóknari en þeir eiga að þurfa að vera. Tapið á útivelli gegn Tottenham var 10. tap Pep á útivelli í 8-liða eða undanúrslitum keppninnar. Á Santiego Bernabéu ákvað hann að spila blússandi sóknarbolta gegn Real Madrid, gegn Barcelona ákvað hann að spila maður á mann vörn [bæði með Bayern Munich], gegn Liverpool ákvað hann að fjölga á miðjunni og gegn Tottenham ákvað hann að vera óhemju varkár [bæði með Manchester City]. Thomas Müller, leikmaður Bayern, telur að óheppni spili sinn þátt í gengi liðsins í Meistaradeildinni þegar Pep var stjóri þess frá árunum 2013-2016. Müller telur að Pep hafi stundum verið milli steins og sleggju þegar kom að því að halda í sitt taktíska upplegg eða þá að aðlaga leikstílinn að mótherjanum. „Leikstíll hans var frábær gegn minni liðum þar sem hann krefst þess að liðið hafi algjöra yfirburði þegar kemur að því að halda boltanum, og það gerir Guardiola að einum besta þjálfara í heimi,“ segir Müller. Pep Guardiola responds to Thomas Muller's view on his approach to big games. "It is true, I give much, but they cannot say I never prepare for the game. The more I know about the opponent, the better."@SamLee & @honigstein on Guardiola’s Champions League ‘curse’.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 25, 2020 Þá hefur einn samstarfsmaður Katalónans hjá Bayern sagt að skilningur hans á knattspyrnu sé ólíkur öllu því sem hann hafi áður vitað og það sé í raun ómögulegt fyrir aðra að skilja leikinn á sama hátt. Hvort það sé málið er erfitt að segja en Pep og lærisveinar hans í City fá verðugt verkefni í kvöld er þeir mæta Real Madrid á Santiago Bernabéu. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20:00 en upphitun hefst klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Pep Guardiola er án vafa einn besti knattspyrnustjóri síðari ára. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að honum virðist fyrirmunað að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er með öðru liði en Barcelona. Í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð tókst Manchester City, sem stefndu þá hraðbyr að Englandsmeistaratitlinum, á einhvern ótrúlegan hátt að detta út fyrir Tottenham Hotspur. Þeir Sam Lee og Raphael Honigstein hjá The Athletic fóru yfir feril Pep Guardiola í Meistaradeild Evrópu og ræddu við fyrrum leikmenn sem og samstarfsmenn hans. Í grunninn gerir Pep þau mistök að hugsa of mikið. Hann gerir leikina töluvert flóknari en þeir eiga að þurfa að vera. Tapið á útivelli gegn Tottenham var 10. tap Pep á útivelli í 8-liða eða undanúrslitum keppninnar. Á Santiego Bernabéu ákvað hann að spila blússandi sóknarbolta gegn Real Madrid, gegn Barcelona ákvað hann að spila maður á mann vörn [bæði með Bayern Munich], gegn Liverpool ákvað hann að fjölga á miðjunni og gegn Tottenham ákvað hann að vera óhemju varkár [bæði með Manchester City]. Thomas Müller, leikmaður Bayern, telur að óheppni spili sinn þátt í gengi liðsins í Meistaradeildinni þegar Pep var stjóri þess frá árunum 2013-2016. Müller telur að Pep hafi stundum verið milli steins og sleggju þegar kom að því að halda í sitt taktíska upplegg eða þá að aðlaga leikstílinn að mótherjanum. „Leikstíll hans var frábær gegn minni liðum þar sem hann krefst þess að liðið hafi algjöra yfirburði þegar kemur að því að halda boltanum, og það gerir Guardiola að einum besta þjálfara í heimi,“ segir Müller. Pep Guardiola responds to Thomas Muller's view on his approach to big games. "It is true, I give much, but they cannot say I never prepare for the game. The more I know about the opponent, the better."@SamLee & @honigstein on Guardiola’s Champions League ‘curse’.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 25, 2020 Þá hefur einn samstarfsmaður Katalónans hjá Bayern sagt að skilningur hans á knattspyrnu sé ólíkur öllu því sem hann hafi áður vitað og það sé í raun ómögulegt fyrir aðra að skilja leikinn á sama hátt. Hvort það sé málið er erfitt að segja en Pep og lærisveinar hans í City fá verðugt verkefni í kvöld er þeir mæta Real Madrid á Santiago Bernabéu. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20:00 en upphitun hefst klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira