Það virðist liggja ljóst fyrir að Timo Werner, framherji RB Leipzig, vill ólmur komast til Evrópumeistara Liverpool í sumar en hann hefur talað ansi hlýlega um félagið undanfarnar vikur.
Werner var spurður út í áhuga Liverpool eftir sigur Leipzig á Tottenham í Meistaradeildinni í síðustu viku og sá þýski hélt áfram eftir leik Leipzig um helgina.
„Á síðasta tímabili, áður en ég framlengdi samning minn, var alltaf talað um Bayern Munchen. Nú er það Liverpool sem kemur upp og sérstaklega eftir leikinn okkar í Englandi. Þar ertu með besta stjóra í heimi í Jurgen Klopp,“ sagði Werner.
Hann skoraði sitt 27. mark um helgina er Leipzig rúllaði yfir Schalke 5-0 er liðin mættust á laugardaginn.
"You have there the best coach in the world with Jurgen Klopp."
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 23, 2020
„Það eru margir hlutir sem gefa það til kynna að leikstíll minn myndi henta Liverpool vel en ég er ekki að hugsa um það því það er margt framundan hjá Leipzig. Við unnum Tottenham en eigum síðari leikinn eftir. Það er erfitt að hugsa um næsta tímabil því ég vil stíga á besíngjöfina núna,“ sagði Werner einbeittur á verkefnið í Þýskalandi.
Leipzig er í 2. sæti þýsku Bundesligunnar, stigi á eftir toppliðinu og ríkjandi meisturum í Bayern Munchen. Ellefu umferðir eru eftir af deildinni.
Jürgen Klopp on the difficult 'CV' #LFC are looking for from transfer targets.
— Melissa Reddy (@MelissaReddy_) February 23, 2020
“It’s easier to get into talks if players see you as successful. It’s also more difficult the better your team is - they ask questions like ‘where and when would I play?’"https://t.co/n6oDDyXzgy