Tveir fóru holu í höggi á PGA-móti í Mexíkó í gær | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2020 12:30 Jon Rahm kom sér í toppbaráttuna með frábærum þriðja hring. vísir/getty Tveir kylfingar fóru holu í höggi á þriðja hring WGC-Mexico Championship mótsins í golfi í gær. Bandaríkjamaðurinn Chez Reavie byrjaði á því að fara holu í höggi á þriðju braut. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem Reavie fer holu í höggi og í fimmta sinn sem hann afrekar það á PGA-mótaröðinni. His 5th ace on TOUR. His 2nd ace in 2 months. Chez Reavie makes a hole-in-one on the par-3 third hole at @WGCMexico.#QuickHitspic.twitter.com/rpUKgC0wj4— PGA TOUR (@PGATOUR) February 22, 2020 Rétt rúmum klukkutíma síðar fór Spánverjinn Jon Rahm holu í höggi á 17. braut. Þetta er í annað sinn sem hann fer holu í höggi á PGA-mótaröðinni. What a shot. What a reaction. @JonRahmPGA one-hops it for an ace at @WGCMexico.#QuickHitspic.twitter.com/6CO6dy3gjz— PGA TOUR (@PGATOUR) February 22, 2020 Rahm toppaði þar með frábæra spilamennsku sína. Hann lék þriðja hringinn á tíu höggum undir pari og jafnaði þar með vallarmetið. Rahm fékk fugl á fyrstu fjórum holunum og sex fugla á fyrstu sjö. Hann fór upp um 18 sæti í gær og er í því fjórða fyrir lokahringinn, fjórum höggum á eftir efsta manni, Justin Thomas frá Bandaríkjunum. Bein útsending frá lokahring WGC-Mexico Championship hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tveir kylfingar fóru holu í höggi á þriðja hring WGC-Mexico Championship mótsins í golfi í gær. Bandaríkjamaðurinn Chez Reavie byrjaði á því að fara holu í höggi á þriðju braut. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem Reavie fer holu í höggi og í fimmta sinn sem hann afrekar það á PGA-mótaröðinni. His 5th ace on TOUR. His 2nd ace in 2 months. Chez Reavie makes a hole-in-one on the par-3 third hole at @WGCMexico.#QuickHitspic.twitter.com/rpUKgC0wj4— PGA TOUR (@PGATOUR) February 22, 2020 Rétt rúmum klukkutíma síðar fór Spánverjinn Jon Rahm holu í höggi á 17. braut. Þetta er í annað sinn sem hann fer holu í höggi á PGA-mótaröðinni. What a shot. What a reaction. @JonRahmPGA one-hops it for an ace at @WGCMexico.#QuickHitspic.twitter.com/6CO6dy3gjz— PGA TOUR (@PGATOUR) February 22, 2020 Rahm toppaði þar með frábæra spilamennsku sína. Hann lék þriðja hringinn á tíu höggum undir pari og jafnaði þar með vallarmetið. Rahm fékk fugl á fyrstu fjórum holunum og sex fugla á fyrstu sjö. Hann fór upp um 18 sæti í gær og er í því fjórða fyrir lokahringinn, fjórum höggum á eftir efsta manni, Justin Thomas frá Bandaríkjunum. Bein útsending frá lokahring WGC-Mexico Championship hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira