Enski boltinn

Frábær undirbúningur fyrir leikinn við Real

Sindri Sverrisson skrifar
Gabriel Jesus, Riyad Mahrez og Bernardo Silva glaðir í bragði eftir markið sem Mahrez lagði upp fyrir Jesus.
Gabriel Jesus, Riyad Mahrez og Bernardo Silva glaðir í bragði eftir markið sem Mahrez lagði upp fyrir Jesus. vísir/getty

Riyad Mahrez segir að sigurinn gegn Leicester í kvöld muni hjálpa Manchester City fyrir stórleikinn við Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.

City-menn fara til Spánar og mæta þar Real í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Þetta var fullkominn leikur til að undirbúa okkur fyrir þann leik. Það verður erfitt en við erum tilbúnir,“ sagði Mahrez.

Mahrez átti risastóran þátt í sigurmarki Gabriel Jesus gegn Leicester en það var eina mark leiksins.

„Fyrst vildi ég taka skotið en svo sá ég pláss þarna og á síðustu stundu sá ég Gabi. Ég vissi að hann yrði ekki rangstæður þar sem hann fylgdist vel með línunni, svo ég gaf boltann á hann og hann kláraði færið vel.“

„Þetta var erfiður leikur. Það er alltaf erfitt að koma hingað, þeir spila mjög aftarlega og með fimm manna vörn. Við reyndum að brjóta þá á bak aftur en það var erfitt. Í seinni hálfleiknum var meira um skyndisóknir svo við fengum meira pláss og það gerði gæfumuninn,“ sagði Mahrez.


Tengdar fréttir

Jesus skaut Man. City enn nær silfrinu

Gabriel Jesus skoraði sigurmarkið þegar Manchester City vann Leicester 1-0 í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×