Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2020 11:20 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sakar SI um ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sínum um upprunaábyrgðir. vísir/vilhelm Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fer hörðum orðum um Samtök iðnaðarins og málflutning þeirra um upprunaábyrgðir í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Sakar hann samtökin um fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sínum. Í greininni segir Hörður að Samtök iðnaðarins og Samál hafi um nokkurt skeið staðið í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum í eigu almennings á sama tíma og Rio Tinto, aðildarfyrirtæki þeirra, reyni að fá lækkað raforkuverð. „Reynt er að halda því að almenningi að Ísland sé ekki „land endurnýjanlegrar orku“ og tilraunir gerðar til að koma í veg fyrir að orkufyrirtækin geti aukið verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag með þátttöku í viðskiptum með upprunaábyrgðir,“ segir Hörður. SI segir ímynd gæða og hreinleika vega þyngra Fyrr í vikinni talaði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fyrir því að sala orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum á raforku verði hætt. Þó að orkufyrirtækin hagnist vel á sölunni vegi mikilvægi ímyndar gæða og hreinleika þyngra. Sjá einnig: Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Málið snýst um að þó að nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum þá sé það svo að opinberlega er uppruni raforkunnar um 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Evrópsk löggjöf geri orkufyrirtækjum kleift á að selja svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Með samþykki meirihluta aðildarfélaga? Í grein sinni segir Hörður að kerfi um upprunaábyrgðir raforku og losunarheimildir vegna mengunar séu tvö aðskilin kerfi. „Annað, svokallað ETS-losunarkerfi, er íþyngjandi óvalkvætt kerfi fyrir fyrirtæki sem valda mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Hitt kerfið, upprunaábyrgðakerfið, er valkvætt fyrir notendur raforku sem vilja láta gott af sér leiða og styðja við endurnýjanlega orkuvinnslu,“ segir Hörður. Hörður beinir í grein sinni fimm spurningum til Samtakanna iðnaðarins, meðal annars hvort samtökin geti beint á einhvern skaða sem hefur orðið á ímynd Íslands vegna sölunnar. Sömuleiðis hvernig viðskipti með upprunaábyrgðir geti haft áhrif á kolefnishlutleysi Íslands. Þá nefnir Hörður að innan Samtaka iðnaðarins séu 1.400 fyrirtæki og aðildarfélög. Yfir 99 prósent þeirra fái í dag upprunavottaða endurnýjanlega orku frá sínum raforkusala. „Er það með samþykki meirihluta aðildarfyrirtækjanna að samtökin beiti sér fyrir því að íslenska þjóðin gefi nokkrum alþjóðlegum stóriðjufyrirtækjum 20-30 milljarða á næstu 10 árum,“ spyr Hörður að lokum. Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fer hörðum orðum um Samtök iðnaðarins og málflutning þeirra um upprunaábyrgðir í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Sakar hann samtökin um fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sínum. Í greininni segir Hörður að Samtök iðnaðarins og Samál hafi um nokkurt skeið staðið í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum í eigu almennings á sama tíma og Rio Tinto, aðildarfyrirtæki þeirra, reyni að fá lækkað raforkuverð. „Reynt er að halda því að almenningi að Ísland sé ekki „land endurnýjanlegrar orku“ og tilraunir gerðar til að koma í veg fyrir að orkufyrirtækin geti aukið verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag með þátttöku í viðskiptum með upprunaábyrgðir,“ segir Hörður. SI segir ímynd gæða og hreinleika vega þyngra Fyrr í vikinni talaði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fyrir því að sala orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum á raforku verði hætt. Þó að orkufyrirtækin hagnist vel á sölunni vegi mikilvægi ímyndar gæða og hreinleika þyngra. Sjá einnig: Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Málið snýst um að þó að nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum þá sé það svo að opinberlega er uppruni raforkunnar um 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Evrópsk löggjöf geri orkufyrirtækjum kleift á að selja svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Með samþykki meirihluta aðildarfélaga? Í grein sinni segir Hörður að kerfi um upprunaábyrgðir raforku og losunarheimildir vegna mengunar séu tvö aðskilin kerfi. „Annað, svokallað ETS-losunarkerfi, er íþyngjandi óvalkvætt kerfi fyrir fyrirtæki sem valda mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Hitt kerfið, upprunaábyrgðakerfið, er valkvætt fyrir notendur raforku sem vilja láta gott af sér leiða og styðja við endurnýjanlega orkuvinnslu,“ segir Hörður. Hörður beinir í grein sinni fimm spurningum til Samtakanna iðnaðarins, meðal annars hvort samtökin geti beint á einhvern skaða sem hefur orðið á ímynd Íslands vegna sölunnar. Sömuleiðis hvernig viðskipti með upprunaábyrgðir geti haft áhrif á kolefnishlutleysi Íslands. Þá nefnir Hörður að innan Samtaka iðnaðarins séu 1.400 fyrirtæki og aðildarfélög. Yfir 99 prósent þeirra fái í dag upprunavottaða endurnýjanlega orku frá sínum raforkusala. „Er það með samþykki meirihluta aðildarfyrirtækjanna að samtökin beiti sér fyrir því að íslenska þjóðin gefi nokkrum alþjóðlegum stóriðjufyrirtækjum 20-30 milljarða á næstu 10 árum,“ spyr Hörður að lokum.
Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30