Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2020 11:20 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sakar SI um ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sínum um upprunaábyrgðir. vísir/vilhelm Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fer hörðum orðum um Samtök iðnaðarins og málflutning þeirra um upprunaábyrgðir í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Sakar hann samtökin um fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sínum. Í greininni segir Hörður að Samtök iðnaðarins og Samál hafi um nokkurt skeið staðið í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum í eigu almennings á sama tíma og Rio Tinto, aðildarfyrirtæki þeirra, reyni að fá lækkað raforkuverð. „Reynt er að halda því að almenningi að Ísland sé ekki „land endurnýjanlegrar orku“ og tilraunir gerðar til að koma í veg fyrir að orkufyrirtækin geti aukið verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag með þátttöku í viðskiptum með upprunaábyrgðir,“ segir Hörður. SI segir ímynd gæða og hreinleika vega þyngra Fyrr í vikinni talaði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fyrir því að sala orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum á raforku verði hætt. Þó að orkufyrirtækin hagnist vel á sölunni vegi mikilvægi ímyndar gæða og hreinleika þyngra. Sjá einnig: Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Málið snýst um að þó að nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum þá sé það svo að opinberlega er uppruni raforkunnar um 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Evrópsk löggjöf geri orkufyrirtækjum kleift á að selja svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Með samþykki meirihluta aðildarfélaga? Í grein sinni segir Hörður að kerfi um upprunaábyrgðir raforku og losunarheimildir vegna mengunar séu tvö aðskilin kerfi. „Annað, svokallað ETS-losunarkerfi, er íþyngjandi óvalkvætt kerfi fyrir fyrirtæki sem valda mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Hitt kerfið, upprunaábyrgðakerfið, er valkvætt fyrir notendur raforku sem vilja láta gott af sér leiða og styðja við endurnýjanlega orkuvinnslu,“ segir Hörður. Hörður beinir í grein sinni fimm spurningum til Samtakanna iðnaðarins, meðal annars hvort samtökin geti beint á einhvern skaða sem hefur orðið á ímynd Íslands vegna sölunnar. Sömuleiðis hvernig viðskipti með upprunaábyrgðir geti haft áhrif á kolefnishlutleysi Íslands. Þá nefnir Hörður að innan Samtaka iðnaðarins séu 1.400 fyrirtæki og aðildarfélög. Yfir 99 prósent þeirra fái í dag upprunavottaða endurnýjanlega orku frá sínum raforkusala. „Er það með samþykki meirihluta aðildarfyrirtækjanna að samtökin beiti sér fyrir því að íslenska þjóðin gefi nokkrum alþjóðlegum stóriðjufyrirtækjum 20-30 milljarða á næstu 10 árum,“ spyr Hörður að lokum. Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fer hörðum orðum um Samtök iðnaðarins og málflutning þeirra um upprunaábyrgðir í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Sakar hann samtökin um fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sínum. Í greininni segir Hörður að Samtök iðnaðarins og Samál hafi um nokkurt skeið staðið í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum í eigu almennings á sama tíma og Rio Tinto, aðildarfyrirtæki þeirra, reyni að fá lækkað raforkuverð. „Reynt er að halda því að almenningi að Ísland sé ekki „land endurnýjanlegrar orku“ og tilraunir gerðar til að koma í veg fyrir að orkufyrirtækin geti aukið verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag með þátttöku í viðskiptum með upprunaábyrgðir,“ segir Hörður. SI segir ímynd gæða og hreinleika vega þyngra Fyrr í vikinni talaði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fyrir því að sala orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum á raforku verði hætt. Þó að orkufyrirtækin hagnist vel á sölunni vegi mikilvægi ímyndar gæða og hreinleika þyngra. Sjá einnig: Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Málið snýst um að þó að nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum þá sé það svo að opinberlega er uppruni raforkunnar um 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Evrópsk löggjöf geri orkufyrirtækjum kleift á að selja svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Með samþykki meirihluta aðildarfélaga? Í grein sinni segir Hörður að kerfi um upprunaábyrgðir raforku og losunarheimildir vegna mengunar séu tvö aðskilin kerfi. „Annað, svokallað ETS-losunarkerfi, er íþyngjandi óvalkvætt kerfi fyrir fyrirtæki sem valda mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Hitt kerfið, upprunaábyrgðakerfið, er valkvætt fyrir notendur raforku sem vilja láta gott af sér leiða og styðja við endurnýjanlega orkuvinnslu,“ segir Hörður. Hörður beinir í grein sinni fimm spurningum til Samtakanna iðnaðarins, meðal annars hvort samtökin geti beint á einhvern skaða sem hefur orðið á ímynd Íslands vegna sölunnar. Sömuleiðis hvernig viðskipti með upprunaábyrgðir geti haft áhrif á kolefnishlutleysi Íslands. Þá nefnir Hörður að innan Samtaka iðnaðarins séu 1.400 fyrirtæki og aðildarfélög. Yfir 99 prósent þeirra fái í dag upprunavottaða endurnýjanlega orku frá sínum raforkusala. „Er það með samþykki meirihluta aðildarfyrirtækjanna að samtökin beiti sér fyrir því að íslenska þjóðin gefi nokkrum alþjóðlegum stóriðjufyrirtækjum 20-30 milljarða á næstu 10 árum,“ spyr Hörður að lokum.
Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30