Elías áfram á skotskónum í tíu marka leik | Aron skoraði aftur Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2020 21:50 Elías Már Ómarsson hefur skorað í þremur leikjum í röð, alls fjögur mörk. vísir/getty Það gerist ekki á hverjum degi að tíu mörk séu skoruð í fótboltaleik en það gerðist þegar Excelsior og Den Bosch mættust í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Elías Már Ómarsson hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir Excelsior í 6-4 sigri. Elías skoraði fyrsta markið í þessum ótrúlega leik og hefur þar með skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Excelsior. Hann hefur alls skorað níu mörk í deildinni á leiktíðinni. Elías var valinn maður leiksins í kvöld. Man of the match Elias Mar Omarsson: ‘Het is niet goed dat we 4 goals tegen kregen, maar wel goed dat we er zelf 6 maakten.’#excdbo#strijdenenwinnen#samensterkpic.twitter.com/Pd0N3jLsuz— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) February 21, 2020 Excelsior er í 7. sæti deildarinnar með 44 stig og á leið í umspil um sæti í úrvalsdeild eins og sakir standa (liðin í 3.-8. sæti fara í umspil). Den Bosch er í 11. sæti af 20 liðum. Aron Sigurðarson skoraði einnig í kvöld í markaleik, í 5-3 útisigri Saint-Gilloise gegn OH Leuven í belgísku B-deildinni. Aron hefur því skorað í tveimur leikjum í röð en hann kom til Belgíu frá Start í Noregi í lok síðasta árs og hefur spilað sex leiki. Saint-Gilloise er í 4. sæti, stigi frá toppsætinu en búið að leika leik meira en hin liðin. Í kvöld var Kristófer Ingi Kristinsson einnig á ferðinni í frönsku B-deildinni með Grenoble sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Chateauroux. Kristófer kom inn á sem varamaður á 82. mínútu. Grenoble er í 9. sæti með 35 stig, níu stigum frá umspili um sæti í efstu deild. Franski boltinn Tengdar fréttir Umboðsmaður Ólafs segir Elías hafa gleymt að skila skattframtali Fyrr í dag greindum við frá því að sænskir fjölmiðlar fjölluðu um skuld knattspyrnumannsins Elíasar Ómarssonar. 6. febrúar 2020 12:15 Elías svaraði fréttum vikunnar með tveimur mörkum Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk er Excelsior vann 4-1 sigur á Helmond Sport í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. 7. febrúar 2020 20:54 Elías heldur áfram að skora í Hollandi Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Excelsior í hollensku B-deildinni í fótbolta. 14. febrúar 2020 22:01 Íslenskur knattspyrnumaður sagður skulda skattinum í Svíþjóð fimm milljónir Sænska dagblaðið Göteborgs-Tidningen greinir frá því að íslenski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson skuldi um fimm milljónir íslenskra króna í skatt í Svíþjóð. 6. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira
Það gerist ekki á hverjum degi að tíu mörk séu skoruð í fótboltaleik en það gerðist þegar Excelsior og Den Bosch mættust í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Elías Már Ómarsson hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir Excelsior í 6-4 sigri. Elías skoraði fyrsta markið í þessum ótrúlega leik og hefur þar með skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Excelsior. Hann hefur alls skorað níu mörk í deildinni á leiktíðinni. Elías var valinn maður leiksins í kvöld. Man of the match Elias Mar Omarsson: ‘Het is niet goed dat we 4 goals tegen kregen, maar wel goed dat we er zelf 6 maakten.’#excdbo#strijdenenwinnen#samensterkpic.twitter.com/Pd0N3jLsuz— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) February 21, 2020 Excelsior er í 7. sæti deildarinnar með 44 stig og á leið í umspil um sæti í úrvalsdeild eins og sakir standa (liðin í 3.-8. sæti fara í umspil). Den Bosch er í 11. sæti af 20 liðum. Aron Sigurðarson skoraði einnig í kvöld í markaleik, í 5-3 útisigri Saint-Gilloise gegn OH Leuven í belgísku B-deildinni. Aron hefur því skorað í tveimur leikjum í röð en hann kom til Belgíu frá Start í Noregi í lok síðasta árs og hefur spilað sex leiki. Saint-Gilloise er í 4. sæti, stigi frá toppsætinu en búið að leika leik meira en hin liðin. Í kvöld var Kristófer Ingi Kristinsson einnig á ferðinni í frönsku B-deildinni með Grenoble sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Chateauroux. Kristófer kom inn á sem varamaður á 82. mínútu. Grenoble er í 9. sæti með 35 stig, níu stigum frá umspili um sæti í efstu deild.
Franski boltinn Tengdar fréttir Umboðsmaður Ólafs segir Elías hafa gleymt að skila skattframtali Fyrr í dag greindum við frá því að sænskir fjölmiðlar fjölluðu um skuld knattspyrnumannsins Elíasar Ómarssonar. 6. febrúar 2020 12:15 Elías svaraði fréttum vikunnar með tveimur mörkum Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk er Excelsior vann 4-1 sigur á Helmond Sport í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. 7. febrúar 2020 20:54 Elías heldur áfram að skora í Hollandi Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Excelsior í hollensku B-deildinni í fótbolta. 14. febrúar 2020 22:01 Íslenskur knattspyrnumaður sagður skulda skattinum í Svíþjóð fimm milljónir Sænska dagblaðið Göteborgs-Tidningen greinir frá því að íslenski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson skuldi um fimm milljónir íslenskra króna í skatt í Svíþjóð. 6. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira
Umboðsmaður Ólafs segir Elías hafa gleymt að skila skattframtali Fyrr í dag greindum við frá því að sænskir fjölmiðlar fjölluðu um skuld knattspyrnumannsins Elíasar Ómarssonar. 6. febrúar 2020 12:15
Elías svaraði fréttum vikunnar með tveimur mörkum Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk er Excelsior vann 4-1 sigur á Helmond Sport í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. 7. febrúar 2020 20:54
Elías heldur áfram að skora í Hollandi Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Excelsior í hollensku B-deildinni í fótbolta. 14. febrúar 2020 22:01
Íslenskur knattspyrnumaður sagður skulda skattinum í Svíþjóð fimm milljónir Sænska dagblaðið Göteborgs-Tidningen greinir frá því að íslenski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson skuldi um fimm milljónir íslenskra króna í skatt í Svíþjóð. 6. febrúar 2020 09:30