Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 18:30 Martin Braithwaite er kominn í Barcelona búninginn. Getty/Marc Gonzalez 28 ára Dani verður í framlínusveit Barcelona fram á vor og er ætlað að fylla í skörð stjarna eins og Luis Suárez og Ousmane Dembélé sem eru meiddir. Þessi kaup Barcelona á Martin Braithwaite hafa vakið mikla athygli og ekki síst í Danmörku. Danir hafa vissulega átt leikmenn í Barcelona en á þeim tíma voru Allan Simonsen og Michael Laudrup súperstjörnur í evrópska fótboltanum. Það vissu ekki margir mikið um Martin Braithwaite. „Ég vil bara óska honum til hamingju. Nýttu tækifærið. Hann hefur unnið í fótboltalottóinu með því að komast að hjá þessum frábæra klúbb,“ sagði Michael Laudrup við dönsku sjónvarpsstöðina TV3+. Verdens Gang sagði frá. Það gera sér allir grein fyrir því að Martin Braithwaite fær ekki langan tíma hjá Barcelona því félagið mun endurheimta Luis Suárez og Ousmane Dembélé úr meiðslum og jafnvel kaupa eitt stykki Neymar í sumar. Laudrup om den nye Barca-angriperen: – Han har vunnet i lotteriet https://t.co/cIhu4zxXF0— VG Sporten (@vgsporten) February 21, 2020 „Ef hann stendur sig vel þá kemst hann að hjá liði á næsta tímabili, kannski ekki liði á sama stalli og Barcelona, en liði sem er um miðja deild á Spáni. Þar gæti hann fengið góðan samning sem væri frábært fyrir hann,“ sagði Laudrup. Martin Braithwaite verður fimmti Daninn til að spila fyrir Barcelona en hinir eru Allan Simonsen (1979-1983), Michael Laudrup (1989-1994), Ronnie Ekelund (1992-1994) og Thomas Christiansen (1992-1994). Ronnie Ekelund náði bara að spila einn leik fyrir Barcelona sem lánaði hann í fjórgang og Thomas Christiansen spilaði aldrei fyrir spænska félagið þrátt fyrir að vera leikmaður þess í tvö ár. Þeir voru hjá Barcelona á sama tíma og Michael Laudrup. Michael Laudrup átti flott ár hjá Barcelona, skoraði 40 mörk í 167 leikjum fyrir félagið og vann níu titla þar á meðal spænsku deildina fjórum sinnum og Evrópukeppni meistaraliða 1992. Laudrup fór frá Barcelona til Real Madrid. Allan Simonsen skoraði 31 mark í 98 leikjum með Barcelona en náði ekki að verða spænskur meistari með félaginu. Danmörk Spænski boltinn Tengdar fréttir Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
28 ára Dani verður í framlínusveit Barcelona fram á vor og er ætlað að fylla í skörð stjarna eins og Luis Suárez og Ousmane Dembélé sem eru meiddir. Þessi kaup Barcelona á Martin Braithwaite hafa vakið mikla athygli og ekki síst í Danmörku. Danir hafa vissulega átt leikmenn í Barcelona en á þeim tíma voru Allan Simonsen og Michael Laudrup súperstjörnur í evrópska fótboltanum. Það vissu ekki margir mikið um Martin Braithwaite. „Ég vil bara óska honum til hamingju. Nýttu tækifærið. Hann hefur unnið í fótboltalottóinu með því að komast að hjá þessum frábæra klúbb,“ sagði Michael Laudrup við dönsku sjónvarpsstöðina TV3+. Verdens Gang sagði frá. Það gera sér allir grein fyrir því að Martin Braithwaite fær ekki langan tíma hjá Barcelona því félagið mun endurheimta Luis Suárez og Ousmane Dembélé úr meiðslum og jafnvel kaupa eitt stykki Neymar í sumar. Laudrup om den nye Barca-angriperen: – Han har vunnet i lotteriet https://t.co/cIhu4zxXF0— VG Sporten (@vgsporten) February 21, 2020 „Ef hann stendur sig vel þá kemst hann að hjá liði á næsta tímabili, kannski ekki liði á sama stalli og Barcelona, en liði sem er um miðja deild á Spáni. Þar gæti hann fengið góðan samning sem væri frábært fyrir hann,“ sagði Laudrup. Martin Braithwaite verður fimmti Daninn til að spila fyrir Barcelona en hinir eru Allan Simonsen (1979-1983), Michael Laudrup (1989-1994), Ronnie Ekelund (1992-1994) og Thomas Christiansen (1992-1994). Ronnie Ekelund náði bara að spila einn leik fyrir Barcelona sem lánaði hann í fjórgang og Thomas Christiansen spilaði aldrei fyrir spænska félagið þrátt fyrir að vera leikmaður þess í tvö ár. Þeir voru hjá Barcelona á sama tíma og Michael Laudrup. Michael Laudrup átti flott ár hjá Barcelona, skoraði 40 mörk í 167 leikjum fyrir félagið og vann níu titla þar á meðal spænsku deildina fjórum sinnum og Evrópukeppni meistaraliða 1992. Laudrup fór frá Barcelona til Real Madrid. Allan Simonsen skoraði 31 mark í 98 leikjum með Barcelona en náði ekki að verða spænskur meistari með félaginu.
Danmörk Spænski boltinn Tengdar fréttir Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00
Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30