Wayne Rooney verður í sviðsljósinu í kvöld og það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ástæðan er tímamótaleikur hjá þessum fyrrum stórstjörnu og fyrirliða Manchester United.
Næsti deildarleikur Wayne Rooney verður hans fimmhundruðasti í Englandi og í kvöld fær Derby County lið Fulham í heimsókn á Pride Park leikvanginn í Derby.
Rooney kom til Derby um áramótin en hafði spilað undanfarin tvö ár með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni.
Wayne Rooney er alls kominn með 499 deildarleiki á Englandi og í þeim hefur hann skorað 210 mörk og gefið 105 stoðsendingar.
500@WayneRooney
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 21, 2020
The former England captain is set to make his 500th English league appearance tonight for Derby v Fulham.
Relive his best moments https://t.co/FNtPzydvXG
Í tilefni af þessum stóru tímamótum á merkum ferli Wayne Rooney þá hefur Sky Sports tekið saman skemmtilegt yfirlit yfir eftirminnilegustu deildarleiki hans í Englandi.
Þar má sjá finna upprifjun á bæði hæðum og lægðum hans allt frá fyrsta leiknum, fyrsta markinu og fyrsta rauða spjaldinu í stærstu stundirnar á glæsilegum tíma hans hjá Manchester United.
Wayne Rooney er uppalinn hjá Everton og hóf meistaraflokksferil sinn þar á 2002-03 tímabilinu. Ronney náði að spila í tvö tímabil með Everton áður en Manchester United keypti hann haustið 2004.
Wayne Rooney náði síðan að spila þrettán tímabil með Manchester United og vinna enska meistaratitilinn fimm sinnum.
Hann spilaði síðan eitt tímabil með Everton (2017-18) áður en hann fór til Bandaríkjanna.
Í samantekt Sky Sports má líka sjá fróðlega tölfræði frá ferli Rooney en hann hefur spilað deildarleiki á móti 43 félögum og skorað gegn 37 þeirra.