Ástin skorar hærra hjá þjóðinni en enski boltinn Eiður Þór Árnason skrifar 20. febrúar 2020 21:30 Vinsældir þáttanna á Íslandi eru langt því frá að vera einsdæmi. Getty/Rick Rowell Raunveruleikaþættirnir Love Island og Bachelor hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi og bera áhorfstölur þess sterk merki. Síminn, sem sýnir þættina og er einnig rétthafi ensku úrvalsdeildarinnar, upplýsti um það í dag að mun meira áhorf sé á umrædda þætti en á enska boltann. Eins og alþjóð ætti að vita eiga raunveruleikaþættirnir tveir það sameiginlegt að fjalla um fólk sem kýs að leita ástarneistans fyrir framan alsjáandi auga sjónvarpsmyndavélarinnar. Fram kemur í ársuppgjöri Símans sem var birt í dag að metáhorf hafi verið á efni í Sjónvarpi Símans Premium á síðasta ári. „Vinsælast er íslenskt efni, barnaefni og erlent raunveruleikasjónvarp um ungt fólk í leit að ástinni.“ Það vakti athygli Elvars Inga Möllers, starfsmanns Arion banka, að enski boltinn væri ekki þar á meðal en um er að vinsælustu íþróttadeild heims. Síminn staðfesti í kjölfarið að hér væri aldeilis ekki um neina villu að ræða. „Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í [ensku úrvalsdeildinni] munu seint ná.“ Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í EPL munu seint ná. Ástin jarðar Van Dijk í skallaeinvígi :)— Síminn (@siminn) February 20, 2020 Vinsældir þáttanna hér á landi eru langt því frá að vera einsdæmi en Love Island hefur slegið áhorfsmet í heimalandi sínu Bretlandi og mælst vinsælasta sjónvarpsefnið þar hjá ungu fólki. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla Símans, hefur áður vakið athygli á vinsældum þáttanna og sagt að það væri „full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar“ í ljósi þessa. Love Island eru að fá þannig áhorf í Sjónvarpi Símans að það er full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar.— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 27, 2019 Það má hver deila um það en þessar fregnir munu eflaust gleðja þá sem vilja trúa því að ástin sigri jú allt. Bíó og sjónvarp Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Raunveruleikaþættirnir Love Island og Bachelor hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi og bera áhorfstölur þess sterk merki. Síminn, sem sýnir þættina og er einnig rétthafi ensku úrvalsdeildarinnar, upplýsti um það í dag að mun meira áhorf sé á umrædda þætti en á enska boltann. Eins og alþjóð ætti að vita eiga raunveruleikaþættirnir tveir það sameiginlegt að fjalla um fólk sem kýs að leita ástarneistans fyrir framan alsjáandi auga sjónvarpsmyndavélarinnar. Fram kemur í ársuppgjöri Símans sem var birt í dag að metáhorf hafi verið á efni í Sjónvarpi Símans Premium á síðasta ári. „Vinsælast er íslenskt efni, barnaefni og erlent raunveruleikasjónvarp um ungt fólk í leit að ástinni.“ Það vakti athygli Elvars Inga Möllers, starfsmanns Arion banka, að enski boltinn væri ekki þar á meðal en um er að vinsælustu íþróttadeild heims. Síminn staðfesti í kjölfarið að hér væri aldeilis ekki um neina villu að ræða. „Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í [ensku úrvalsdeildinni] munu seint ná.“ Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í EPL munu seint ná. Ástin jarðar Van Dijk í skallaeinvígi :)— Síminn (@siminn) February 20, 2020 Vinsældir þáttanna hér á landi eru langt því frá að vera einsdæmi en Love Island hefur slegið áhorfsmet í heimalandi sínu Bretlandi og mælst vinsælasta sjónvarpsefnið þar hjá ungu fólki. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla Símans, hefur áður vakið athygli á vinsældum þáttanna og sagt að það væri „full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar“ í ljósi þessa. Love Island eru að fá þannig áhorf í Sjónvarpi Símans að það er full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar.— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 27, 2019 Það má hver deila um það en þessar fregnir munu eflaust gleðja þá sem vilja trúa því að ástin sigri jú allt.
Bíó og sjónvarp Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira