Lífið

Leikari úr Notting Hill og Gladiator fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
John Shrapnel fór með hlutverk almannatengslafulltrúa Önnu Scott, persónu Juliu Roberts, í myndinni Notting Hill sem frumsýnd var árið 1999.
John Shrapnel fór með hlutverk almannatengslafulltrúa Önnu Scott, persónu Juliu Roberts, í myndinni Notting Hill sem frumsýnd var árið 1999.

Breski leikarinn John Shrapnel, sem fór meðal annars með hlutverk í stórmyndunum Notting Hill og Gladiator, er látinn, 77 ára að aldri.

Breska þjóðleikhúsið greindi frá andlátinu á samfélagsmiðlum, en hann fór á leiklistarferli sínum með fjölmörg hlutverk í uppsetningum leikhússins. Er honum þar lýst sem „dásamlegum leikara“.

Í frétt Sky News kemur fram að Shrapnel hafi glímt við krabbamein.

Shrapnel fór með hlutverk almannatengslafulltrúa Önnu Scott, persónu Juliu Roberts, í myndinni Notting Hill sem frumsýnd var árið 1999.

Í Gladiator fór hann með hlutverk Gaiusar, eins af leitogum öldungardeildarþingmannanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×