40 þúsund manns ferðuðust 55 km til að styðja við bakið á Atalanta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 12:30 Stuðningsmenn Atalanta á leiknum á San Siro í gær. Getty/Marcio Machado Atalanta á nú mikla möguleika á því að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið fær mikinn stuðning þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í kringum heimaleiki félagsins. Atalanta vann 4-1 sigur á Valencia í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en seinni leikurinn fer síðan fram á Spáni í mars. Staðan er vissulega góð þrátt fyrir að liðið spili eiginlega bara útileiki í keppninni. Atalanta produce a night to remember with 4-1 defeat of Valencia https://t.co/rlgwLetsT9— Guardian sport (@guardian_sport) February 20, 2020 Atalanta spilar nefnilega ekki heimaleiki sína í Meistaradeildinni á sínum eigin leikvangi í Bergamo. Knattspyrnusamband Evrópu leyfir félaginu ekki að spila Meistaradeildarleiki á Gewiss leikvanginum í Bergamo af því hann stenst ekki kröfur sambandsins. Atalanta hefur því spilað heimaleiki sína á fyrsta tímabili sínu í Meistaradeildinni á San Siro leikvanginum í Mílanó sem er heimavöllur AC Milan og Internazionale. Atalanta’s stadium only holds 16,000 They play #UCL games at the San Siro 30 miles away. They’re based in Bergamo, a city with 122,000 people. Tonight they took 40,000 fans with them Great support #ATAVCFpic.twitter.com/xT6ADuBGT2— ShotOnGoal (@shotongoal247) February 19, 2020 San Siro er í 55 kílómetra fjarlægð frá Bergamo, heimaborg Atalanta. Það kom ekki í veg fyrir það að 40 þúsund stuðningsmenn Atalanta liðsins hafi ferðast þessa leið í gær til að styðja við bakið á sínu liði í þessum mikilvæga leik. Ástin á félagið í Bergamo hefur alltaf verið mikil en hún hefur margfaldast eftir frábært gengi liðsins á þessu tímabili. Nú hefur Atalanta örugglega eignast líka stuðningsfólk út um allan heim. “Since 2010, every infant born in Bergamo is sent a mini Atalanta replica kit” | @tomwfootball on Atalanta’s special bond with their fans— B/R Football (@brfootball) February 19, 2020 Heimavöllur Atalanta tekur „aðeins“ 21 þúsund manns og íbúafjöldinn í Bergamo er „bara“ 122 þúsund. Það hefur örugglega verið mjög gaman hjá þessum 40 þúsund Atalanta stuðningsmönnum á heimleiðinni eftir leikinn í gærkvöldi. Þeir geta farið að undirbúa það að skreppa í aðra Mílanó ferð þegar átta liða úrslitin verða spiluð. Hér fyrir neðan má sjá mörk Atalanta liðsins í leiknum í gær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira
Atalanta á nú mikla möguleika á því að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið fær mikinn stuðning þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í kringum heimaleiki félagsins. Atalanta vann 4-1 sigur á Valencia í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en seinni leikurinn fer síðan fram á Spáni í mars. Staðan er vissulega góð þrátt fyrir að liðið spili eiginlega bara útileiki í keppninni. Atalanta produce a night to remember with 4-1 defeat of Valencia https://t.co/rlgwLetsT9— Guardian sport (@guardian_sport) February 20, 2020 Atalanta spilar nefnilega ekki heimaleiki sína í Meistaradeildinni á sínum eigin leikvangi í Bergamo. Knattspyrnusamband Evrópu leyfir félaginu ekki að spila Meistaradeildarleiki á Gewiss leikvanginum í Bergamo af því hann stenst ekki kröfur sambandsins. Atalanta hefur því spilað heimaleiki sína á fyrsta tímabili sínu í Meistaradeildinni á San Siro leikvanginum í Mílanó sem er heimavöllur AC Milan og Internazionale. Atalanta’s stadium only holds 16,000 They play #UCL games at the San Siro 30 miles away. They’re based in Bergamo, a city with 122,000 people. Tonight they took 40,000 fans with them Great support #ATAVCFpic.twitter.com/xT6ADuBGT2— ShotOnGoal (@shotongoal247) February 19, 2020 San Siro er í 55 kílómetra fjarlægð frá Bergamo, heimaborg Atalanta. Það kom ekki í veg fyrir það að 40 þúsund stuðningsmenn Atalanta liðsins hafi ferðast þessa leið í gær til að styðja við bakið á sínu liði í þessum mikilvæga leik. Ástin á félagið í Bergamo hefur alltaf verið mikil en hún hefur margfaldast eftir frábært gengi liðsins á þessu tímabili. Nú hefur Atalanta örugglega eignast líka stuðningsfólk út um allan heim. “Since 2010, every infant born in Bergamo is sent a mini Atalanta replica kit” | @tomwfootball on Atalanta’s special bond with their fans— B/R Football (@brfootball) February 19, 2020 Heimavöllur Atalanta tekur „aðeins“ 21 þúsund manns og íbúafjöldinn í Bergamo er „bara“ 122 þúsund. Það hefur örugglega verið mjög gaman hjá þessum 40 þúsund Atalanta stuðningsmönnum á heimleiðinni eftir leikinn í gærkvöldi. Þeir geta farið að undirbúa það að skreppa í aðra Mílanó ferð þegar átta liða úrslitin verða spiluð. Hér fyrir neðan má sjá mörk Atalanta liðsins í leiknum í gær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira