40 þúsund manns ferðuðust 55 km til að styðja við bakið á Atalanta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 12:30 Stuðningsmenn Atalanta á leiknum á San Siro í gær. Getty/Marcio Machado Atalanta á nú mikla möguleika á því að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið fær mikinn stuðning þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í kringum heimaleiki félagsins. Atalanta vann 4-1 sigur á Valencia í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en seinni leikurinn fer síðan fram á Spáni í mars. Staðan er vissulega góð þrátt fyrir að liðið spili eiginlega bara útileiki í keppninni. Atalanta produce a night to remember with 4-1 defeat of Valencia https://t.co/rlgwLetsT9— Guardian sport (@guardian_sport) February 20, 2020 Atalanta spilar nefnilega ekki heimaleiki sína í Meistaradeildinni á sínum eigin leikvangi í Bergamo. Knattspyrnusamband Evrópu leyfir félaginu ekki að spila Meistaradeildarleiki á Gewiss leikvanginum í Bergamo af því hann stenst ekki kröfur sambandsins. Atalanta hefur því spilað heimaleiki sína á fyrsta tímabili sínu í Meistaradeildinni á San Siro leikvanginum í Mílanó sem er heimavöllur AC Milan og Internazionale. Atalanta’s stadium only holds 16,000 They play #UCL games at the San Siro 30 miles away. They’re based in Bergamo, a city with 122,000 people. Tonight they took 40,000 fans with them Great support #ATAVCFpic.twitter.com/xT6ADuBGT2— ShotOnGoal (@shotongoal247) February 19, 2020 San Siro er í 55 kílómetra fjarlægð frá Bergamo, heimaborg Atalanta. Það kom ekki í veg fyrir það að 40 þúsund stuðningsmenn Atalanta liðsins hafi ferðast þessa leið í gær til að styðja við bakið á sínu liði í þessum mikilvæga leik. Ástin á félagið í Bergamo hefur alltaf verið mikil en hún hefur margfaldast eftir frábært gengi liðsins á þessu tímabili. Nú hefur Atalanta örugglega eignast líka stuðningsfólk út um allan heim. “Since 2010, every infant born in Bergamo is sent a mini Atalanta replica kit” | @tomwfootball on Atalanta’s special bond with their fans— B/R Football (@brfootball) February 19, 2020 Heimavöllur Atalanta tekur „aðeins“ 21 þúsund manns og íbúafjöldinn í Bergamo er „bara“ 122 þúsund. Það hefur örugglega verið mjög gaman hjá þessum 40 þúsund Atalanta stuðningsmönnum á heimleiðinni eftir leikinn í gærkvöldi. Þeir geta farið að undirbúa það að skreppa í aðra Mílanó ferð þegar átta liða úrslitin verða spiluð. Hér fyrir neðan má sjá mörk Atalanta liðsins í leiknum í gær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Atalanta á nú mikla möguleika á því að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið fær mikinn stuðning þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í kringum heimaleiki félagsins. Atalanta vann 4-1 sigur á Valencia í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en seinni leikurinn fer síðan fram á Spáni í mars. Staðan er vissulega góð þrátt fyrir að liðið spili eiginlega bara útileiki í keppninni. Atalanta produce a night to remember with 4-1 defeat of Valencia https://t.co/rlgwLetsT9— Guardian sport (@guardian_sport) February 20, 2020 Atalanta spilar nefnilega ekki heimaleiki sína í Meistaradeildinni á sínum eigin leikvangi í Bergamo. Knattspyrnusamband Evrópu leyfir félaginu ekki að spila Meistaradeildarleiki á Gewiss leikvanginum í Bergamo af því hann stenst ekki kröfur sambandsins. Atalanta hefur því spilað heimaleiki sína á fyrsta tímabili sínu í Meistaradeildinni á San Siro leikvanginum í Mílanó sem er heimavöllur AC Milan og Internazionale. Atalanta’s stadium only holds 16,000 They play #UCL games at the San Siro 30 miles away. They’re based in Bergamo, a city with 122,000 people. Tonight they took 40,000 fans with them Great support #ATAVCFpic.twitter.com/xT6ADuBGT2— ShotOnGoal (@shotongoal247) February 19, 2020 San Siro er í 55 kílómetra fjarlægð frá Bergamo, heimaborg Atalanta. Það kom ekki í veg fyrir það að 40 þúsund stuðningsmenn Atalanta liðsins hafi ferðast þessa leið í gær til að styðja við bakið á sínu liði í þessum mikilvæga leik. Ástin á félagið í Bergamo hefur alltaf verið mikil en hún hefur margfaldast eftir frábært gengi liðsins á þessu tímabili. Nú hefur Atalanta örugglega eignast líka stuðningsfólk út um allan heim. “Since 2010, every infant born in Bergamo is sent a mini Atalanta replica kit” | @tomwfootball on Atalanta’s special bond with their fans— B/R Football (@brfootball) February 19, 2020 Heimavöllur Atalanta tekur „aðeins“ 21 þúsund manns og íbúafjöldinn í Bergamo er „bara“ 122 þúsund. Það hefur örugglega verið mjög gaman hjá þessum 40 þúsund Atalanta stuðningsmönnum á heimleiðinni eftir leikinn í gærkvöldi. Þeir geta farið að undirbúa það að skreppa í aðra Mílanó ferð þegar átta liða úrslitin verða spiluð. Hér fyrir neðan má sjá mörk Atalanta liðsins í leiknum í gær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira