Neymar verður ekki refsað og má því spila úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 10:00 Neymar sést hér ber að ofan og með Leipzig-treyjuna sem hann fékk í skiptunum. EPA-EFE/Manu Fernandez Reglurnar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu um að leikmenn megi ekki skiptast á treyjum eftir leiki í Evrópukeppnum og með landsliðum eru í raun ekki reglur heldur aðeins tilmæli. Þetta kom endanlega í ljós eftir að UEFA ákvað að aðhafast ekki neitt í því að Brasilíumaðurinn Neymar gerðist sekur um að skiptast á treyjum eftir undanúrslitaleik PSG og Leipzig í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Eftir 3-0 sigur PSG á Leipzig þá skiptist Neymar á treyjum við Marcel Halstenberg hjá Leipzig en enginn annar leikmaður franska liðsins fór úr sinni keppnistreyju inn á vellinum. There were suggestions of a ban ahead of the final...https://t.co/4BRDcv9x2u— Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2020 Margir erlendir fjölmiðlar fóru strax að tala um að Neymar þyrfti annað hvort að fara í eins leiks bann eða í tólf daga sóttkví. Neymar fær hins vegar að spila langþráðan úrslitaleik í Meistaradeildinni með liði Paris Saint Germain en PSG eyddi meðal annars öllum milljörðunum í hann til þess einmitt að hann myndi hjálpa liðinu að vinna loksins Meistaradeildina. Í umræddum sóttvarnarreglum kemur fram að þar séu leikmönnum ráðlagt að halda sig frá því að skiptast á keppnistreyjum. Þar kemur líka fram að fylgi leikmenn ekki tilmælum um sóttvarnir þá gæti það þýtt refsingu eins og önnur agabrot. Lykilatriðið er aftur á móti að reglan um bann við treyjuskiptum er aðeins tilmæli en ekki bein regla. Kannski svipað og reglan með því að hrækja ekki á völlinn sem leikmenn virðast brjóta við hvert tækifæri. Neymar sleppur því með skrekkinn og fær að spila þennan úrslitaleik á móti Bayern München. Fótboltaáhugafólk gleðst örugglega yfir því enda vilja allir sjá bestu leikmennina spila á sunnudaginn kemur. Miðað við formið á Bayern liðinu þá þarf PSG líka á öllum sínum mönnum að halda og gott betur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira
Reglurnar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu um að leikmenn megi ekki skiptast á treyjum eftir leiki í Evrópukeppnum og með landsliðum eru í raun ekki reglur heldur aðeins tilmæli. Þetta kom endanlega í ljós eftir að UEFA ákvað að aðhafast ekki neitt í því að Brasilíumaðurinn Neymar gerðist sekur um að skiptast á treyjum eftir undanúrslitaleik PSG og Leipzig í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Eftir 3-0 sigur PSG á Leipzig þá skiptist Neymar á treyjum við Marcel Halstenberg hjá Leipzig en enginn annar leikmaður franska liðsins fór úr sinni keppnistreyju inn á vellinum. There were suggestions of a ban ahead of the final...https://t.co/4BRDcv9x2u— Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2020 Margir erlendir fjölmiðlar fóru strax að tala um að Neymar þyrfti annað hvort að fara í eins leiks bann eða í tólf daga sóttkví. Neymar fær hins vegar að spila langþráðan úrslitaleik í Meistaradeildinni með liði Paris Saint Germain en PSG eyddi meðal annars öllum milljörðunum í hann til þess einmitt að hann myndi hjálpa liðinu að vinna loksins Meistaradeildina. Í umræddum sóttvarnarreglum kemur fram að þar séu leikmönnum ráðlagt að halda sig frá því að skiptast á keppnistreyjum. Þar kemur líka fram að fylgi leikmenn ekki tilmælum um sóttvarnir þá gæti það þýtt refsingu eins og önnur agabrot. Lykilatriðið er aftur á móti að reglan um bann við treyjuskiptum er aðeins tilmæli en ekki bein regla. Kannski svipað og reglan með því að hrækja ekki á völlinn sem leikmenn virðast brjóta við hvert tækifæri. Neymar sleppur því með skrekkinn og fær að spila þennan úrslitaleik á móti Bayern München. Fótboltaáhugafólk gleðst örugglega yfir því enda vilja allir sjá bestu leikmennina spila á sunnudaginn kemur. Miðað við formið á Bayern liðinu þá þarf PSG líka á öllum sínum mönnum að halda og gott betur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira