„PSG getur klárlega unnið en þeir þurfa þá að eiga sinn allra besta dag“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2020 15:30 Úr settinu í gær. vísir/skjáskot Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að PSG eigi möguleika á að vinna Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en til þess þurfa þeir að eiga sinn allra besta leik. Bayern tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi með sigri á Lyon og PSG hafði betur gegn Leipzig í fyrrakvöld. Kjartan Atli Kjartansson, Atli Viðar Björnsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Freyr spáðu í spilin fyrir úrslitaleikinn í gær. „Við erum búnir að fara yfir pressuna hjá Bayern en það sem við munum sjá hjá PSG er að þeir eru betri að spila sig út úr fyrstu pressunni en nokkurn tímann Lyon eru og munu eflaust verða,“ sagði Jóhannes Karl. „Þeir eru líka með hraða til þess að komast aftur fyrir vörn Bayern sem mun halda línunni hátt. Þó að Bayern verði snöggir að koma sér aftur niður í varnarstöðu þá eru þeir líka með sendingargetu, gæði og aftur geta þeir farið í hlaup og stungið sér enn aftur fyrir. Þar munu þeir vera hættulegir.“ „Þessu þarf Bayern að geta stýrt varnarlega til þess að stoppað gríðarlega gott PSG-liðið.“ Atli Viðar segir að með færunum sem Lyon hafði fengið í kvöld, þá hefði PSG refsað þýsku meisturunum. „Það eru miklu meiri gæði í fremstu mönnum PSG en nokkurn tímann hjá Lyon. Ég held að þeir séu miklu líklegri til þess að refsa Bayern. Á fyrsta korterinu í kvöld [í gær] þá hefði PSG skorað með öllum þessum möguleikum sem Lyon fékk.“ „Ef Bayern ætlar að vera svona „sloppy“ eins og þeir voru á fyrsta korterinu og missa þá í gegnum sig, þá held ég að það séu meiri líkur á því að PSG sé að fara stríða þeim.“ Freyr segir að möguleikinn sé til staðar fyrir PSG en það sé hins vegar erfiður þýskur risi sem bíður þeirra. „Varnarlega finnst mér PSG í góðu jafnvægi, þrátt fyrir að vera með einn til tvo hálfgerða svindlkalla í varnarleiknum. Mér finnst Neymar búinn að bæta það gríðarlega. Þeir mega ekki gefa þeim mikið pláss á vængjunum því þá ná þeir yfirtölu. PSG getur klárlega unnið en þeir þurfa þá að eiga sinn allra besta dag.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Spáð í úrslitaleikinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að PSG eigi möguleika á að vinna Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en til þess þurfa þeir að eiga sinn allra besta leik. Bayern tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi með sigri á Lyon og PSG hafði betur gegn Leipzig í fyrrakvöld. Kjartan Atli Kjartansson, Atli Viðar Björnsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Freyr spáðu í spilin fyrir úrslitaleikinn í gær. „Við erum búnir að fara yfir pressuna hjá Bayern en það sem við munum sjá hjá PSG er að þeir eru betri að spila sig út úr fyrstu pressunni en nokkurn tímann Lyon eru og munu eflaust verða,“ sagði Jóhannes Karl. „Þeir eru líka með hraða til þess að komast aftur fyrir vörn Bayern sem mun halda línunni hátt. Þó að Bayern verði snöggir að koma sér aftur niður í varnarstöðu þá eru þeir líka með sendingargetu, gæði og aftur geta þeir farið í hlaup og stungið sér enn aftur fyrir. Þar munu þeir vera hættulegir.“ „Þessu þarf Bayern að geta stýrt varnarlega til þess að stoppað gríðarlega gott PSG-liðið.“ Atli Viðar segir að með færunum sem Lyon hafði fengið í kvöld, þá hefði PSG refsað þýsku meisturunum. „Það eru miklu meiri gæði í fremstu mönnum PSG en nokkurn tímann hjá Lyon. Ég held að þeir séu miklu líklegri til þess að refsa Bayern. Á fyrsta korterinu í kvöld [í gær] þá hefði PSG skorað með öllum þessum möguleikum sem Lyon fékk.“ „Ef Bayern ætlar að vera svona „sloppy“ eins og þeir voru á fyrsta korterinu og missa þá í gegnum sig, þá held ég að það séu meiri líkur á því að PSG sé að fara stríða þeim.“ Freyr segir að möguleikinn sé til staðar fyrir PSG en það sé hins vegar erfiður þýskur risi sem bíður þeirra. „Varnarlega finnst mér PSG í góðu jafnvægi, þrátt fyrir að vera með einn til tvo hálfgerða svindlkalla í varnarleiknum. Mér finnst Neymar búinn að bæta það gríðarlega. Þeir mega ekki gefa þeim mikið pláss á vængjunum því þá ná þeir yfirtölu. PSG getur klárlega unnið en þeir þurfa þá að eiga sinn allra besta dag.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Spáð í úrslitaleikinn
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira