Lífið

Ná­granna­leik­kona „í á­falli“ eftir að myndum var stolið úr síma hennar og þeim deilt

Atli Ísleifsson skrifar
Olympia Valance fer með hlutverk Paige Smith í Nágrönnum.
Olympia Valance fer með hlutverk Paige Smith í Nágrönnum. Getty

Ástralska leikkonan Olympia Valance, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Nágrönnum, segist vera „í áfalli“ eftir að persónulegum myndum var stolið úr síma hennar og þeim dreift á netinu.

Valance segir frá því í færslu á Instagram að hún hafi þurft að glíma við afleiðingar árásarinnar síðastliðið ár, sem hafi svo leitt til þess að kvíði hennar hafi náð áður óþekktum hæðum.

„Ég skrifað þetta sem staðfestingu á að ég sé orðin fórnarlamb netglæps.“

„Ég hef glímt við þetta nú í rúmt ár eftir að persónulegum myndum var stolið þegar brotist var inn í símann minn, og þeim síðar deilt á netinu,“ skrifar Valance.

Hin 27 ára Valance fer með hlutverk Paige Smith í Nágrönnum. Hún er yngri systir leikkonunnar Holly Valance sem einnig fór með hlutverk í Nágrönnum á sínum tíma. Olympia fer einnig með hlutverk í áströlsku dramaþáttunum Playing for Keeps.

Í frétt BBC kemur fram að Valance segi að lögfræðingar hennar hafi átt í vandræðum með að hindra dreifingu myndanna, þrátt fyrir tilraunir þess efnis.

Hún segir að málið hafi allt haft haft gríðarleg áhrif á líf hennar síðasta árið, en bætir við að fólk þurfi ekkert að skammast sín fyrir að taka persónulegar myndir af sér og deila með maka sínum. Það sama verði hins vegar ekki sagt um það að stela slíkum myndum og deila þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×