Á Íslandi eru tveir starfandi brytar, annar er á Bessastöðum en hinn vinnur á hóteli. En af hverju fer fólk í þetta nám og hvað gengur bryti langt í að þjóna viðskiptavininum? Ísland í dag fékk að fylgjast með degi í lífi Erlings Gunnarssonar sem er bryti á The Retreat Blue lagoon.

Að baki er nám í virtum skóla í Hollandi. Á meðal verkefna hans eru að pakka í töskur fyrir viðskiptavini, sjá um bókanir þeirra, fara í fjallgöngur og ýmislegt fleira. Hann lætur gestina ekki slá sig út af laginu og segir að brosið sé besta vopnið.
Innslagið má finna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.