Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður korteri fyrir leikslok í 2-0 tapi Augsburg gegn toppliði Bayern München í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag.
Alfreð hafði verið inni á vellinum í um tíu mínútur þegar hann skall illa saman við Thiago, leikmann Bayern. Huga þurfti að báðum leikmönnum en Alfreð gat haldið áfram leik. Thiago var hins vegar skipt af velli í kjölfarið.
82' Da hätte Bibiana #Steinhaus ruhig den Vorteil abwarten können... Jetzt liegen jedenfalls #Finnbogason und #Thiago am Boden und werden behandelt. Der Spanier sieht zudem Gelb! #FCBFCA#FCApic.twitter.com/afW4KqXtrm
— FC Augsburg (@FCAugsburg) March 8, 2020
Thomas Müller skoraði fyrra mark Bayern snemma í seinni hálfleik og Leon Goretzka bætti við því seinna á 90. mínútu.
Bayern, sem er án Robert Lewandowski vegna meiðsla, er nú með 55 stig á toppnum, fjórum stigum á undan Dortmund. Augsburg er með 27 stig í 14. sæti, sex stigum frá umspilsfallsæti og níu stigum frá hreinu fallsæti.
