Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. mars 2020 20:01 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og öryggisstjóri KSÍ. vísir/skjáskot Íslensku landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson, sem báðir leika sem atvinnumenn á Ítalíu, þurfa að fara að koma sér til landsins ef þeir eiga að geta tekið þátt í umspilsleiknum mikilvæga gegn Rúmeníu í lok mánaðarins. Þetta segir Víðir Reynisson í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Víðir gegnir starfi öryggisstjóra KSÍ líkt og undanfarin ár en er einnig yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra og hefur því verið áberandi vegna fréttaflutnings af kórónaveirunni Covid-19 undanfarnar vikur. Það er einmitt vegna hennar sem þeir Emil og Birkir þyrftu að koma til landsins sem fyrst þar sem þeir þurfa að vera í 14 daga í sóttkví hér á landi áður en þeir geta tekið þátt í leiknum. Víðir segir í samtali við RÚV að knattspyrnumenn geti ekki hlotið neina sérmeðferð í þessari stöðu. Einnig var rætt við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem fram kom að knattspyrnusambandið væri að skoða möguleikann á því að fá Birki og Emil fyrr til landsins. Hefur KSÍ verið í samskiptum við félög þeirra Emils og Birkis vegna þessa. „Já, við erum að þreifa fyrir okkur með það. En það er heldur ekkert kjörstaða að vera með landsliðsleikmann hálfan mánuð í sóttkví og ekki að æfa. Það eru svo sem engir góðir kostir í þessu en við erum að reyna að skoða hvað kemur til greina, bæði læknisfræðilega og þetta með sóttkvína. Svo er það spurningin hvort það breytist eitthvað staðan á Ítalíu.“ segir Klara í samtali við RÚV. Leikur Íslands og Rúmeníu fer fram á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson, sem báðir leika sem atvinnumenn á Ítalíu, þurfa að fara að koma sér til landsins ef þeir eiga að geta tekið þátt í umspilsleiknum mikilvæga gegn Rúmeníu í lok mánaðarins. Þetta segir Víðir Reynisson í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Víðir gegnir starfi öryggisstjóra KSÍ líkt og undanfarin ár en er einnig yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra og hefur því verið áberandi vegna fréttaflutnings af kórónaveirunni Covid-19 undanfarnar vikur. Það er einmitt vegna hennar sem þeir Emil og Birkir þyrftu að koma til landsins sem fyrst þar sem þeir þurfa að vera í 14 daga í sóttkví hér á landi áður en þeir geta tekið þátt í leiknum. Víðir segir í samtali við RÚV að knattspyrnumenn geti ekki hlotið neina sérmeðferð í þessari stöðu. Einnig var rætt við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem fram kom að knattspyrnusambandið væri að skoða möguleikann á því að fá Birki og Emil fyrr til landsins. Hefur KSÍ verið í samskiptum við félög þeirra Emils og Birkis vegna þessa. „Já, við erum að þreifa fyrir okkur með það. En það er heldur ekkert kjörstaða að vera með landsliðsleikmann hálfan mánuð í sóttkví og ekki að æfa. Það eru svo sem engir góðir kostir í þessu en við erum að reyna að skoða hvað kemur til greina, bæði læknisfræðilega og þetta með sóttkvína. Svo er það spurningin hvort það breytist eitthvað staðan á Ítalíu.“ segir Klara í samtali við RÚV. Leikur Íslands og Rúmeníu fer fram á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira