Guðni um stöðuna á Birki og Emil: Gengið út frá því að þeir komi í landsleikinn Anton Ingi Leifsson skrifar 6. mars 2020 12:00 Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru staddir á Ítalíu. vísir/vilhelm/samsett Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. Íslenska landsliðið spilar undanúrslitaleik um sæti á EM 2020 gegn Rúmeníu í lok mars og Vísir sló á þráðinn til Guðna og spurði hann hvernig staðan væri á þeim. „Við erum að fara yfir þetta með þeim sem að þessu komu, bæði hér á landi og knattspyrnuyfirvöldum erlendis, svo við erum bara að fara yfir stöðuna,“ sagði Guðni í samtali við Vísi í morgun. „Þetta er að breytast frá degi til dags og viku frá viku. Við erum að reyna greina þetta og rýna í hvað best sé að gera. Það í sjálfu sér mun vonandi skýrast í næstu viku hvað við þurfum að gera í því sambandi.“ Formaðurinn segir að það sé erfitt að segja eitthvað um málið á þessum tímapunkti en hann reikni með þeim í landsleikina. „Það er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Það á eftir að tilkynna hópinn en þeir ættu að gera sterkt tilkall í hópinn. Það er miðað við það að þeir komi í landsleikinn og gengið út frá því að þeir komi í leikinn en það er erfitt að fullyrða á þessum tímapunkti.“ Það eru ekki bara Emil og Birkir sem KSÍ er að horfa til því U19 ára landslið Íslands á að spila milliriðil á Ítalíu í næstu viku. „Við erum líka að horfa til þess að fara að spila milliriðil á Ítalíu og fleira sem við erum að athuga með. Hlutirnir eru að breytast með hverri vikunni svo við vitum heldur ekki hver nákvæmlega staðan verður í næstu viku.“ „Við munum taka stöðuna betur á þessu strax eftir helgi og erum nú þegar byrjuð að rýna og greina í stöðuna og sjá hvað þurfi að gera,“ sagði Guðni. EM 2020 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir „Sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. Íslenska landsliðið spilar undanúrslitaleik um sæti á EM 2020 gegn Rúmeníu í lok mars og Vísir sló á þráðinn til Guðna og spurði hann hvernig staðan væri á þeim. „Við erum að fara yfir þetta með þeim sem að þessu komu, bæði hér á landi og knattspyrnuyfirvöldum erlendis, svo við erum bara að fara yfir stöðuna,“ sagði Guðni í samtali við Vísi í morgun. „Þetta er að breytast frá degi til dags og viku frá viku. Við erum að reyna greina þetta og rýna í hvað best sé að gera. Það í sjálfu sér mun vonandi skýrast í næstu viku hvað við þurfum að gera í því sambandi.“ Formaðurinn segir að það sé erfitt að segja eitthvað um málið á þessum tímapunkti en hann reikni með þeim í landsleikina. „Það er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Það á eftir að tilkynna hópinn en þeir ættu að gera sterkt tilkall í hópinn. Það er miðað við það að þeir komi í landsleikinn og gengið út frá því að þeir komi í leikinn en það er erfitt að fullyrða á þessum tímapunkti.“ Það eru ekki bara Emil og Birkir sem KSÍ er að horfa til því U19 ára landslið Íslands á að spila milliriðil á Ítalíu í næstu viku. „Við erum líka að horfa til þess að fara að spila milliriðil á Ítalíu og fleira sem við erum að athuga með. Hlutirnir eru að breytast með hverri vikunni svo við vitum heldur ekki hver nákvæmlega staðan verður í næstu viku.“ „Við munum taka stöðuna betur á þessu strax eftir helgi og erum nú þegar byrjuð að rýna og greina í stöðuna og sjá hvað þurfi að gera,“ sagði Guðni.
EM 2020 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir „Sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Sjá meira