„Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. mars 2020 20:00 Umsjónarmenn Gagnaversins eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Vísir/Hjalti Umsjónarmenn Gagnaversins eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Arnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hlaðvarpið sé fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. „Rafíþróttir hafa heldur betur farið hamförum í heiminum síðastliðin tvö til þrjú ár, greinin vex á ógnarhraða og virðist íþróttin hafa sprottið úr engu. Íþróttin á sér samt sem áður sögu alveg aftur til 1970 þar sem fyrsti opinberi keppnisleikur fór fram í Bandaríkjunum. Vöxturinn hefur samt sem áður verið hraðastur síðastliðin fimm ár og má það rekja til mikilla framfara á internetinu sem opnaði fyrir streymi á tölvuleikjaspilun. En er þetta íþrótt? Hverjir eru að spila hana og hvað er í gangi á Íslandi? Við förum yfir þessar spurningar og fleiri. Fengum við til okkar Stefán Atla, vloggara og þjálfara Fylkis í Fortnite og hana Melínu Kolku, varaformann RÍSÍ, eða Rafíþróttasamtaka Íslands.“Fyrsta þátt af hlaðvarpinu Gagnaverið má finna í spilaranum hér að neðan. Stefán Atli Rúnarsson er viðmælandi í þessum fyrsta þætti og talar þar aðeins um starf sitt sem fortnite þjálfari hjá Fylki. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo gefandi að sjá krakkana koma út úr herbergjunum sínum og vera partur af félagsstarfi,“ segir Stefán Atli um rafíþróttaþjálfunina. „Þú ert með krakka sem eru kannski einir heima hjá sér að spila tölvuleiki og þau geta verið stolt af því að spila tölvuleiki alveg eins og krakkar sem mæta á fimleikaæfingu, karate eða fótboltaæfingu. Við erum svolítið að reyna að normalísera tölvuleiki og heilbrigða tölvuleikjaspilun.“ Krakkarnir á námskeiðunum hita upp með hreyfingu áður en þau setjast fyrir framan tölvuna. Þau eru í miklum samskiptum við hvert annað í gegnum hljóðnemana á heyrnatólunum sínum. „Málið með rafíþróttir er að það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt. Eins og með tilkomu rafíþróttasamtakanna og það sem þau eru búin að vera að gera, starfið þeirra, þetta frábæra starf sem þau eru búin að vera að gera. Að fræða almenning um mikilvægi þess að taka rafíþróttir alvarlega eins og alvöru íþrótt.“ Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Rafíþróttir Gagnaverið Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Umsjónarmenn Gagnaversins eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Arnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hlaðvarpið sé fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. „Rafíþróttir hafa heldur betur farið hamförum í heiminum síðastliðin tvö til þrjú ár, greinin vex á ógnarhraða og virðist íþróttin hafa sprottið úr engu. Íþróttin á sér samt sem áður sögu alveg aftur til 1970 þar sem fyrsti opinberi keppnisleikur fór fram í Bandaríkjunum. Vöxturinn hefur samt sem áður verið hraðastur síðastliðin fimm ár og má það rekja til mikilla framfara á internetinu sem opnaði fyrir streymi á tölvuleikjaspilun. En er þetta íþrótt? Hverjir eru að spila hana og hvað er í gangi á Íslandi? Við förum yfir þessar spurningar og fleiri. Fengum við til okkar Stefán Atla, vloggara og þjálfara Fylkis í Fortnite og hana Melínu Kolku, varaformann RÍSÍ, eða Rafíþróttasamtaka Íslands.“Fyrsta þátt af hlaðvarpinu Gagnaverið má finna í spilaranum hér að neðan. Stefán Atli Rúnarsson er viðmælandi í þessum fyrsta þætti og talar þar aðeins um starf sitt sem fortnite þjálfari hjá Fylki. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo gefandi að sjá krakkana koma út úr herbergjunum sínum og vera partur af félagsstarfi,“ segir Stefán Atli um rafíþróttaþjálfunina. „Þú ert með krakka sem eru kannski einir heima hjá sér að spila tölvuleiki og þau geta verið stolt af því að spila tölvuleiki alveg eins og krakkar sem mæta á fimleikaæfingu, karate eða fótboltaæfingu. Við erum svolítið að reyna að normalísera tölvuleiki og heilbrigða tölvuleikjaspilun.“ Krakkarnir á námskeiðunum hita upp með hreyfingu áður en þau setjast fyrir framan tölvuna. Þau eru í miklum samskiptum við hvert annað í gegnum hljóðnemana á heyrnatólunum sínum. „Málið með rafíþróttir er að það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt. Eins og með tilkomu rafíþróttasamtakanna og það sem þau eru búin að vera að gera, starfið þeirra, þetta frábæra starf sem þau eru búin að vera að gera. Að fræða almenning um mikilvægi þess að taka rafíþróttir alvarlega eins og alvöru íþrótt.“ Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.
Rafíþróttir Gagnaverið Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira