21 dagur í Rúmeníuleikinn: Þegar Ríkharður Daðason og KR-liðið skutu niður rúmenskt stórlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 10:00 Ríkharður Daðason fór út í atvinnumennsku eftir Evrópuævintýrið með KR sumarið 1997. Getty/Tony Marshall Sumarið 1997 náði KR-liðið einum athyglisverðustu úrslitum í sögu íslenskra knattspyrnuliða í Evrópukeppni þegar Vesturbæjarliðið skaut niður rúmenskt stórlið í UEFA-bikarnum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það er ekki á hverjum degi sem rúmensk knattspyrnulið mætir í Laugardalinn. Árunum 1996 og 1997 komu þau hins vegar tvö ár í röð með mjög misjöfnum árangri. Fyrra árið vann A-landsliðið sannfærandi sigur á íslenska landsliðinu en árið eftir komu KR-ingar fram hefndum. Júlímánuður árið 1997 endaði á sögulegum sigri KR-inga í rúmenska stórliðinu Dinamo Búkarest á heimavelli Rúmenana. KR hafði áður unnið heimaleikinn 2-0 á Laugardalsvellinum og unnu einvígi liðanna í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins 4-0 samanlagt. Þetta er ennþá eina tapið hjá rúmensku liði á Laugardalsvellinum en við vonum að það breytist 26. mars. Enginn lék betur í þessum tveimur leikjum en Ríkharður Daðason sem skoraði seinna markið í fyrri leiknum og bæði mörkin í þeim síðari. Fyrra markið í fyrri leiknum kom síðan eftir vítaspyrnu sem dæmd var þegar Ríkharður var felldur. KR vann 2-0 á Laugardalsvellinum þrátt fyrir að lykilmennirnir Heimir Guðjónsson og Andri Sigþórsson hafi ekki getað leikið með vegna meiðsla. Einar Þór Daníelsson skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 27. mínútu og lagði síðan upp það síðara fyrir Ríkharð Daðason. Í 2-1 sigri KR-inga í seinni leiknum skoraði Ríkharður Daðason bæði mörkin eftir skyndisóknir og þau komu bæði á fyrstu 32 mínútum leiksins. Rúmenar minnkuðu muninn fyrir hlé en tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir stórsókn. Þetta var fyrsti sigur KR-inga á útivelli í Evrópukeppni. Það er óhætt að segja að úrslitin hafi haft miklar afleiðingar í herbúðum Dinamo Búkarest. Þjálfarinn var rekinn eftir fyrri leikinn og forseti félagsins fékk að fjúka eftir seinni leikinn. Forsetinn stýrði Dinamo sjálfur í seinni leiknum en þurfti að gefa eftir stólinn sinn eftir hann. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Sumarið 1997 náði KR-liðið einum athyglisverðustu úrslitum í sögu íslenskra knattspyrnuliða í Evrópukeppni þegar Vesturbæjarliðið skaut niður rúmenskt stórlið í UEFA-bikarnum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það er ekki á hverjum degi sem rúmensk knattspyrnulið mætir í Laugardalinn. Árunum 1996 og 1997 komu þau hins vegar tvö ár í röð með mjög misjöfnum árangri. Fyrra árið vann A-landsliðið sannfærandi sigur á íslenska landsliðinu en árið eftir komu KR-ingar fram hefndum. Júlímánuður árið 1997 endaði á sögulegum sigri KR-inga í rúmenska stórliðinu Dinamo Búkarest á heimavelli Rúmenana. KR hafði áður unnið heimaleikinn 2-0 á Laugardalsvellinum og unnu einvígi liðanna í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins 4-0 samanlagt. Þetta er ennþá eina tapið hjá rúmensku liði á Laugardalsvellinum en við vonum að það breytist 26. mars. Enginn lék betur í þessum tveimur leikjum en Ríkharður Daðason sem skoraði seinna markið í fyrri leiknum og bæði mörkin í þeim síðari. Fyrra markið í fyrri leiknum kom síðan eftir vítaspyrnu sem dæmd var þegar Ríkharður var felldur. KR vann 2-0 á Laugardalsvellinum þrátt fyrir að lykilmennirnir Heimir Guðjónsson og Andri Sigþórsson hafi ekki getað leikið með vegna meiðsla. Einar Þór Daníelsson skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 27. mínútu og lagði síðan upp það síðara fyrir Ríkharð Daðason. Í 2-1 sigri KR-inga í seinni leiknum skoraði Ríkharður Daðason bæði mörkin eftir skyndisóknir og þau komu bæði á fyrstu 32 mínútum leiksins. Rúmenar minnkuðu muninn fyrir hlé en tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir stórsókn. Þetta var fyrsti sigur KR-inga á útivelli í Evrópukeppni. Það er óhætt að segja að úrslitin hafi haft miklar afleiðingar í herbúðum Dinamo Búkarest. Þjálfarinn var rekinn eftir fyrri leikinn og forseti félagsins fékk að fjúka eftir seinni leikinn. Forsetinn stýrði Dinamo sjálfur í seinni leiknum en þurfti að gefa eftir stólinn sinn eftir hann. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira